Missti hátt í hundrað kíló með breyttum lífstíl Sylvía Hall skrifar 12. janúar 2020 13:20 Ethan Suplee sem Randy Hickey í þáttunum My Name Is Earl. Leikarinn Ethan Suplee segir kraftlyftingar og betra mataræði vera ástæðuna fyrir mun betri heilsu en áður fyrr. Margir þekkja leikarann úr þáttum á borð við My Name Is Earl og Santa Clarita Diet. Suplee hefur misst hátt í hundrað kíló undanfarin ár og stjórnar nú hlaðvarpi um offitu sem heitir American Glutton. Í fyrsta þætti segir Suplee frá sinni eigin reynslu. Hann segist alltaf átt í flóknu sambandi við mat og leið oft eins og matur væri eitthvað sem fólk vildi ekki að hann fengi. „Ef ég vildi fá mér meira, þá þurfti ég að gera það í einrúmi og það varð að einhverju sem ég faldi fyrir fólki,“ segir Suplee. Hann hafi seinna meir áttað sig á því að vandamálið væri hans eigið viðhorf. View this post on Instagram A post shared by Ethan Suplee (@ethansuplee) on Jan 6, 2020 at 4:51pm PST „Þegar ég var unglingur fór ég á skemmtistaði með vinum mínum og mér fannst óþægilegt að borða fyrir framan fólk. Á leiðinni heim leitaði ég að bílalúgu sem væri opin allan sólarhringinn og borðaði þrjár máltíðir rétt áður en ég fór að sofa.“ Suplee segist hafa áttað sig á því að hann þyrfti að breyta lífsstíl sínum. Í kjölfarið fór hann að innbyrða færri kaloríur og leitaði í næringarríkari mat en áður. Sem dæmi nefnir hann gríska jógúrt og fitulítið kjöt. Samhliða þessu fór hann að stunda líkamsrækt og æfir sex sinnum í viku. Þá er hann duglegur að deila æfingum með aðdáendum sínum á Instagram. Hann segist vilja kenna hlustendum hlaðvarpsins að lifa heilbrigðara lífi án öfga og hvetja þau til þess að læra inn á mataræði sem hægt sé að fylgja í stað þess að leita skyndilausna. Heilsa Hollywood Samfélagsmiðlar Mest lesið Heitustu trendin í haust Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Fleiri fréttir Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Sjá meira
Leikarinn Ethan Suplee segir kraftlyftingar og betra mataræði vera ástæðuna fyrir mun betri heilsu en áður fyrr. Margir þekkja leikarann úr þáttum á borð við My Name Is Earl og Santa Clarita Diet. Suplee hefur misst hátt í hundrað kíló undanfarin ár og stjórnar nú hlaðvarpi um offitu sem heitir American Glutton. Í fyrsta þætti segir Suplee frá sinni eigin reynslu. Hann segist alltaf átt í flóknu sambandi við mat og leið oft eins og matur væri eitthvað sem fólk vildi ekki að hann fengi. „Ef ég vildi fá mér meira, þá þurfti ég að gera það í einrúmi og það varð að einhverju sem ég faldi fyrir fólki,“ segir Suplee. Hann hafi seinna meir áttað sig á því að vandamálið væri hans eigið viðhorf. View this post on Instagram A post shared by Ethan Suplee (@ethansuplee) on Jan 6, 2020 at 4:51pm PST „Þegar ég var unglingur fór ég á skemmtistaði með vinum mínum og mér fannst óþægilegt að borða fyrir framan fólk. Á leiðinni heim leitaði ég að bílalúgu sem væri opin allan sólarhringinn og borðaði þrjár máltíðir rétt áður en ég fór að sofa.“ Suplee segist hafa áttað sig á því að hann þyrfti að breyta lífsstíl sínum. Í kjölfarið fór hann að innbyrða færri kaloríur og leitaði í næringarríkari mat en áður. Sem dæmi nefnir hann gríska jógúrt og fitulítið kjöt. Samhliða þessu fór hann að stunda líkamsrækt og æfir sex sinnum í viku. Þá er hann duglegur að deila æfingum með aðdáendum sínum á Instagram. Hann segist vilja kenna hlustendum hlaðvarpsins að lifa heilbrigðara lífi án öfga og hvetja þau til þess að læra inn á mataræði sem hægt sé að fylgja í stað þess að leita skyndilausna.
Heilsa Hollywood Samfélagsmiðlar Mest lesið Heitustu trendin í haust Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Fleiri fréttir Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Sjá meira