Snaps opnar nýjan stað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. janúar 2020 07:30 Veitingastaðurinn Snaps við Óðinstorg í miðbæ Reykjavíkur er einn vinsælasti veitingastaður bæjarins. Vísir/Vilhelm Stefnt er að því að opna vínbar við Óðinstorg með vorinu. Það staðfestir fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt í samtali við Vísi. Vín og léttir réttir verða á boðstólnum en staðurinn verður rekinn samhliða Snaps. Birgir Þór seldi á síðasta ári húsnæði við Bergstaðastræti 2 þar sem hann velti fyrir sér um tíma að opna vínbar. „Hugmyndin fluttist eiginlega frá Bergstaðastræti upp á Óðinsstræti,“ segir Birgir Þór. Birgir velti fyrir sér að opna vínbarinn í þessu rauða húsi við Bergstaðastræti 2. Hann féll frá hugmyndinni og seldi húsið í fyrra.Vísir/Vilhelm Vínbarinn verður á horninu þar sem kaffihúsið C is for Cookie var starfrækt þar til í febrúar. „Ég tók það húsnæði á leigu og taldi að það væri kannski aðeins skemmtilegra að hafa vínbarinn við hliðina á Snaps heldur en að hafa staðina hvorn á sínum staðnum.“ Framkvæmdir hafa staðið yfir á Týsgötu og Óðinsgötu og dregist á langinn. „Þær hafa tekið miklu lengri tíma en átti að taka og það er enn verið að vinna í þessu torgi. En við erum að vonast til þess að geta opnað barinn með vorinu.“ Vínbarinn verður á jarðhæð í þessu húsi. Ljósmyndarinn stendur fyrir utan Snaps þegar hann tekur þessa mynd.Vísir/Vilhelm Hann segir ekki tímabært að upplýsa að fullu um hvernig starfsemin verði. Að öðru leyti en því að Snaps muni eiga staðinn og hann verði rekinn í anda hans. Fókusinn verði á vín og létta rétti. Athygli vakti í febrúar þegar C is for Cookie skellti í lás. Rekstraraðilar kaffihússins sögðust ekki geta mætt kröfum eigenda um 100 prósenta hækkun á leigu. Leigan fór úr 315 þúsund krónum á mánuði í 650 þúsund krónur. „Þegar þessi upphæð kom á borðið var auðséð með það að það var of langt á milli aðila til að fara eitthvað lengra með þetta,“ sagði Daníel Tryggvi Daníelsson, eigandi C is for Cookie. Daníel Tryggvi Daníelsson rak C is for Cookie við Óðinstorg.Vísir/Kolbeinn Tumi Birgir segist ekki hafa kynnt sér hver leiga fyrri leiguaðila hafi verið. „Ég fékk bara einhvern leigusamning sem ég taldi vera sanngjarnan og tók því. Ég var ekkert að grafa í gamla leigusamninga,“ segir Birgir. Vel geti verið að leigan sem fyrri aðilar hafi greitt hafi verið há fyrir þann rekstur sem þeir voru með. „Okkar fókus verður meira á vín. Við verðum með breitt úrval af víni og létta rétti. Látum þessi tvö konsept vinna vel saman.“ Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Lokar kaffihúsinu eftir að leigan hækkaði um 100 prósent Eftir níu ára rekstur hafa aðstandendur kaffihússins C is for Cookie við Týsgötu tekið ákvörðun um að skella í lás um mánaðamótin. 11. febrúar 2019 09:00 Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Stefnt er að því að opna vínbar við Óðinstorg með vorinu. Það staðfestir fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt í samtali við Vísi. Vín og léttir réttir verða á boðstólnum en staðurinn verður rekinn samhliða Snaps. Birgir Þór seldi á síðasta ári húsnæði við Bergstaðastræti 2 þar sem hann velti fyrir sér um tíma að opna vínbar. „Hugmyndin fluttist eiginlega frá Bergstaðastræti upp á Óðinsstræti,“ segir Birgir Þór. Birgir velti fyrir sér að opna vínbarinn í þessu rauða húsi við Bergstaðastræti 2. Hann féll frá hugmyndinni og seldi húsið í fyrra.Vísir/Vilhelm Vínbarinn verður á horninu þar sem kaffihúsið C is for Cookie var starfrækt þar til í febrúar. „Ég tók það húsnæði á leigu og taldi að það væri kannski aðeins skemmtilegra að hafa vínbarinn við hliðina á Snaps heldur en að hafa staðina hvorn á sínum staðnum.“ Framkvæmdir hafa staðið yfir á Týsgötu og Óðinsgötu og dregist á langinn. „Þær hafa tekið miklu lengri tíma en átti að taka og það er enn verið að vinna í þessu torgi. En við erum að vonast til þess að geta opnað barinn með vorinu.“ Vínbarinn verður á jarðhæð í þessu húsi. Ljósmyndarinn stendur fyrir utan Snaps þegar hann tekur þessa mynd.Vísir/Vilhelm Hann segir ekki tímabært að upplýsa að fullu um hvernig starfsemin verði. Að öðru leyti en því að Snaps muni eiga staðinn og hann verði rekinn í anda hans. Fókusinn verði á vín og létta rétti. Athygli vakti í febrúar þegar C is for Cookie skellti í lás. Rekstraraðilar kaffihússins sögðust ekki geta mætt kröfum eigenda um 100 prósenta hækkun á leigu. Leigan fór úr 315 þúsund krónum á mánuði í 650 þúsund krónur. „Þegar þessi upphæð kom á borðið var auðséð með það að það var of langt á milli aðila til að fara eitthvað lengra með þetta,“ sagði Daníel Tryggvi Daníelsson, eigandi C is for Cookie. Daníel Tryggvi Daníelsson rak C is for Cookie við Óðinstorg.Vísir/Kolbeinn Tumi Birgir segist ekki hafa kynnt sér hver leiga fyrri leiguaðila hafi verið. „Ég fékk bara einhvern leigusamning sem ég taldi vera sanngjarnan og tók því. Ég var ekkert að grafa í gamla leigusamninga,“ segir Birgir. Vel geti verið að leigan sem fyrri aðilar hafi greitt hafi verið há fyrir þann rekstur sem þeir voru með. „Okkar fókus verður meira á vín. Við verðum með breitt úrval af víni og létta rétti. Látum þessi tvö konsept vinna vel saman.“
Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Lokar kaffihúsinu eftir að leigan hækkaði um 100 prósent Eftir níu ára rekstur hafa aðstandendur kaffihússins C is for Cookie við Týsgötu tekið ákvörðun um að skella í lás um mánaðamótin. 11. febrúar 2019 09:00 Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Lokar kaffihúsinu eftir að leigan hækkaði um 100 prósent Eftir níu ára rekstur hafa aðstandendur kaffihússins C is for Cookie við Týsgötu tekið ákvörðun um að skella í lás um mánaðamótin. 11. febrúar 2019 09:00
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent