BHM gefur sex sumarbústaði í Brekkuskógi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. janúar 2020 12:15 Sex A-bústaðir í eigu BHM verða gefnir áhugasömum gegn því að þeir verði fjarlægðir af staðnum. BHM Bandalag Háskólamanna (BHM) hefur ákveðið að gefa sex sumarhús félagsins í Brekkuskógi í Bláskógabyggð gegn því að þau verði fjarlægð af svæðinu. Um er að ræða gömul A-hús, sem er barns síns tíma. Nýir og glæsilegir sumarbústaðir verða byggðar í staðinn á svæðinu. Síminn hefur ekki stoppað á skrifstofu BHM eftir að það var tilkynnt á heimasíðu félagsins að nú væri hægt að fá sex sumarbústaði orlofssjóðs gefins. Húsin sem eru A-hús eru um 40 ára gömul, 46 fermetrar að flatarmáli og standa á steyptum súlum. Húsin hafa fengið gott viðhald í gegnum árin en félagið telur að það myndi ekki svara kostnaði að ráðast í viðamikla endurnýjun á húsunum. „Þetta eru hús sem hafa þjónaða félagsmönnum afskaplega vel en nú er komið að leiðarlokum fyrir þau hús þannig að þau munu víkja núna fyrir nýjum og nútímalegri húsum sem falla betur í farveg sjóðfélaga og eru rekstrarlega hagkvæmari. Núna hefur sjóðurinn auglýst þessi hús þannig að þau fást afhent gegn þau verið sótt, við erum sem sagt að gefa þessi sex hús. Hugmyndin er kannski að í staðinn fyrir að vera að farga eða rífa húsin að setja þau þau þá frekar í hendur á áhugasömu og laghentu fólki sem getur gert sér mat úr þeim,“ segir Gissur Kolbeinsson, fjármála- og rekstrarstjóri hjá BHM Bústaðirnir eru um 40 ára gamlir og hafa þjónað félagsmönnum BHM vel í gegnum öll þessi ár.BHM En hvernig hafa viðbrögðin verið, er mikill áhugi á að fá bústaðina gefins? „Viðbrögðin hafa verið afskaplega góð. Við höfðum áhyggjur af því að það myndi ganga treglega að koma þeim út en þetta hefur slegið í gegn. Fólk hefur verið duglegt að hafa samband frá öllum landshlutum þannig að ég á ekki von á öðru en að húsin fari,“ segir Gissur. Gissur segir að sex nýir sumarbústaðir verði byggðir í Brekkuskógi í stað þessara sex sem verða gefnir. En hvað á BHM marga sumarbústaði í dag? „Við eigum um sextíu eignir en erum með um hundrað eignir í útleigu á háanna tíma sem er þá sumartíminn. Eignirnar eru alltaf vinsælar, helgarnar voru lengi vel vinsælasti tíminn yfir veturinn en við erum að sjá að þróunin er aðeins að breytast þannig að leigan er alltaf að færst í auknu mæli inn í vikuna þannig að það er virkilega jákvætt,“ segir Gissur. Bláskógabyggð Kjaramál Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Fleiri fréttir Borgin firraði sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira
Bandalag Háskólamanna (BHM) hefur ákveðið að gefa sex sumarhús félagsins í Brekkuskógi í Bláskógabyggð gegn því að þau verði fjarlægð af svæðinu. Um er að ræða gömul A-hús, sem er barns síns tíma. Nýir og glæsilegir sumarbústaðir verða byggðar í staðinn á svæðinu. Síminn hefur ekki stoppað á skrifstofu BHM eftir að það var tilkynnt á heimasíðu félagsins að nú væri hægt að fá sex sumarbústaði orlofssjóðs gefins. Húsin sem eru A-hús eru um 40 ára gömul, 46 fermetrar að flatarmáli og standa á steyptum súlum. Húsin hafa fengið gott viðhald í gegnum árin en félagið telur að það myndi ekki svara kostnaði að ráðast í viðamikla endurnýjun á húsunum. „Þetta eru hús sem hafa þjónaða félagsmönnum afskaplega vel en nú er komið að leiðarlokum fyrir þau hús þannig að þau munu víkja núna fyrir nýjum og nútímalegri húsum sem falla betur í farveg sjóðfélaga og eru rekstrarlega hagkvæmari. Núna hefur sjóðurinn auglýst þessi hús þannig að þau fást afhent gegn þau verið sótt, við erum sem sagt að gefa þessi sex hús. Hugmyndin er kannski að í staðinn fyrir að vera að farga eða rífa húsin að setja þau þau þá frekar í hendur á áhugasömu og laghentu fólki sem getur gert sér mat úr þeim,“ segir Gissur Kolbeinsson, fjármála- og rekstrarstjóri hjá BHM Bústaðirnir eru um 40 ára gamlir og hafa þjónað félagsmönnum BHM vel í gegnum öll þessi ár.BHM En hvernig hafa viðbrögðin verið, er mikill áhugi á að fá bústaðina gefins? „Viðbrögðin hafa verið afskaplega góð. Við höfðum áhyggjur af því að það myndi ganga treglega að koma þeim út en þetta hefur slegið í gegn. Fólk hefur verið duglegt að hafa samband frá öllum landshlutum þannig að ég á ekki von á öðru en að húsin fari,“ segir Gissur. Gissur segir að sex nýir sumarbústaðir verði byggðir í Brekkuskógi í stað þessara sex sem verða gefnir. En hvað á BHM marga sumarbústaði í dag? „Við eigum um sextíu eignir en erum með um hundrað eignir í útleigu á háanna tíma sem er þá sumartíminn. Eignirnar eru alltaf vinsælar, helgarnar voru lengi vel vinsælasti tíminn yfir veturinn en við erum að sjá að þróunin er aðeins að breytast þannig að leigan er alltaf að færst í auknu mæli inn í vikuna þannig að það er virkilega jákvætt,“ segir Gissur.
Bláskógabyggð Kjaramál Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Fleiri fréttir Borgin firraði sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira