Í minningu Ölla: Hvernig leikmaður var Örlygur Aron Sturluson? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2020 14:15 Fimmtudagurinn 16. janúar 2020 er tileinkaður Örlygi Aroni Sturlusyni. Mynd7S2 Sport Í tilefni af þætti Domino´s Körfuboltakvölds „Í minningu Ölla“ voru nokkrir kunnir kappar fengnir til að segja frá Örlygi Aroni Sturlusyni og þeir fóru meðal annars yfir það hvernig leikmaður hann var. Á morgun, fimmtudaginn 16. janúar, verða tuttugu ár liðin frá því að körfuboltamaðurinn Örlygur Aron Sturluson lést af slysförum. Stöð 2 Sport um tjalda öllu til þennan daginn því kl. 18.10 verður sýnd viðureign Njarðvíkur og Keflavíkur frá árinu 1999 og kl. 19.40 verður Domino´s Körfuboltakvöld með „Í minningu Ölla“ í beinni frá Njarðtaksgryfjunni Örlygur Aron Sturluson var í aðalhlutverki með toppliði Njarðvíkur í úrslitadeild karla og var búinn að vinna sér sæti í íslenska A-landsliðinu. Á síðasta tímabili sínu með Njarðvík þá var Örlygur Aron Sturluson með 13,8 stig og 5,3 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu þrettán leikjum tímabilsins. Örlygur Aron hafði þá bæði farið á kostum í úrslitakeppni þegar Njarðvík vann Íslandsmeistaratitilinn 1998 og átti líka að baki eitt tímabil með Charlotte Christian School í bandaríska high school körfuboltanum. Í þriðja síðasta leik sínum með Njarðvík var Örlygur Aron með 18 stig og 11 stoðsendingar í þriggja stiga sigri á nágrönnunum í Keflavík. Hann hafði áður náð þrennu í sigri á Snæfelli í nóvember (18 stig, 12 fráköst og 10 stoðsendingar). Hér fyrir neðan má sjá Hlyn Bæringsson, Benedikt Guðmundsson, Hermann Hauksson, Helga Má Magnússon, Jón Arnór Stefánsson, Örvar Þór Kristjánsson, Páll Kristinsson, Friðrik Ragnarsson, Sævar Sævarsson, Sæmundur Oddsson og Einar Árni Jóhannsson lýsa því hvernig leikmaður Örlygur Aron Sturluson var. Á milli má sjá svipmyndir af Örlygi inn á vellinum. Klippa: Í minningu Ölla: Hvernig leikmaður var Örlygur Aron Sturluson? Körfuboltastórveldin Njarðvík og Keflavík munu mætast strax á eftir „Í minningu Ölla“ en leikurinn fer fram í Njarðtaksgryfjunni og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Allur aðgangseyrir á leikinn mun renna óskiptur í Minningarsjóð Ölla en sjóður Ölla styrkir börn til íþróttaiðkunar sem ekki eiga kost á því vegna bágrar fjárhagsstöðu foreldra eða umsjónarmanna. Að leik loknum eða kl. 22.15 mun Stöð 2 Sport svo sýna heimildarmyndina „Ölli“ eftir Garðar Örn Arnarson. Reykjanesbær iðar við hverja innansveitarkrónikuna enda leikirnir alltaf eitt mesta afbragð íslensks körfubolta. Ekki láta þig vanta í Gryfjuna fimmtudaginn 16. janúar og þeir sem eiga ekki heimangengt fylgjast auðvitað með gangi mála á Stöð 2 Sport. Þeir sem vilja leggja málefninu lið geta lagt inn á reikning sjóðsins:0322-26-021585, kt. 461113-1090. Allur sá peningur sem safnast fer í að styrkja börn til íþróttaiðkunar. Forsvarsmenn sjóðsins gefa sína vinnu sem og allir þeir sem að starfseminni koma. Dominos-deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Sjá meira
Í tilefni af þætti Domino´s Körfuboltakvölds „Í minningu Ölla“ voru nokkrir kunnir kappar fengnir til að segja frá Örlygi Aroni Sturlusyni og þeir fóru meðal annars yfir það hvernig leikmaður hann var. Á morgun, fimmtudaginn 16. janúar, verða tuttugu ár liðin frá því að körfuboltamaðurinn Örlygur Aron Sturluson lést af slysförum. Stöð 2 Sport um tjalda öllu til þennan daginn því kl. 18.10 verður sýnd viðureign Njarðvíkur og Keflavíkur frá árinu 1999 og kl. 19.40 verður Domino´s Körfuboltakvöld með „Í minningu Ölla“ í beinni frá Njarðtaksgryfjunni Örlygur Aron Sturluson var í aðalhlutverki með toppliði Njarðvíkur í úrslitadeild karla og var búinn að vinna sér sæti í íslenska A-landsliðinu. Á síðasta tímabili sínu með Njarðvík þá var Örlygur Aron Sturluson með 13,8 stig og 5,3 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu þrettán leikjum tímabilsins. Örlygur Aron hafði þá bæði farið á kostum í úrslitakeppni þegar Njarðvík vann Íslandsmeistaratitilinn 1998 og átti líka að baki eitt tímabil með Charlotte Christian School í bandaríska high school körfuboltanum. Í þriðja síðasta leik sínum með Njarðvík var Örlygur Aron með 18 stig og 11 stoðsendingar í þriggja stiga sigri á nágrönnunum í Keflavík. Hann hafði áður náð þrennu í sigri á Snæfelli í nóvember (18 stig, 12 fráköst og 10 stoðsendingar). Hér fyrir neðan má sjá Hlyn Bæringsson, Benedikt Guðmundsson, Hermann Hauksson, Helga Má Magnússon, Jón Arnór Stefánsson, Örvar Þór Kristjánsson, Páll Kristinsson, Friðrik Ragnarsson, Sævar Sævarsson, Sæmundur Oddsson og Einar Árni Jóhannsson lýsa því hvernig leikmaður Örlygur Aron Sturluson var. Á milli má sjá svipmyndir af Örlygi inn á vellinum. Klippa: Í minningu Ölla: Hvernig leikmaður var Örlygur Aron Sturluson? Körfuboltastórveldin Njarðvík og Keflavík munu mætast strax á eftir „Í minningu Ölla“ en leikurinn fer fram í Njarðtaksgryfjunni og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Allur aðgangseyrir á leikinn mun renna óskiptur í Minningarsjóð Ölla en sjóður Ölla styrkir börn til íþróttaiðkunar sem ekki eiga kost á því vegna bágrar fjárhagsstöðu foreldra eða umsjónarmanna. Að leik loknum eða kl. 22.15 mun Stöð 2 Sport svo sýna heimildarmyndina „Ölli“ eftir Garðar Örn Arnarson. Reykjanesbær iðar við hverja innansveitarkrónikuna enda leikirnir alltaf eitt mesta afbragð íslensks körfubolta. Ekki láta þig vanta í Gryfjuna fimmtudaginn 16. janúar og þeir sem eiga ekki heimangengt fylgjast auðvitað með gangi mála á Stöð 2 Sport. Þeir sem vilja leggja málefninu lið geta lagt inn á reikning sjóðsins:0322-26-021585, kt. 461113-1090. Allur sá peningur sem safnast fer í að styrkja börn til íþróttaiðkunar. Forsvarsmenn sjóðsins gefa sína vinnu sem og allir þeir sem að starfseminni koma.
Dominos-deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Sjá meira