Lögreglumönnum hafi ekki fækkað en fjöldi ómenntaðra aukist Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 29. janúar 2020 18:30 Í umfjöllun Kompáss í vikunni kom fram að lögreglumönnum hefur fækkað á meðan málum, íbúum og ferðamönnum fjölgar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að ekki hafi orðið fækkun hjá þeim sem sinna löggæslustörfum. „Hann hefur staðið í stað fjöldi lögreglumanna en við höfum líka verið að nýta krafta ómenntaðra lögreglumanna. Þannig að það er ekki hægt að segja að þeim hafi fækkað sem eru að sinna löggæslustörfum.“ Í Kompás var sérstaklega fjallað um mikla fækkun menntaðra lögreglumanna. Hins vegar er það rétt hjá ráðherra að ef fjöldi ómenntaðra lögreglumanna er tekinn með þá virðist fjöldinn standa í stað. Hlutfall ómenntaðra lögreglumanna og lögreglunema í afleysingum hefur hækkað mikið síðustu ár og var á síðasta ári tæp 16% af lögreglumönnum. Eins og sést hefur hlutfall ómenntaðra lögreglumanna af þeim sem starfa í lögreglunni aukist gífurlega síðustu ár.grafík/hafsteinn Fram kom í Kompás að harkan og álagið í starfi hafi aukist og lögregla búi ekki yfir nægilegum styrk. Fagmennska og þjálfun sé auðvitað lykilatriði. Þá sagði formaður Landssambands lögreglumanna átta ráðherra málaflokksins hafa verið upplýsta um stöðuna en talað fyrir daufum eyrum. „Ég hef ekki miklar áhyggjur af stöðunni en það þýðir ekki að við getum ekki gert betur. Ég held það séu mikil tækifæri til að efla lögregluna með ýmis konar hætti. Við höfum sett fjármuni í lögregluna sem er mörgum milljörðum meiri en bara fyrir nokkrum árum síðan,“ segir Áslaug Arna. Á morgun kemur nýtt lögregluráð saman og segir ráðherra að fjármál lögreglunnar muni meðal annars vera þar til umræðu. „Það er verið að skoða hér hvernig farið er með fjármunina og hvort við getum breytt einhverju í skipulaginu til að gera betur.“ Kompás Lögreglan Vinnumarkaður Tengdar fréttir Eftirför sem endaði með ósköpum Kompás birtir sláandi myndband þar sem ölvuðum ökumanni var veitt eftirför. Sá hafði stofnað lífi fjölda annarra í hættu með hátterni sínu og óljóst hvernig hefði farið hefði lögregla ekki skorist í leikinn. Lögreglumenn eru sammála um að harka og ofbeldið í útköllum sé meira en áður. 27. janúar 2020 09:00 Færri lögreglumenn sinna erfiðari og hættulegri útköllum: „Álagið hefur aldrei verið meira“ Lögreglumenn á Íslandi eru á þriðja hundrað færri en ásættanlegt getur talist að mati greiningardeildar ríkislögreglustóra. Aukin harka, ofbeldi og erfiðari útköll einkenna störf þeirra í dag. Lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu hefur fækkað á fimmta tug frá árinu 2008. 26. janúar 2020 21:00 Kompás: „Glapræði“ hvernig ástandið er í lögreglunni "Við höfum bent á þessa undirmönnun sem er búin að vera viðvarandi í lögreglunni í fjölda mörg ár. Ekki færri en átta ráðherrar dómsmála hafa komið að þessu og fengið nákvæmlega sömu upplýsingar, en það stendur allt á sama stað og það gerist ekki neitt,“ segir formaður Landssamband lögreglumanna. 27. janúar 2020 18:45 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Sjá meira
Í umfjöllun Kompáss í vikunni kom fram að lögreglumönnum hefur fækkað á meðan málum, íbúum og ferðamönnum fjölgar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að ekki hafi orðið fækkun hjá þeim sem sinna löggæslustörfum. „Hann hefur staðið í stað fjöldi lögreglumanna en við höfum líka verið að nýta krafta ómenntaðra lögreglumanna. Þannig að það er ekki hægt að segja að þeim hafi fækkað sem eru að sinna löggæslustörfum.“ Í Kompás var sérstaklega fjallað um mikla fækkun menntaðra lögreglumanna. Hins vegar er það rétt hjá ráðherra að ef fjöldi ómenntaðra lögreglumanna er tekinn með þá virðist fjöldinn standa í stað. Hlutfall ómenntaðra lögreglumanna og lögreglunema í afleysingum hefur hækkað mikið síðustu ár og var á síðasta ári tæp 16% af lögreglumönnum. Eins og sést hefur hlutfall ómenntaðra lögreglumanna af þeim sem starfa í lögreglunni aukist gífurlega síðustu ár.grafík/hafsteinn Fram kom í Kompás að harkan og álagið í starfi hafi aukist og lögregla búi ekki yfir nægilegum styrk. Fagmennska og þjálfun sé auðvitað lykilatriði. Þá sagði formaður Landssambands lögreglumanna átta ráðherra málaflokksins hafa verið upplýsta um stöðuna en talað fyrir daufum eyrum. „Ég hef ekki miklar áhyggjur af stöðunni en það þýðir ekki að við getum ekki gert betur. Ég held það séu mikil tækifæri til að efla lögregluna með ýmis konar hætti. Við höfum sett fjármuni í lögregluna sem er mörgum milljörðum meiri en bara fyrir nokkrum árum síðan,“ segir Áslaug Arna. Á morgun kemur nýtt lögregluráð saman og segir ráðherra að fjármál lögreglunnar muni meðal annars vera þar til umræðu. „Það er verið að skoða hér hvernig farið er með fjármunina og hvort við getum breytt einhverju í skipulaginu til að gera betur.“
Kompás Lögreglan Vinnumarkaður Tengdar fréttir Eftirför sem endaði með ósköpum Kompás birtir sláandi myndband þar sem ölvuðum ökumanni var veitt eftirför. Sá hafði stofnað lífi fjölda annarra í hættu með hátterni sínu og óljóst hvernig hefði farið hefði lögregla ekki skorist í leikinn. Lögreglumenn eru sammála um að harka og ofbeldið í útköllum sé meira en áður. 27. janúar 2020 09:00 Færri lögreglumenn sinna erfiðari og hættulegri útköllum: „Álagið hefur aldrei verið meira“ Lögreglumenn á Íslandi eru á þriðja hundrað færri en ásættanlegt getur talist að mati greiningardeildar ríkislögreglustóra. Aukin harka, ofbeldi og erfiðari útköll einkenna störf þeirra í dag. Lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu hefur fækkað á fimmta tug frá árinu 2008. 26. janúar 2020 21:00 Kompás: „Glapræði“ hvernig ástandið er í lögreglunni "Við höfum bent á þessa undirmönnun sem er búin að vera viðvarandi í lögreglunni í fjölda mörg ár. Ekki færri en átta ráðherrar dómsmála hafa komið að þessu og fengið nákvæmlega sömu upplýsingar, en það stendur allt á sama stað og það gerist ekki neitt,“ segir formaður Landssamband lögreglumanna. 27. janúar 2020 18:45 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Sjá meira
Eftirför sem endaði með ósköpum Kompás birtir sláandi myndband þar sem ölvuðum ökumanni var veitt eftirför. Sá hafði stofnað lífi fjölda annarra í hættu með hátterni sínu og óljóst hvernig hefði farið hefði lögregla ekki skorist í leikinn. Lögreglumenn eru sammála um að harka og ofbeldið í útköllum sé meira en áður. 27. janúar 2020 09:00
Færri lögreglumenn sinna erfiðari og hættulegri útköllum: „Álagið hefur aldrei verið meira“ Lögreglumenn á Íslandi eru á þriðja hundrað færri en ásættanlegt getur talist að mati greiningardeildar ríkislögreglustóra. Aukin harka, ofbeldi og erfiðari útköll einkenna störf þeirra í dag. Lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu hefur fækkað á fimmta tug frá árinu 2008. 26. janúar 2020 21:00
Kompás: „Glapræði“ hvernig ástandið er í lögreglunni "Við höfum bent á þessa undirmönnun sem er búin að vera viðvarandi í lögreglunni í fjölda mörg ár. Ekki færri en átta ráðherrar dómsmála hafa komið að þessu og fengið nákvæmlega sömu upplýsingar, en það stendur allt á sama stað og það gerist ekki neitt,“ segir formaður Landssamband lögreglumanna. 27. janúar 2020 18:45
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent