Gefur 500 dollara fyrir hverja markvörslu í ensku úrvalsdeildinni um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2020 18:00 Maty Ryan og hinir markverðir ensku úrvalsdeildarinnar hafa vonandi nóg að gera um helgina. Getty/Chris Brunskill Ástralski landsliðsmarkvörðurinn Maty Ryan fann sérstaka leið til að styrkja baráttuna gegn gróðureldunum í heimalandi hans. Maty Ryan er markvörður Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni og hefur spilað sem atvinnumaður í Evrópu frá 2013. Hugur Maty Ryan er hjá löndum sínum þessa dagana sem eru að berjast við hræðilega og illviðráðanlega gróðurelda sem æða í gegnum allt sem verður á vegi þeirra. Maty Ryan ætlar að gefa sjálfur pening í baráttuna gegn eldunum í heimalandi sínu og þar geta aðrir markverðir ensku úrvalsdeildarinnar hjálpað með óbeinum hætti. Ryan ætlar nefnilega að gefa 500 dollara fyrir hverja markvörslu í ensku úrvalsdeildinni um helgina. I’ll be donating $500 for every registered save by all @premierleague goalkeepers this weekend. Please visit any of the sites below if you’re able to contribute. Thank you https://t.co/ALkFfMdOL8https://t.co/XhnSbJMHX0https://t.co/cOYyfGOZMVhttps://t.co/3aUufmplV7pic.twitter.com/07QarFLEBJ— Maty Ryan (@MatyRyan) January 9, 2020 Hann mun þar fara eftir opinberum tölum ensku úrvalsdeildarinnar um skráð varin skot markvarða í leikjunum tíu. Ryan er þarna væntanlega að tala um 500 ástralska dollara sem eru tæplega 43 þúsund íslenskar krónur. Maty Ryan biðlar líka til annarra um að styrkja þetta þarfa málefni en hann er ekki sá eini sem biður heiminn stuðning og er líka ekki sá eini sem er að gefa pening. Nú er bara að vona að ensku markverðirnir hafi mikið að gera í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Þeir eru að meðaltali að verja 61 skot í umferð. 61 - On average this season, there have been 61 saves made by goalkeepers in the Premier League per matchday. Generous. https://t.co/6fCsd57xYD— OptaJoe (@OptaJoe) January 10, 2020 Ástralía Enski boltinn Gróðureldar í Ástralíu Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Sjá meira
Ástralski landsliðsmarkvörðurinn Maty Ryan fann sérstaka leið til að styrkja baráttuna gegn gróðureldunum í heimalandi hans. Maty Ryan er markvörður Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni og hefur spilað sem atvinnumaður í Evrópu frá 2013. Hugur Maty Ryan er hjá löndum sínum þessa dagana sem eru að berjast við hræðilega og illviðráðanlega gróðurelda sem æða í gegnum allt sem verður á vegi þeirra. Maty Ryan ætlar að gefa sjálfur pening í baráttuna gegn eldunum í heimalandi sínu og þar geta aðrir markverðir ensku úrvalsdeildarinnar hjálpað með óbeinum hætti. Ryan ætlar nefnilega að gefa 500 dollara fyrir hverja markvörslu í ensku úrvalsdeildinni um helgina. I’ll be donating $500 for every registered save by all @premierleague goalkeepers this weekend. Please visit any of the sites below if you’re able to contribute. Thank you https://t.co/ALkFfMdOL8https://t.co/XhnSbJMHX0https://t.co/cOYyfGOZMVhttps://t.co/3aUufmplV7pic.twitter.com/07QarFLEBJ— Maty Ryan (@MatyRyan) January 9, 2020 Hann mun þar fara eftir opinberum tölum ensku úrvalsdeildarinnar um skráð varin skot markvarða í leikjunum tíu. Ryan er þarna væntanlega að tala um 500 ástralska dollara sem eru tæplega 43 þúsund íslenskar krónur. Maty Ryan biðlar líka til annarra um að styrkja þetta þarfa málefni en hann er ekki sá eini sem biður heiminn stuðning og er líka ekki sá eini sem er að gefa pening. Nú er bara að vona að ensku markverðirnir hafi mikið að gera í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Þeir eru að meðaltali að verja 61 skot í umferð. 61 - On average this season, there have been 61 saves made by goalkeepers in the Premier League per matchday. Generous. https://t.co/6fCsd57xYD— OptaJoe (@OptaJoe) January 10, 2020
Ástralía Enski boltinn Gróðureldar í Ástralíu Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Sjá meira