Icelandair og Flugvirkjafélag Íslands hafa endurnýjað kjarasamning á milli félaganna. Samningarnir gilda til 31. desember árið 2020.
Launahækkanir í kjarasamningnum eru í samræmi við þær launahækkanir sem samið hefur verið um milli stéttarfélaga og félaga atvinnurekanda á þessu ári að því er segir í fréttatilkynningu frá Icelandair um samninginn og er þar átt við lífskjarasamningana.
Flugvirkjafélag Íslands mun nú leggja samninginn fyrir félagsmenn sína til atkvæðagreiðslu.

