Bayern liðið tapar alltaf fyrir framtíðar meisturunum í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2020 15:20 Manuel Neuer nær ekki að stoppa Sadio Mane hjá Liverpool í sigri Liverpool á Bayern í fyrra. Getty/Lars Baron Barcelona tryggir sér ekki aðeins sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar takist liðinu að vinna Bayern München í átta liða úrslitum keppninnar í kvöld því sagan væri þá líka með spænska stórliðinu. Leikur Barcelona og Bayern München er án efa stórleikur átta liða úrslitanna enda tvö frábær lið sem hafa alla burði til að fara alla leið og vinna Meistaradeildina í ár. Bæði hafa líka þurft að bíða aðeins eftir því að vinna Meistaradeildina, Barcelona frá árinu 2015 en Bayern München frá 2013, þrátt fyrir að vera með mjög öflug lið flest árin. Það er hins vegar ein staðreynd sem vekur athygli varðandi gengi Bayern München í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar undanfarin ár eins og sjá má hér fyrir neðan. 2017: Real Madrid (QF) 2018: Real Madrid (SF) 2019: Liverpool (RO16) When Bayern lose, it's to the future Champions League winners pic.twitter.com/HrOQCrxyVL— B/R Football (@brfootball) August 14, 2020 Það lið sem hefur slegið út Bayern München undanfarin þrjú tímabil hefur farið alla leið og unnið Meistaradeildina. Það gerði Liverpool í sextán liða úrslitunum -í fyrra og það gerði einnig Real Madrid bæði 2017 og 2018. Síðasta lið til að vinna Meistaradeildina án þess að slá út Bayern München var lið Real Madrid tímabilið 2015-16. Bayern datt þá út á móti nágrönnum Real í Atlético Madrid í undanúrslitunum. Þegar Barcelona vann Meistaradeildina síðast vorið 2015 þá sló Barcelona einmitt lið Bayern München út í undanúrslitunum, 5-3 samanlagt. Real Madrid sló líka Bayern München út í undanúrslitunum vorið 2014 og fór svo og vann titilinn. Þetta þýðir á síðustu sex Meistaradeildartímabilum, eða síðan að Bayern liðið vann Meistaradeildina síðast, hafa fimm lið, sem hafa slegið út Bayern, farið alla leið og fagnað sigri í Meistaradeildinni eða Liverpool (2019), Real Madrid (2014, 2017, 2918) og Barcelona (2015). Leikur Bayern München og Barcelona hefst 19.00 klukkan í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18.30 á Stöð 2 Sport 2 og leikurinn verður gerður upp strax á eftir á sömu stöð. Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjá meira
Barcelona tryggir sér ekki aðeins sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar takist liðinu að vinna Bayern München í átta liða úrslitum keppninnar í kvöld því sagan væri þá líka með spænska stórliðinu. Leikur Barcelona og Bayern München er án efa stórleikur átta liða úrslitanna enda tvö frábær lið sem hafa alla burði til að fara alla leið og vinna Meistaradeildina í ár. Bæði hafa líka þurft að bíða aðeins eftir því að vinna Meistaradeildina, Barcelona frá árinu 2015 en Bayern München frá 2013, þrátt fyrir að vera með mjög öflug lið flest árin. Það er hins vegar ein staðreynd sem vekur athygli varðandi gengi Bayern München í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar undanfarin ár eins og sjá má hér fyrir neðan. 2017: Real Madrid (QF) 2018: Real Madrid (SF) 2019: Liverpool (RO16) When Bayern lose, it's to the future Champions League winners pic.twitter.com/HrOQCrxyVL— B/R Football (@brfootball) August 14, 2020 Það lið sem hefur slegið út Bayern München undanfarin þrjú tímabil hefur farið alla leið og unnið Meistaradeildina. Það gerði Liverpool í sextán liða úrslitunum -í fyrra og það gerði einnig Real Madrid bæði 2017 og 2018. Síðasta lið til að vinna Meistaradeildina án þess að slá út Bayern München var lið Real Madrid tímabilið 2015-16. Bayern datt þá út á móti nágrönnum Real í Atlético Madrid í undanúrslitunum. Þegar Barcelona vann Meistaradeildina síðast vorið 2015 þá sló Barcelona einmitt lið Bayern München út í undanúrslitunum, 5-3 samanlagt. Real Madrid sló líka Bayern München út í undanúrslitunum vorið 2014 og fór svo og vann titilinn. Þetta þýðir á síðustu sex Meistaradeildartímabilum, eða síðan að Bayern liðið vann Meistaradeildina síðast, hafa fimm lið, sem hafa slegið út Bayern, farið alla leið og fagnað sigri í Meistaradeildinni eða Liverpool (2019), Real Madrid (2014, 2017, 2918) og Barcelona (2015). Leikur Bayern München og Barcelona hefst 19.00 klukkan í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18.30 á Stöð 2 Sport 2 og leikurinn verður gerður upp strax á eftir á sömu stöð.
Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjá meira