Dvelur þrjá mánuði á ári erlendis og finnst erfitt að geta ekki verið á mörgum stöðum í einu Stefán Árni Pálsson skrifar 15. janúar 2020 10:30 Guðlaugur Þór Þórðarson er utanríkisráðherra. Hann er harðduglegur, fylginn sér og einn harðasti stuðningsmaður Liverpool á Íslandi. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi hitti Kristín Ruth Jónsdóttir Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra eldsnemma að morgni þegar hann var að taka sig til fyrir daginn og fékk að kynnast því hver hann er, þegar hann er ekki umdeildur stjórnmálamaður. „Ef ég er heima þá byrjar dagurinn svona. Ég var að taka það saman um daginn og þá kom í ljós að í fyrra var 93 daga í burtu og í ár verð ég 84 daga að heiman, svo þetta er allt á réttri leið,“ segir Guðlaugur. „Það bara fylgir því að vera utanríkisráðherra að það eru ákveðnir fundir sem þú verður að mæta á. Auðvitað er það þannig að sama hversu mikið fjarskiptum fer fram, það kemur ekkert í staðinn fyrir mannleg samskipti. Stór partur af þessu eru að vera í persónulegum samskiptum við þær þjóðir sem við erum mest í samskiptum við.“ Guðlaugur býr í Grafarvoginum ásamt fjölskyldu sinni. Einn daginn fjárfesti Guðlaugur í bát sem ber nefnið Ljótur og var draumurinn að sigla á honum í vinnuna. Kristín og Gunnlaugur tóku daginn snemma í Grafarvoginum. „Þetta var ein af mörgum vondum fjárfestingum sem maður hefur farið í. Hann fór aldrei á flot og ég veit að það er aðili hér í Grafarvoginum sem siglir stundum í vinnuna. Ég hef eytt áratugum í umferðinni hér og það er styttra að sigla. En ég er ekki ennþá kominn á þann stað,“ segir Guðlaugur en það var eiginkona hans Ágústa Johnson sem gaf bátnum nafnið Ljótur og kom nafnið fyrst í huga hennar þegar hún sá bátinn í fyrsta sinn. Guðlaugur nýtur sín vel í starfinu og það virðist ekkert fá á hann að flakka heimshornanna á milli. „Ég lít svo á að það eru forréttindi að fá að þjóna þjóðinni. Ég hef sterka réttlætiskennd og ég vil breyta. Ég er mjög þakklátur fyrir það að hafa fengið það traust frá kjósendum. Ef maður er í þessu verður maður að leggja sig allan fram.“ Í þættinum kom fram að Gulli er ekki mikill morgunmaður en reynir samt sem áður að fara sem oftast í göngu með hundinn Mána klukkan sjö. Í starfi hefur Guðlaugur komið til fátækra landa og segir hann það hafa opnað augu hans fyrir því hversu heppin við Íslendingar erum í raun. „Það erfiðasta við það að vera utanríkisráðherra er að geta ekki verið á tveimur eða þremur stöðum í einu. Ég lendi alltaf í því.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Vance á von á barni Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Halla T meðal sofandi risa Menning Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira
Hann er harðduglegur, fylginn sér og einn harðasti stuðningsmaður Liverpool á Íslandi. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi hitti Kristín Ruth Jónsdóttir Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra eldsnemma að morgni þegar hann var að taka sig til fyrir daginn og fékk að kynnast því hver hann er, þegar hann er ekki umdeildur stjórnmálamaður. „Ef ég er heima þá byrjar dagurinn svona. Ég var að taka það saman um daginn og þá kom í ljós að í fyrra var 93 daga í burtu og í ár verð ég 84 daga að heiman, svo þetta er allt á réttri leið,“ segir Guðlaugur. „Það bara fylgir því að vera utanríkisráðherra að það eru ákveðnir fundir sem þú verður að mæta á. Auðvitað er það þannig að sama hversu mikið fjarskiptum fer fram, það kemur ekkert í staðinn fyrir mannleg samskipti. Stór partur af þessu eru að vera í persónulegum samskiptum við þær þjóðir sem við erum mest í samskiptum við.“ Guðlaugur býr í Grafarvoginum ásamt fjölskyldu sinni. Einn daginn fjárfesti Guðlaugur í bát sem ber nefnið Ljótur og var draumurinn að sigla á honum í vinnuna. Kristín og Gunnlaugur tóku daginn snemma í Grafarvoginum. „Þetta var ein af mörgum vondum fjárfestingum sem maður hefur farið í. Hann fór aldrei á flot og ég veit að það er aðili hér í Grafarvoginum sem siglir stundum í vinnuna. Ég hef eytt áratugum í umferðinni hér og það er styttra að sigla. En ég er ekki ennþá kominn á þann stað,“ segir Guðlaugur en það var eiginkona hans Ágústa Johnson sem gaf bátnum nafnið Ljótur og kom nafnið fyrst í huga hennar þegar hún sá bátinn í fyrsta sinn. Guðlaugur nýtur sín vel í starfinu og það virðist ekkert fá á hann að flakka heimshornanna á milli. „Ég lít svo á að það eru forréttindi að fá að þjóna þjóðinni. Ég hef sterka réttlætiskennd og ég vil breyta. Ég er mjög þakklátur fyrir það að hafa fengið það traust frá kjósendum. Ef maður er í þessu verður maður að leggja sig allan fram.“ Í þættinum kom fram að Gulli er ekki mikill morgunmaður en reynir samt sem áður að fara sem oftast í göngu með hundinn Mána klukkan sjö. Í starfi hefur Guðlaugur komið til fátækra landa og segir hann það hafa opnað augu hans fyrir því hversu heppin við Íslendingar erum í raun. „Það erfiðasta við það að vera utanríkisráðherra er að geta ekki verið á tveimur eða þremur stöðum í einu. Ég lendi alltaf í því.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Vance á von á barni Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Halla T meðal sofandi risa Menning Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira