Klúður í Gettu betur: „Okkur fannst þetta eitthvað skrítið“ Jakob Bjarnar skrifar 16. janúar 2020 11:19 Lið Menntaskólans á Ísafirði skipa Davíð Hjaltason, Einar Geir Jónasson og Þuríður Kristín Þorsteinsdóttir. Þau þurfa að takast á við Austfirðinga, aftur. Menntaskólinn á Ísafirði Svo óheppilega vildi til að misbrestur var á framkvæmd viðureignar Menntaskólans á Ísafirði og Verkmenntaskóla Austurlands í 2. umferð Gettu betur-keppninnar sem fram fór á þriðjudaginn. Þetta er alveg ný staða í langri sögu þessarar spurningakeppni framhaldsskólanna. Austfirðingar sigruðu með 21 stigi gegn 19 stigum Ísfirðinga. En, seinna kom á daginn að í hraðaspurningunum fengu Austfirðingarnir heilar 17 sekúndur aukalega. Í samtali Vísis við sérfróða fyrrum keppendur kemur fram að hraðaspurningarnar eru algert lykilatriði í keppninni. Ísfirðingar tóku tímann eftir á „Okkur fannst þetta eitthvað skrítið. En, héldum fyrst að þau hefðu bara svarað fleiri spurningum. En, svo hlustuðum við á þetta eftir á og þá kom á daginn að þau fengu að heyra miklu fleiri spurningar. Við tókum tímann,“ segir Einar Geir Jónasson, sem er í forsvari fyrir liðið. Einar Geir segir að á þessum 17 sekúndum sem Austfirðingarnir fengu aukreitis höluðu þeir inn fjögur stig og að þeim frádregnum þá hefðu leikar farið 19 – 17 fyrir menntskælinga fyrir vestan. Einar Geir segir að tæknilega hafi lið MÍ sigrað en hann setur það ekki fyrir sig að endurtaka keppnina. Ísfirðingarnir kvörtuðu undan þessu við aðstandendur keppninnar og að sögn Einars Geirs voru viðbrögð skjót og góð úr þeim herbúðum. Hann segir að gripið hafi verið til þess, þó á daginn hafi komið að MÍ hafi í raun unnið keppnina, að endurtaka leikinn. Ísfirðingarnir ætla sér í sjónvarpssal Stefnt er að því að viðureignin fari fram klukkan fimm í dag, þá ekki í beinni útsendingu en það er háð því að nemar við Verkmenntaskólann komist til Egilsstaða þar sem hljóðstofan er. Einar Geir tekur þessu tilstandi af stakri ró. En, hann segir að liðið ætli auðvitað að hefna og sigra leikinn. „Þetta eru bara mistök og við tökum því vel. Fínt að fá tækifæri til að endurtaka leikinn. Við unnum leikinn tæknilega séð en þau vildu frekar endurtaka leikinn en gefa okkur það. Það hefði líka verið leiðinlegt þeirra vegna. Búið að lofa þeim sæti í 3. umferð, þannig að við skiljum það alveg.“ Gettu betur-teymið lenti í klandri í annarri umferð en tæknileg mistök urðu til þess að endurtaka þarf viðureign Austfirðinga og Ísfirðinga.Gettu betur Sigur þýðir að liðið komist áfram í 3. umferð, sem fer fram í sjónvarpinu og þangað hefur MÍ aðeins einu sinni áður komist. Þannig að það er mikið undir. Svekkjandi fyrir Austfirðinga Ríkisútvarpið hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem mistökin veru hörmuð og eru hlutaðeigandi beðnir innilega afsökunar. En, Austfirðingar eru gramir. „Já, auðvitað,“ segir Kristjana Arnardóttir spyrill keppninnar í samtali við Vísi. „Eðlilega. En, þetta er sambland af tæknilegum og mannlegum mistökum sem komu ekki í ljós fyrr en allir voru komnir heim. Erfitt að bregðast við á staðnum.“ Kristjana segir skiljanlegt að Austfirðingarnir séu svekktir en þetta sé sanngjarnast í hinni gremjulegu stöðu sem upp er komin. Kristjana segir þetta eina leikinn í stöðunni í þeirri stöðu sem upp er komin. „Við viljum hafa þetta eins sanngjarnt og mögulegt er. Stefnan hjá okkur er sú að ákvörðun dómara og þá varðandi spurningar, henni er ekki breytt eftir á. En þegar svona tæknileg mál eru annars vegar er ekkert hægt að líta fram hjá því. Þetta er staðan eins ömurleg og hún er.“ En, svekkjandi fyrir keppendur Verkmenntaskólans á Austurlandi, sem töldu sig vera komna áfram og alla leið í sjónvarpssal? „Að sjálfsögðu. En, Austfirðingar átta sig á því að þeir fá 17 sekúndur aukalega og það er það sem ræður úrslitum. Því miður. En, ef við hefðum haldið áfram svona, og endurtaka ekki leikinn, þá sefur enginn vel á nóttunni.“ Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Skóla- og menntamál Gettu betur Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Fleiri fréttir Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sjá meira
Svo óheppilega vildi til að misbrestur var á framkvæmd viðureignar Menntaskólans á Ísafirði og Verkmenntaskóla Austurlands í 2. umferð Gettu betur-keppninnar sem fram fór á þriðjudaginn. Þetta er alveg ný staða í langri sögu þessarar spurningakeppni framhaldsskólanna. Austfirðingar sigruðu með 21 stigi gegn 19 stigum Ísfirðinga. En, seinna kom á daginn að í hraðaspurningunum fengu Austfirðingarnir heilar 17 sekúndur aukalega. Í samtali Vísis við sérfróða fyrrum keppendur kemur fram að hraðaspurningarnar eru algert lykilatriði í keppninni. Ísfirðingar tóku tímann eftir á „Okkur fannst þetta eitthvað skrítið. En, héldum fyrst að þau hefðu bara svarað fleiri spurningum. En, svo hlustuðum við á þetta eftir á og þá kom á daginn að þau fengu að heyra miklu fleiri spurningar. Við tókum tímann,“ segir Einar Geir Jónasson, sem er í forsvari fyrir liðið. Einar Geir segir að á þessum 17 sekúndum sem Austfirðingarnir fengu aukreitis höluðu þeir inn fjögur stig og að þeim frádregnum þá hefðu leikar farið 19 – 17 fyrir menntskælinga fyrir vestan. Einar Geir segir að tæknilega hafi lið MÍ sigrað en hann setur það ekki fyrir sig að endurtaka keppnina. Ísfirðingarnir kvörtuðu undan þessu við aðstandendur keppninnar og að sögn Einars Geirs voru viðbrögð skjót og góð úr þeim herbúðum. Hann segir að gripið hafi verið til þess, þó á daginn hafi komið að MÍ hafi í raun unnið keppnina, að endurtaka leikinn. Ísfirðingarnir ætla sér í sjónvarpssal Stefnt er að því að viðureignin fari fram klukkan fimm í dag, þá ekki í beinni útsendingu en það er háð því að nemar við Verkmenntaskólann komist til Egilsstaða þar sem hljóðstofan er. Einar Geir tekur þessu tilstandi af stakri ró. En, hann segir að liðið ætli auðvitað að hefna og sigra leikinn. „Þetta eru bara mistök og við tökum því vel. Fínt að fá tækifæri til að endurtaka leikinn. Við unnum leikinn tæknilega séð en þau vildu frekar endurtaka leikinn en gefa okkur það. Það hefði líka verið leiðinlegt þeirra vegna. Búið að lofa þeim sæti í 3. umferð, þannig að við skiljum það alveg.“ Gettu betur-teymið lenti í klandri í annarri umferð en tæknileg mistök urðu til þess að endurtaka þarf viðureign Austfirðinga og Ísfirðinga.Gettu betur Sigur þýðir að liðið komist áfram í 3. umferð, sem fer fram í sjónvarpinu og þangað hefur MÍ aðeins einu sinni áður komist. Þannig að það er mikið undir. Svekkjandi fyrir Austfirðinga Ríkisútvarpið hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem mistökin veru hörmuð og eru hlutaðeigandi beðnir innilega afsökunar. En, Austfirðingar eru gramir. „Já, auðvitað,“ segir Kristjana Arnardóttir spyrill keppninnar í samtali við Vísi. „Eðlilega. En, þetta er sambland af tæknilegum og mannlegum mistökum sem komu ekki í ljós fyrr en allir voru komnir heim. Erfitt að bregðast við á staðnum.“ Kristjana segir skiljanlegt að Austfirðingarnir séu svekktir en þetta sé sanngjarnast í hinni gremjulegu stöðu sem upp er komin. Kristjana segir þetta eina leikinn í stöðunni í þeirri stöðu sem upp er komin. „Við viljum hafa þetta eins sanngjarnt og mögulegt er. Stefnan hjá okkur er sú að ákvörðun dómara og þá varðandi spurningar, henni er ekki breytt eftir á. En þegar svona tæknileg mál eru annars vegar er ekkert hægt að líta fram hjá því. Þetta er staðan eins ömurleg og hún er.“ En, svekkjandi fyrir keppendur Verkmenntaskólans á Austurlandi, sem töldu sig vera komna áfram og alla leið í sjónvarpssal? „Að sjálfsögðu. En, Austfirðingar átta sig á því að þeir fá 17 sekúndur aukalega og það er það sem ræður úrslitum. Því miður. En, ef við hefðum haldið áfram svona, og endurtaka ekki leikinn, þá sefur enginn vel á nóttunni.“
Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Skóla- og menntamál Gettu betur Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Fleiri fréttir Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sjá meira