Ráðherra sem vitnaði í Göbbels sparkað úr ríkisstjórn Kjartan Kjartansson skrifar 18. janúar 2020 13:31 Roberto Alvim brást hart við gagnrýni á ávarp sitt og sagði að um tilviljun hefði verið að ræða í orðavali. Vísir/EPA Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, rak í gær menningarmálaráðherra ríkisstjórnar sinnar sem sætti gagnrýni fyrir að hafa vísað nær orðrétt í ræðu Josephs Göbbels, áróðursmeistara nasista, þegar hann kynnti ný menningarverðlaun. Háværar raddir voru uppi um að Roberto Alvim, menningarmálaráðherra, þyrfti að taka poka sinn vegna myndbandsins sem ráðuneytið birti á samfélagsmiðli. Undir ávarpi ráðherrans hljómaði tónlist eftir Richard Wagner, uppáhaldstónskáld Adolfs Hitler. „Þetta var óheppileg yfirlýsing, jafnvel með afsökunarbeiðni hans, sem gerir stöðu hans óverjandi,“ tísti Bolsonaro í gær. Sagðist forsetinn fordæma „alræðishugmyndafræði og þjóðarmorð eins og nasisma og kommúnisma“ og hvers kyns vísanir í þær. Myndbandið þar sem Alvim vitnaði beint og óbeint í Göbbels snerist um ný menningarverðlaun sem hann sagði fyrir nýja „hetjulega og þjóðlega“ list. Fordæmdi ráðherrann vísvitandi væri verið að „sýkja“ menninguna. Washington Post segir að Alvim hafi verið einn ötulasti stríðsmaðurinn í menningarstríði ríkisstjórnar Bolsonaro. Hann hefur lýst vinstrimönnum sem „kakkalökkum“ og fordæmt listasamfélagið fyrir að sýna Bolsonaro ósanngirni. Hann kom upphaflega úr leikhúsheiminum en snerist til bókstarfstrúarkristni þegar hann greinist með lífshættulegt krabbamein. Brasilía Tengdar fréttir Brasilískur ráðherra fór með orð áróðursmeistara Hitlers Undir myndbandi sem ráðuneytið birti á samfélagsmiðli hljómaði tónlist eftir Richard Wagner, uppáhaldstónskáld Adolfs Hitler. 17. janúar 2020 15:47 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, rak í gær menningarmálaráðherra ríkisstjórnar sinnar sem sætti gagnrýni fyrir að hafa vísað nær orðrétt í ræðu Josephs Göbbels, áróðursmeistara nasista, þegar hann kynnti ný menningarverðlaun. Háværar raddir voru uppi um að Roberto Alvim, menningarmálaráðherra, þyrfti að taka poka sinn vegna myndbandsins sem ráðuneytið birti á samfélagsmiðli. Undir ávarpi ráðherrans hljómaði tónlist eftir Richard Wagner, uppáhaldstónskáld Adolfs Hitler. „Þetta var óheppileg yfirlýsing, jafnvel með afsökunarbeiðni hans, sem gerir stöðu hans óverjandi,“ tísti Bolsonaro í gær. Sagðist forsetinn fordæma „alræðishugmyndafræði og þjóðarmorð eins og nasisma og kommúnisma“ og hvers kyns vísanir í þær. Myndbandið þar sem Alvim vitnaði beint og óbeint í Göbbels snerist um ný menningarverðlaun sem hann sagði fyrir nýja „hetjulega og þjóðlega“ list. Fordæmdi ráðherrann vísvitandi væri verið að „sýkja“ menninguna. Washington Post segir að Alvim hafi verið einn ötulasti stríðsmaðurinn í menningarstríði ríkisstjórnar Bolsonaro. Hann hefur lýst vinstrimönnum sem „kakkalökkum“ og fordæmt listasamfélagið fyrir að sýna Bolsonaro ósanngirni. Hann kom upphaflega úr leikhúsheiminum en snerist til bókstarfstrúarkristni þegar hann greinist með lífshættulegt krabbamein.
Brasilía Tengdar fréttir Brasilískur ráðherra fór með orð áróðursmeistara Hitlers Undir myndbandi sem ráðuneytið birti á samfélagsmiðli hljómaði tónlist eftir Richard Wagner, uppáhaldstónskáld Adolfs Hitler. 17. janúar 2020 15:47 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Brasilískur ráðherra fór með orð áróðursmeistara Hitlers Undir myndbandi sem ráðuneytið birti á samfélagsmiðli hljómaði tónlist eftir Richard Wagner, uppáhaldstónskáld Adolfs Hitler. 17. janúar 2020 15:47