„Í dag erum við öll Vestfirðingar“ Sunna Sæmundsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 15. janúar 2020 10:25 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, í samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíðinni í morgun. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sat fund í samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógarhlíð í morgun með viðbragðsaðilum vegna snjóflóðanna sem féllu á Flateyri og Suðureyri í gærkvöldi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, sat einnig fundinn. Fréttastofa ræddi við Katrínu eftir fundinn sem sagði ljóst að þarna hefðu orðið miklar hamfarir og að tryggja yrði áfallahjálp fyrir alla íbúa á svæðunum. Hún sagði að á fundinum hefði verið farið stöðuna frá miðnætti. Það hefði legið fyrir að búið var að spá slæmu veðri. Mikilvægt var að búið var að senda varðskipið Þór vestur þannig að það gat brugðist við og ferjað björgunarsveitarmenn inn á Flateyri. „Allir viðbragðsaðilar hafa verið á fullu og það er verið að setja upp fjöldahjálparstöð eins og hefur komið fram. Það er ljóst auðvitað og ég held að ég tali fyrir hönd okkar allra að atburðirnir 1995 rifjast auðvitað upp fyrir okkur öllum og ég held að það sé ljóst að við verðum að tryggja áfallahjálp fyrir alla íbúa á svæðunum því þetta er auðvitað stórflóð, miklar hamfarir sem þarna hafa orðið, þótt það sé um leið mikil blessun að ekkert manntjón hafi orðið,“ sagði Katrín í samtali við fréttastofu laust fyrir klukkan 10 í morgun. 25 ár eru síðan tuttugu manns fórust í snjóflóði sem féll á Flateyri þann 26. október 1995. Þá sagði hún að enn yrði að hafa varann á því enn væri mjög vont veður. Áfram væri fylgst með stöðunni. „Það er erfitt að meta stöðuna í fjöllunum fyrr en það birtir þannig að þó að, eins og ég segi, ekkert manntjón hafi orðið þá er ekki tímabært að slaka á. Við þurfum að vera á vaktinni áfram. Síðan er alveg ljóst, og það mun auðvitað koma til kasta til réttra aðila, að það hefur orðið mikið eignatjón. Það verður auðvitað farið yfir það á réttum vettvangi í kjölfarið og ekki hægt að meta í raun og veru hvert það tjón er enn þá,“ sagði Katrín. Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sat fund í samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógarhlíð í morgun með viðbragðsaðilum vegna snjóflóðanna sem féllu á Flateyri og Suðureyri í gærkvöldi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, sat einnig fundinn. Fréttastofa ræddi við Katrínu eftir fundinn sem sagði ljóst að þarna hefðu orðið miklar hamfarir og að tryggja yrði áfallahjálp fyrir alla íbúa á svæðunum. Hún sagði að á fundinum hefði verið farið stöðuna frá miðnætti. Það hefði legið fyrir að búið var að spá slæmu veðri. Mikilvægt var að búið var að senda varðskipið Þór vestur þannig að það gat brugðist við og ferjað björgunarsveitarmenn inn á Flateyri. „Allir viðbragðsaðilar hafa verið á fullu og það er verið að setja upp fjöldahjálparstöð eins og hefur komið fram. Það er ljóst auðvitað og ég held að ég tali fyrir hönd okkar allra að atburðirnir 1995 rifjast auðvitað upp fyrir okkur öllum og ég held að það sé ljóst að við verðum að tryggja áfallahjálp fyrir alla íbúa á svæðunum því þetta er auðvitað stórflóð, miklar hamfarir sem þarna hafa orðið, þótt það sé um leið mikil blessun að ekkert manntjón hafi orðið,“ sagði Katrín í samtali við fréttastofu laust fyrir klukkan 10 í morgun. 25 ár eru síðan tuttugu manns fórust í snjóflóði sem féll á Flateyri þann 26. október 1995. Þá sagði hún að enn yrði að hafa varann á því enn væri mjög vont veður. Áfram væri fylgst með stöðunni. „Það er erfitt að meta stöðuna í fjöllunum fyrr en það birtir þannig að þó að, eins og ég segi, ekkert manntjón hafi orðið þá er ekki tímabært að slaka á. Við þurfum að vera á vaktinni áfram. Síðan er alveg ljóst, og það mun auðvitað koma til kasta til réttra aðila, að það hefur orðið mikið eignatjón. Það verður auðvitað farið yfir það á réttum vettvangi í kjölfarið og ekki hægt að meta í raun og veru hvert það tjón er enn þá,“ sagði Katrín.
Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira