Bæjarstjóri segir ástandið ekki gott Jóhann K. Jóhannsson og Samúel Karl Ólason skrifa 12. janúar 2020 23:15 Allar björgunarsveitir Suðurnesja hafa verið kallaðar út og er unnið að því að leysa úr þeim hnút sem hefur myndast á vegunum. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum Uppfært 23:15 Búið er að opna fjöldahjálparstöð í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ og verða þeir sem sitja fastir í bílum á Reykjanesbrautinni og veginum að flugstöðinni fluttir þangað. Mikil ófærð er nú á svæðinu og festust fjölmargir bílar. Enn sem komið er er ómögulegt að segja hve margir þurfa að leita skjóls í fjöldahjálparstöðinni. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir ástandið ekki gott. Allar björgunarsveitir Suðurnesja hafa verið kallaðar út og er unnið að því að leysa úr þeim hnút sem hefur myndast á vegunum. Þar að auki eru fjölmargir farþegar fastir í tíu flugvélum á Keflavíkurflugvelli og í flugstöðinni sjálfri. Landgangar á flugstöðinni hafa verið teknir í notkun aftur og er verið að byrja á að koma flugvélunum upp að þeim. Mikið hefur snjóað á svæðinu og þarf að hreinsa snjóinn. Átta flugvélum frá Icelandair var lent í kvöld með um 1.200 farþegum. Þau munu þó líklega verja nóttinni í flugstöðinni þar sem vegurinn frá henni er lokaður vegna ófærðar og fastra bíla. Icelandair felldi niður allt flug frá Keflavík í kvöld en tveimur flugvélum var lent á Egilsstöðum. Farþegar Icelandair verða þar í nótt. Hin flugvélin var frá Easy Jet og ekki liggur fyrir hvar farþegar hennar munu verja nóttinni. Skildu bílana eftir og gengu Ekki var örtröðin minni á jörðu niðri. Gífurleg umferð var við flugvöllinn og gekk hún einkar hægt vegna veðurs. Lögreglan sagði frá því í kvöld að einhverjir hefðu talið sig vera að missa af flugi og tóku því upp á því að ganga til flugstöðvarinnar. Af því skapaðist mikil hætta og var fólkinu komið í var í bílum sem sitja fastir á Reykjanesbraut. Vegagerðin hefur lokað veginum frá Þjóðbraut að Leifsstöð vegna ófærðar og fastra bíla. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, sagði fyrr í kvöld að stærsta verkefni björgunarsveitarfólks væri að leysa úr flækjunni á Reykjanesbrautinni og koma fólki þaðan og í skjól. segir að búið sé að kalla út allar björgunarsveitir Suðurnesja. Nóg sé af verkefnum vegna veðursins en það stærsta sé að leysa úr flækjunni á Reykjanesbrautinni og koma fólki þaðan og í skjól. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri Suðurnesja, segir ómögulegt að segja til um hve margir þurfi í fjöldahjálparstöðina sem verið sé að opna. Auk farþega á Keflavíkurflugvelli sé einnig um að ræða farþega fjölda bíla og enn sem komið er sé ekki hægt að vita hve margir eru í hverjum bíl. „Við erum að gera allt til að greiða úr þessum vanda og koma fólki í hús,“ segir Ólafur. Ástandið ekki gott Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir í samtali við fréttastofu að ástandið á Reykjanesbraut sé ekki gott. Björgunarsveitir og lögregla vinni að því að koma fólki út bílum, sem eru fastir á brautinni, í fjöldahjálparstöð sem hefur verið opnuð í íþóttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ. Kjartan segir að þegar hafi björgunarsveitir og lögregla komið með tvö hundruð manns þangað. Enn sé óljóst hversu margir munu koma því ekki sé vitað hversu margir séu í bílunum sem séu fastir. Kjartan gerir þó ráð fyrir því að þeir verði fleiri. Í fjöldahjálparstöðinni eru það sjálfboðaliðar Rauða krossins og björgunarsveitarmenn sem taka á móti fólkinu en að auki eru starfsmenn Icelandair á staðnum. Kjartan segir alveg óljóst hversu lengi þetta ástand muni vara. Björgunarsveitir Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Samgöngur Veður Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Sjá meira
Uppfært 23:15 Búið er að opna fjöldahjálparstöð í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ og verða þeir sem sitja fastir í bílum á Reykjanesbrautinni og veginum að flugstöðinni fluttir þangað. Mikil ófærð er nú á svæðinu og festust fjölmargir bílar. Enn sem komið er er ómögulegt að segja hve margir þurfa að leita skjóls í fjöldahjálparstöðinni. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir ástandið ekki gott. Allar björgunarsveitir Suðurnesja hafa verið kallaðar út og er unnið að því að leysa úr þeim hnút sem hefur myndast á vegunum. Þar að auki eru fjölmargir farþegar fastir í tíu flugvélum á Keflavíkurflugvelli og í flugstöðinni sjálfri. Landgangar á flugstöðinni hafa verið teknir í notkun aftur og er verið að byrja á að koma flugvélunum upp að þeim. Mikið hefur snjóað á svæðinu og þarf að hreinsa snjóinn. Átta flugvélum frá Icelandair var lent í kvöld með um 1.200 farþegum. Þau munu þó líklega verja nóttinni í flugstöðinni þar sem vegurinn frá henni er lokaður vegna ófærðar og fastra bíla. Icelandair felldi niður allt flug frá Keflavík í kvöld en tveimur flugvélum var lent á Egilsstöðum. Farþegar Icelandair verða þar í nótt. Hin flugvélin var frá Easy Jet og ekki liggur fyrir hvar farþegar hennar munu verja nóttinni. Skildu bílana eftir og gengu Ekki var örtröðin minni á jörðu niðri. Gífurleg umferð var við flugvöllinn og gekk hún einkar hægt vegna veðurs. Lögreglan sagði frá því í kvöld að einhverjir hefðu talið sig vera að missa af flugi og tóku því upp á því að ganga til flugstöðvarinnar. Af því skapaðist mikil hætta og var fólkinu komið í var í bílum sem sitja fastir á Reykjanesbraut. Vegagerðin hefur lokað veginum frá Þjóðbraut að Leifsstöð vegna ófærðar og fastra bíla. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, sagði fyrr í kvöld að stærsta verkefni björgunarsveitarfólks væri að leysa úr flækjunni á Reykjanesbrautinni og koma fólki þaðan og í skjól. segir að búið sé að kalla út allar björgunarsveitir Suðurnesja. Nóg sé af verkefnum vegna veðursins en það stærsta sé að leysa úr flækjunni á Reykjanesbrautinni og koma fólki þaðan og í skjól. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri Suðurnesja, segir ómögulegt að segja til um hve margir þurfi í fjöldahjálparstöðina sem verið sé að opna. Auk farþega á Keflavíkurflugvelli sé einnig um að ræða farþega fjölda bíla og enn sem komið er sé ekki hægt að vita hve margir eru í hverjum bíl. „Við erum að gera allt til að greiða úr þessum vanda og koma fólki í hús,“ segir Ólafur. Ástandið ekki gott Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir í samtali við fréttastofu að ástandið á Reykjanesbraut sé ekki gott. Björgunarsveitir og lögregla vinni að því að koma fólki út bílum, sem eru fastir á brautinni, í fjöldahjálparstöð sem hefur verið opnuð í íþóttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ. Kjartan segir að þegar hafi björgunarsveitir og lögregla komið með tvö hundruð manns þangað. Enn sé óljóst hversu margir munu koma því ekki sé vitað hversu margir séu í bílunum sem séu fastir. Kjartan gerir þó ráð fyrir því að þeir verði fleiri. Í fjöldahjálparstöðinni eru það sjálfboðaliðar Rauða krossins og björgunarsveitarmenn sem taka á móti fólkinu en að auki eru starfsmenn Icelandair á staðnum. Kjartan segir alveg óljóst hversu lengi þetta ástand muni vara.
Björgunarsveitir Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Samgöngur Veður Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Sjá meira