Gísli Örn á fullu í verbúðum og byrjaður í kaffinu á morgnana Rakel Sveinsdóttir skrifar 25. janúar 2020 10:00 Gísli Örn Garðarson er leikstjóri og leikari og þekkir því stjórnun frá ýmsum hliðum. Hvað einkennir Gísla Örn og hvernig skipuleggur hann sig? Vísir/Vilhelm Á laugardögum ætlar Atvinnulíf að eiga kaffispjall við fólk sem er í ólíkum stjórnendastöðum og þá helst einstaklinga sem við sjáum sjaldnast í viðskiptafréttum eða veltum fyrir okkur sem stjórnanda. Til að átta okkur aðeins á hverjum karakter munum við alltaf spyrja um: Hvenær vaknar þú á morgnana, hvað er það fyrsta sem þú gerir þá og hvenær ferðu að sofa á kvöldin. Við spyrjum líka um skipulagið. Kaffispjall dagsins er við leikstjórann og leikarann Gísla Örn Garðarson. Hvenær vaknar þú á morgnana? ,,Klukkan 07.20“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? ,,Spyr börnin hvort það séu ekki allir til í 10 mínútur í viðbót. Svo því miður kíki ég allt of snemma á símann og er farinn að gera eitthvað sem ég gerði aldrei áður, sem er að fá mér kaffi fyrst af öllu.“ Hvernig myndir þú lýsa þér sem barni og getur þú tengt þá lýsingu við það sem þú gerir í dag? ,,Ætli ég myndi ekki segja að ég hafi helst til verið hlédrægur. Kurteis og frekar rólegur. Ég eyddi svo mörgum dögum í fimleikasal að ég gerði varla neitt annað. Ég er ekki eins feiminn og ég var. Ég er orðinn betri í að tjá mig líklega. En færðist að öðru leiti mikið til úr fimleikasalnum yfir í leikhúsið.“ Hvað ertu helst að sýsla við þessa dagana? ,,Ég er að undirbúa framleiðslu á 8 þátta sjónvarpsseríu sem ber heitið Verbúðin. Þetta er eitt viðamesta verkefni sem ég hef fengist við, svo það er lítill tími fyrir annað sem stendur. Tökur hefjast í mars og standa fram í júlí. Auk þess er ég samt með nokkur spennandi leikhúsverkefni á teikniborðinu.“ Sjá einnig: Borgarleikhúsið setur upp verk um Villa Vill: „Tvær hliðar á sömu plötunni“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? ,,Ég treysti á að ég muni það mikilvægasta. Minnið hentar mér ágætlega, því stundum fæ ég hugmyndir sem mér þykja frábærar, en svo er ég kannski búinn að gleyma þeim eftir nokkra daga, sem segir mér að þær voru kannski ekkert sérstakar. Varðandi dags daglega hluti eins og fundi og þess háttar, þá reyni ég að muna að setja það í síman. Annars lendi ég of oft í að gleyma því.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? ,,Reyni eftir fremsta megni að ná í svefn fyrir miðnætti.“ Leikhús Tengdar fréttir Fer oftast of seint að sofa og nýtir tæknina fyrir skipulagið Hulda Bjarnadóttir viðurkennir að hún fer oftast of seint að sofa. Hún nýtir tæknina til að skipuleggja sig og finnst best að draga upp stóru myndina þegar hún byrjar á verkefnum. 1. febrúar 2020 10:00 Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Í vinnutengdri ástarsorg Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Um forvitna yfirmanninn Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Sjá meira
Á laugardögum ætlar Atvinnulíf að eiga kaffispjall við fólk sem er í ólíkum stjórnendastöðum og þá helst einstaklinga sem við sjáum sjaldnast í viðskiptafréttum eða veltum fyrir okkur sem stjórnanda. Til að átta okkur aðeins á hverjum karakter munum við alltaf spyrja um: Hvenær vaknar þú á morgnana, hvað er það fyrsta sem þú gerir þá og hvenær ferðu að sofa á kvöldin. Við spyrjum líka um skipulagið. Kaffispjall dagsins er við leikstjórann og leikarann Gísla Örn Garðarson. Hvenær vaknar þú á morgnana? ,,Klukkan 07.20“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? ,,Spyr börnin hvort það séu ekki allir til í 10 mínútur í viðbót. Svo því miður kíki ég allt of snemma á símann og er farinn að gera eitthvað sem ég gerði aldrei áður, sem er að fá mér kaffi fyrst af öllu.“ Hvernig myndir þú lýsa þér sem barni og getur þú tengt þá lýsingu við það sem þú gerir í dag? ,,Ætli ég myndi ekki segja að ég hafi helst til verið hlédrægur. Kurteis og frekar rólegur. Ég eyddi svo mörgum dögum í fimleikasal að ég gerði varla neitt annað. Ég er ekki eins feiminn og ég var. Ég er orðinn betri í að tjá mig líklega. En færðist að öðru leiti mikið til úr fimleikasalnum yfir í leikhúsið.“ Hvað ertu helst að sýsla við þessa dagana? ,,Ég er að undirbúa framleiðslu á 8 þátta sjónvarpsseríu sem ber heitið Verbúðin. Þetta er eitt viðamesta verkefni sem ég hef fengist við, svo það er lítill tími fyrir annað sem stendur. Tökur hefjast í mars og standa fram í júlí. Auk þess er ég samt með nokkur spennandi leikhúsverkefni á teikniborðinu.“ Sjá einnig: Borgarleikhúsið setur upp verk um Villa Vill: „Tvær hliðar á sömu plötunni“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? ,,Ég treysti á að ég muni það mikilvægasta. Minnið hentar mér ágætlega, því stundum fæ ég hugmyndir sem mér þykja frábærar, en svo er ég kannski búinn að gleyma þeim eftir nokkra daga, sem segir mér að þær voru kannski ekkert sérstakar. Varðandi dags daglega hluti eins og fundi og þess háttar, þá reyni ég að muna að setja það í síman. Annars lendi ég of oft í að gleyma því.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? ,,Reyni eftir fremsta megni að ná í svefn fyrir miðnætti.“
Leikhús Tengdar fréttir Fer oftast of seint að sofa og nýtir tæknina fyrir skipulagið Hulda Bjarnadóttir viðurkennir að hún fer oftast of seint að sofa. Hún nýtir tæknina til að skipuleggja sig og finnst best að draga upp stóru myndina þegar hún byrjar á verkefnum. 1. febrúar 2020 10:00 Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Í vinnutengdri ástarsorg Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Um forvitna yfirmanninn Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Sjá meira
Fer oftast of seint að sofa og nýtir tæknina fyrir skipulagið Hulda Bjarnadóttir viðurkennir að hún fer oftast of seint að sofa. Hún nýtir tæknina til að skipuleggja sig og finnst best að draga upp stóru myndina þegar hún byrjar á verkefnum. 1. febrúar 2020 10:00