Vinstrimenn höfðu betur gegn Salvini og félögum í Emilia-Romagna Atli Ísleifsson skrifar 26. janúar 2020 23:43 Matteo Salvini tók mjög virkan þátt í kosningabaráttunni í Emilia-Romagna, en hann vonaðist til þess að með því að bera sigur úr býtum í kosningunum þar gæti það skilað sér í að stjórnarsamstarf Lýðræðisflokksins og Fimm stjörnu hreyfingarinnar á landsvísu gæti runnið sitt skeið á enda. Getty Lýðræðisflokkurinn á Ítalíu, sem skilgreindur er sem mið-vinstriflokkur, virðist hafa haft betur gegn Bandalaginu, flokki fyrrverandi innanríkisráðherrans Matteo Salvini, í héraðskosningum í Emilia-Romagna í norðurhluta Ítalíu sem fram fóru í dag. Útgönguspá RAI benti til að Lýðræðisflokkurinn hafi fengið á milli 47 og 51 prósent atkvæða, en Bandalagið milli 44 og 48 prósent. Sérstaklega náið hefur verið fylgst með kosningunum í Emilia-Romagna þar sem vinstriflokkar hafa verið við stjórn frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Héraðið er eitt það auðugasta á Ítalíu, en höfuðborg þess er Bologna. Tók mjög virkan þátt í kosningabaráttunni Salvini tók mjög virkan þátt í kosningabaráttunni í héraðinu, en hann vonaðist til þess að með því að bera sigur úr býtum í kosningunum þar gæti það skilað sér í að stjórnarsamstarf Lýðræðisflokksins og Fimm stjörnu hreyfingarinnar á landsvísu gæti runnið sitt skeið á enda. Reiknað er með að lokatölur muni liggja fyrir á morgun. Héraðskosningar fóru einnig fram í Kalabríu í suðurhluta landsins þar sem Bandalagið virðist hafa unnið öruggan sigur, líkt og skoðanakannanir bentu til. Misreiknaði stöðuna Salvini og Bandalag hans hafa talað fyrir strangari innflytjendalöggjöf, lækkun skatta og gegn náinni Evrópusamvinnu. Salvini tók við embætti innanríkisráðherra sumarið 2018, en hann sagði af sér í ágúst síðastliðinn og sleit stjórnarsamstarfi við Fimm stjörnu hreyfinguna, í þeirri trú að boðað yrði til nýrra kosninga. Fimm stjörnu hreyfingin leitaði hins vegar þá til Lýðræðisflokksins, sem var í stjórnarandstöðu, og myndaði með þeim nýja stjórn. Ítalía Tengdar fréttir Di Maio sagður ætla að hætta Luigi di Maio, utanríkisráðherra Ítalíu, er sagður ætla að láta af formennsku í Fimm stjörnu hreyfingunni síðar í dag. 22. janúar 2020 08:36 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Sjá meira
Lýðræðisflokkurinn á Ítalíu, sem skilgreindur er sem mið-vinstriflokkur, virðist hafa haft betur gegn Bandalaginu, flokki fyrrverandi innanríkisráðherrans Matteo Salvini, í héraðskosningum í Emilia-Romagna í norðurhluta Ítalíu sem fram fóru í dag. Útgönguspá RAI benti til að Lýðræðisflokkurinn hafi fengið á milli 47 og 51 prósent atkvæða, en Bandalagið milli 44 og 48 prósent. Sérstaklega náið hefur verið fylgst með kosningunum í Emilia-Romagna þar sem vinstriflokkar hafa verið við stjórn frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Héraðið er eitt það auðugasta á Ítalíu, en höfuðborg þess er Bologna. Tók mjög virkan þátt í kosningabaráttunni Salvini tók mjög virkan þátt í kosningabaráttunni í héraðinu, en hann vonaðist til þess að með því að bera sigur úr býtum í kosningunum þar gæti það skilað sér í að stjórnarsamstarf Lýðræðisflokksins og Fimm stjörnu hreyfingarinnar á landsvísu gæti runnið sitt skeið á enda. Reiknað er með að lokatölur muni liggja fyrir á morgun. Héraðskosningar fóru einnig fram í Kalabríu í suðurhluta landsins þar sem Bandalagið virðist hafa unnið öruggan sigur, líkt og skoðanakannanir bentu til. Misreiknaði stöðuna Salvini og Bandalag hans hafa talað fyrir strangari innflytjendalöggjöf, lækkun skatta og gegn náinni Evrópusamvinnu. Salvini tók við embætti innanríkisráðherra sumarið 2018, en hann sagði af sér í ágúst síðastliðinn og sleit stjórnarsamstarfi við Fimm stjörnu hreyfinguna, í þeirri trú að boðað yrði til nýrra kosninga. Fimm stjörnu hreyfingin leitaði hins vegar þá til Lýðræðisflokksins, sem var í stjórnarandstöðu, og myndaði með þeim nýja stjórn.
Ítalía Tengdar fréttir Di Maio sagður ætla að hætta Luigi di Maio, utanríkisráðherra Ítalíu, er sagður ætla að láta af formennsku í Fimm stjörnu hreyfingunni síðar í dag. 22. janúar 2020 08:36 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Sjá meira
Di Maio sagður ætla að hætta Luigi di Maio, utanríkisráðherra Ítalíu, er sagður ætla að láta af formennsku í Fimm stjörnu hreyfingunni síðar í dag. 22. janúar 2020 08:36