Þingmaður fastur í flugvél í rúman hálfan sólarhring Andri Eysteinsson skrifar 12. janúar 2020 23:17 Njáll Trausti er einn þeirra fjölmörgu farþega sem sitja fastir við Keflavíkurflugvöll. Vísir/Vilhelm Fjölmargir flugfarþegar hafa setið fastir í flugvélum við Keflavíkurflugvöll í kvöld en vegna veðurs og vinda hefur ekki verið hægt að koma farþegum frá borði. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í samgöngunefnd Alþingis er einn þeirra sem sitja sem fastast. Í samtali við Vísi segir Njáll daginn hafa verið langan. „Við lögðum af stað frá Tenerife klukkan átta í morgun og vorum komin norðan við Bretlandseyjar þegar snúið var við til þess að skipta um áhöfn,“ segir Njáll. Lent var á Gatwick-flugvelli og við tók um þriggja klukkustunda bið í vélinni áður en haldið var áleiðis til Íslands. „Svo erum við að lenda hérna um 19:25 og höfum síðan beðið hér úti í vél,“ segir þingmaðurinn og bætir við. „Mér varð hugsað til þess áðan að hægt er að fljúga á milli London og Ástralíu á þessum tíma.“ Njáll segir að skyggni hafi verið lítið sem ekkert á flugbrautinni skömmu eftir lendingu, með tímanum hafi það þó batnað til muna en enn sé hvasst. Til að byrja með hafi vélinni verið lagt nálægt gömlu flugstöðinni en hafi seinna verið færð.„Áður en vélin var færð þurfti að moka snjóinn frá aðalhjóli vélarinnar,“ sagði Njáll sem segir snjóskafla hafa myndast upp við vélina.Á meðan að á samtalinu stóð bárust þær fréttir frá flugstjóra Norwegian Air-vélarinnar að unnið væri að því að moka snjó frá flugstöðinni og því næst yrði hægt að hleypa farþegum frá borði. Tíu vélar sitja fastar á flugbrautinni og var vél Norwegian frá Tenerife sú sjötta í röðinni.Ferðalagið hefur verið langt hjá farþegum vélarinnar en Njáll segir farþega hafa sýnt mikinn skilning og tekið fréttunum af jafnaðargeði.„Það eru allir þolinmóðir þetta er ótrúlegur hópur af fólki,“ sagði Njáll Trausti Friðbertsson, Alþingismaður og farþegi Norwegian Airlines. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Veður Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Sjá meira
Fjölmargir flugfarþegar hafa setið fastir í flugvélum við Keflavíkurflugvöll í kvöld en vegna veðurs og vinda hefur ekki verið hægt að koma farþegum frá borði. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í samgöngunefnd Alþingis er einn þeirra sem sitja sem fastast. Í samtali við Vísi segir Njáll daginn hafa verið langan. „Við lögðum af stað frá Tenerife klukkan átta í morgun og vorum komin norðan við Bretlandseyjar þegar snúið var við til þess að skipta um áhöfn,“ segir Njáll. Lent var á Gatwick-flugvelli og við tók um þriggja klukkustunda bið í vélinni áður en haldið var áleiðis til Íslands. „Svo erum við að lenda hérna um 19:25 og höfum síðan beðið hér úti í vél,“ segir þingmaðurinn og bætir við. „Mér varð hugsað til þess áðan að hægt er að fljúga á milli London og Ástralíu á þessum tíma.“ Njáll segir að skyggni hafi verið lítið sem ekkert á flugbrautinni skömmu eftir lendingu, með tímanum hafi það þó batnað til muna en enn sé hvasst. Til að byrja með hafi vélinni verið lagt nálægt gömlu flugstöðinni en hafi seinna verið færð.„Áður en vélin var færð þurfti að moka snjóinn frá aðalhjóli vélarinnar,“ sagði Njáll sem segir snjóskafla hafa myndast upp við vélina.Á meðan að á samtalinu stóð bárust þær fréttir frá flugstjóra Norwegian Air-vélarinnar að unnið væri að því að moka snjó frá flugstöðinni og því næst yrði hægt að hleypa farþegum frá borði. Tíu vélar sitja fastar á flugbrautinni og var vél Norwegian frá Tenerife sú sjötta í röðinni.Ferðalagið hefur verið langt hjá farþegum vélarinnar en Njáll segir farþega hafa sýnt mikinn skilning og tekið fréttunum af jafnaðargeði.„Það eru allir þolinmóðir þetta er ótrúlegur hópur af fólki,“ sagði Njáll Trausti Friðbertsson, Alþingismaður og farþegi Norwegian Airlines.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Veður Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Sjá meira