Bretar kalla íranska sendiherrann á teppið Kjartan Kjartansson skrifar 13. janúar 2020 12:44 Íranskir lögreglumenn fylgjast með hópi mótmælenda í Teheran á laugardag. Breski sendiherrann var sakaður um að taka þátt í mótmælum gegn stjórnvöldum fyrr um daginn. Vísir/AP Íranski sendiherrann í London hefur verið kallaður á teppið til breskra stjórnvalda til að gera grein fyrir því hvers vegna stjórnvöld í Teheran handtóku breska sendiherrann þar um helgina. Írönsk stjórnvöld eru sögð hafa látið skjóta á fólk sem mótmælti þeim í höfuðborginni. Rob Macaire, breski sendiherrann í Teheran, var handtekinn og honum haldið um tíma en írönsk stjórnvöld sökuðu hann um að taka þátt í mótmælum gegn þeim á laugardag. Því hefur Mcaire neitað. Mótmælin brutust út í kjölfar þess að írönsk stjórnvöld viðurkenndu að þau hefðu skotið niður úkraínska farþegaflugvél með 176 manns um borð fyrir mistök. Mótmælendur hafa krafist afsagnar æðstu embættismanna Írans. Talsmaður breska forsætisráðuneytisins segir að Íranir hafi brotið Vínarsáttmálann með handtöku sendiherrans og krafðist rannsóknar. Utanríkisráðuneytið hafi boðað íranska sendiherrann á fund í dag til að koma mótmælum breskra stjórnvalda á framfæri. Vitni segja að írönsk yfirvöld hafi skotið á mótmælendur til að dreifa mannfjölda á Frelsistorgi í Teheran. The Guardian segir að nokkrir hafi særst. Hossein Rahimi, lögreglustjóri í Teheran, neitaði því að fulltrúa hans hefðu skotið á fólkið. Lögregla hafi aftur á móti notað táragas. AP-fréttastofan segist hafa sannreynt myndbönd sem sýna mótmælendur flýja undan táragasi á torginu, konu sem virðist hafa verið skotin í legginn og blóðpolla á gangstétt. Áætlað er að um 300 manns hafi verið drepnir af öryggissveitum þegar mótmæli brutust út gegn stjórnvöld í nóvember. Bretland Íran Tengdar fréttir Mótmælum var fram haldið í Íran í dag Kallað er eftir afsögnum æðstu embættismanna ríkisins eftir að stjórnvöld í landinu viðurkenndu að úkraínska farþegaþotan hafi verið skotin niður fyrir mistök. 12. janúar 2020 20:00 Handtóku sendiherra Breta í Íran Macaire var í haldi íranskra yfirvalda í þrjá klukkutíma, að sögn breskra yfirvalda. Hann og aðrir starfsmenn sendiráðsins eru sagðir hafa yfirgefið athöfnina þegar mótmæli fóru að brjótast út. 12. janúar 2020 09:44 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Sjá meira
Íranski sendiherrann í London hefur verið kallaður á teppið til breskra stjórnvalda til að gera grein fyrir því hvers vegna stjórnvöld í Teheran handtóku breska sendiherrann þar um helgina. Írönsk stjórnvöld eru sögð hafa látið skjóta á fólk sem mótmælti þeim í höfuðborginni. Rob Macaire, breski sendiherrann í Teheran, var handtekinn og honum haldið um tíma en írönsk stjórnvöld sökuðu hann um að taka þátt í mótmælum gegn þeim á laugardag. Því hefur Mcaire neitað. Mótmælin brutust út í kjölfar þess að írönsk stjórnvöld viðurkenndu að þau hefðu skotið niður úkraínska farþegaflugvél með 176 manns um borð fyrir mistök. Mótmælendur hafa krafist afsagnar æðstu embættismanna Írans. Talsmaður breska forsætisráðuneytisins segir að Íranir hafi brotið Vínarsáttmálann með handtöku sendiherrans og krafðist rannsóknar. Utanríkisráðuneytið hafi boðað íranska sendiherrann á fund í dag til að koma mótmælum breskra stjórnvalda á framfæri. Vitni segja að írönsk yfirvöld hafi skotið á mótmælendur til að dreifa mannfjölda á Frelsistorgi í Teheran. The Guardian segir að nokkrir hafi særst. Hossein Rahimi, lögreglustjóri í Teheran, neitaði því að fulltrúa hans hefðu skotið á fólkið. Lögregla hafi aftur á móti notað táragas. AP-fréttastofan segist hafa sannreynt myndbönd sem sýna mótmælendur flýja undan táragasi á torginu, konu sem virðist hafa verið skotin í legginn og blóðpolla á gangstétt. Áætlað er að um 300 manns hafi verið drepnir af öryggissveitum þegar mótmæli brutust út gegn stjórnvöld í nóvember.
Bretland Íran Tengdar fréttir Mótmælum var fram haldið í Íran í dag Kallað er eftir afsögnum æðstu embættismanna ríkisins eftir að stjórnvöld í landinu viðurkenndu að úkraínska farþegaþotan hafi verið skotin niður fyrir mistök. 12. janúar 2020 20:00 Handtóku sendiherra Breta í Íran Macaire var í haldi íranskra yfirvalda í þrjá klukkutíma, að sögn breskra yfirvalda. Hann og aðrir starfsmenn sendiráðsins eru sagðir hafa yfirgefið athöfnina þegar mótmæli fóru að brjótast út. 12. janúar 2020 09:44 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Sjá meira
Mótmælum var fram haldið í Íran í dag Kallað er eftir afsögnum æðstu embættismanna ríkisins eftir að stjórnvöld í landinu viðurkenndu að úkraínska farþegaþotan hafi verið skotin niður fyrir mistök. 12. janúar 2020 20:00
Handtóku sendiherra Breta í Íran Macaire var í haldi íranskra yfirvalda í þrjá klukkutíma, að sögn breskra yfirvalda. Hann og aðrir starfsmenn sendiráðsins eru sagðir hafa yfirgefið athöfnina þegar mótmæli fóru að brjótast út. 12. janúar 2020 09:44