Pompeo frestar ferð til Úkraínu vegna átaka í Írak Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. janúar 2020 23:49 Pompeo hætti við ferð sína til Úkraínu vegna árásar á sendiráð Bandaríkjanna í Írak. getty/Alex Wong Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur ákveðið að fresta ferð sinni til Úkraínu og fjögurra annarra ríkja vegna árásar sem gerð var á sendiráð Bandaríkjanna í Bagdad í Írak. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP. Pompeo átti að koma til Úkraínu seint á morgun í fyrstu heimsókn sinni til landsins en þar á eftir átti hann að fara til Hvíta-Rússlands, Kasakstan, Úsbekistan og Kýpur. Hann frestaði ferðinni til að geta fylgst með aðstæðunum í Írak eftir að vígamenn, sem sagðir eru studdir af stjórnvöldin í Íran,réðust á sendiráð Bandaríkjanna og til að tryggja öryggi Bandaríkjamanna í Mið-Austurlöndum. Þetta kom fram í tilkynningu frá bandaríska utanríkisráðuneytinu í dag. Þar sagði að fundinn yrði nýr tími fyrir heimsóknirnar eins fljótt og hægt er. Volodymyr Zelenskiy, forseti Úkraínu.getty/Sean Gallup Vígamennirnir yfirgáfu sendiráð Bandaríkjanna í Bagdad í dag eftir að hafa haldið þar til í tvo daga og tekist á við bandarískar öryggissveitir. Bandaríkin sendu hundraði auka hermanna til Mið-Austurlanda til að auka öryggi á svæðinu eftir árásina. Pompeo átti að hitta úkraínska forsetann, Volodymyr Zelenskiy í Kænugarði. Símtal Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, og Zelenskiy sem vakti mikla reiði varð til þess að bandaríska þingið hóf rannsókn á málinu sem varð til þess að Trump var ákærður fyrir embættisbrot. Í símtalinu þrýsti Trump á Zelenskiy að rannsaka mögulegan mótherja Trumps í forsetakosningunum 2020, Joe Biden, og son hans Hunter og þá kenningu, sem nú hefur verið afsönnuð, að Demókratar hafi með hjálp Úkraínu reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar 2016. Pompeo ætlaði líka að hitta trúarleiðtoga, viðskiptamenn og sveitarstjórnarmenn til að ræða mannréttindi, fjárfestingar og umbætur í stjórnmálum og efnahagsmálum. Bandaríkin Írak Úkraína Tengdar fréttir Mótmæli í Kænugarði þegar fangaskipti fóru fram Alls skiptust stríðandi fylkingar á um 200 föngum. Samið var um skiptin á fundi úkraínskra og rússneskra stjórnvalda fyrr í þessum mánuði. 30. desember 2019 11:12 Ræddu um að stöðva aðstoð til Úkraínu beint eftir símtal Trump og Zelenskíj Starfsmaður Hvíta hússins bað varnarmálaráðuneytið um að stöðva aðstoð til Úkraínu og að hafa hljótt um það. 22. desember 2019 13:39 Reyndu að fá Trump til að skipta um skoðun á Úkraínu Ákvörðun Trump forseta um að stöðva aðstoð til Úkraínu olli titringi og togstreitu innan ríkisstjórnar hans í sumar og haust. Tveir ráðherrar og þjóðaröryggisráðgjafi reyndu að tala um fyrir honum en án árangurs. 30. desember 2019 13:25 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur ákveðið að fresta ferð sinni til Úkraínu og fjögurra annarra ríkja vegna árásar sem gerð var á sendiráð Bandaríkjanna í Bagdad í Írak. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP. Pompeo átti að koma til Úkraínu seint á morgun í fyrstu heimsókn sinni til landsins en þar á eftir átti hann að fara til Hvíta-Rússlands, Kasakstan, Úsbekistan og Kýpur. Hann frestaði ferðinni til að geta fylgst með aðstæðunum í Írak eftir að vígamenn, sem sagðir eru studdir af stjórnvöldin í Íran,réðust á sendiráð Bandaríkjanna og til að tryggja öryggi Bandaríkjamanna í Mið-Austurlöndum. Þetta kom fram í tilkynningu frá bandaríska utanríkisráðuneytinu í dag. Þar sagði að fundinn yrði nýr tími fyrir heimsóknirnar eins fljótt og hægt er. Volodymyr Zelenskiy, forseti Úkraínu.getty/Sean Gallup Vígamennirnir yfirgáfu sendiráð Bandaríkjanna í Bagdad í dag eftir að hafa haldið þar til í tvo daga og tekist á við bandarískar öryggissveitir. Bandaríkin sendu hundraði auka hermanna til Mið-Austurlanda til að auka öryggi á svæðinu eftir árásina. Pompeo átti að hitta úkraínska forsetann, Volodymyr Zelenskiy í Kænugarði. Símtal Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, og Zelenskiy sem vakti mikla reiði varð til þess að bandaríska þingið hóf rannsókn á málinu sem varð til þess að Trump var ákærður fyrir embættisbrot. Í símtalinu þrýsti Trump á Zelenskiy að rannsaka mögulegan mótherja Trumps í forsetakosningunum 2020, Joe Biden, og son hans Hunter og þá kenningu, sem nú hefur verið afsönnuð, að Demókratar hafi með hjálp Úkraínu reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar 2016. Pompeo ætlaði líka að hitta trúarleiðtoga, viðskiptamenn og sveitarstjórnarmenn til að ræða mannréttindi, fjárfestingar og umbætur í stjórnmálum og efnahagsmálum.
Bandaríkin Írak Úkraína Tengdar fréttir Mótmæli í Kænugarði þegar fangaskipti fóru fram Alls skiptust stríðandi fylkingar á um 200 föngum. Samið var um skiptin á fundi úkraínskra og rússneskra stjórnvalda fyrr í þessum mánuði. 30. desember 2019 11:12 Ræddu um að stöðva aðstoð til Úkraínu beint eftir símtal Trump og Zelenskíj Starfsmaður Hvíta hússins bað varnarmálaráðuneytið um að stöðva aðstoð til Úkraínu og að hafa hljótt um það. 22. desember 2019 13:39 Reyndu að fá Trump til að skipta um skoðun á Úkraínu Ákvörðun Trump forseta um að stöðva aðstoð til Úkraínu olli titringi og togstreitu innan ríkisstjórnar hans í sumar og haust. Tveir ráðherrar og þjóðaröryggisráðgjafi reyndu að tala um fyrir honum en án árangurs. 30. desember 2019 13:25 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Mótmæli í Kænugarði þegar fangaskipti fóru fram Alls skiptust stríðandi fylkingar á um 200 föngum. Samið var um skiptin á fundi úkraínskra og rússneskra stjórnvalda fyrr í þessum mánuði. 30. desember 2019 11:12
Ræddu um að stöðva aðstoð til Úkraínu beint eftir símtal Trump og Zelenskíj Starfsmaður Hvíta hússins bað varnarmálaráðuneytið um að stöðva aðstoð til Úkraínu og að hafa hljótt um það. 22. desember 2019 13:39
Reyndu að fá Trump til að skipta um skoðun á Úkraínu Ákvörðun Trump forseta um að stöðva aðstoð til Úkraínu olli titringi og togstreitu innan ríkisstjórnar hans í sumar og haust. Tveir ráðherrar og þjóðaröryggisráðgjafi reyndu að tala um fyrir honum en án árangurs. 30. desember 2019 13:25