Færri lögreglumenn sinna erfiðari og hættulegri útköllum: „Álagið hefur aldrei verið meira“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. janúar 2020 21:00 Lögreglumenn á Íslandi eru á þriðja hundrað færri en ásættanlegt getur talist að mati greiningardeildar ríkislögreglustóra. Aukin harka, ofbeldi og erfiðari útköll einkenna störf þeirra í dag. Lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu hefur fækkað á fimmta tug frá árinu 2008. Í dag starfa samanlagt 613 menntaðir lögreglumenn í fullu starfi á Íslandi. Umtalsvert færri en til að mynda árið 2004 þegar þeir voru 669, samkvæmt upplýsingum frá Landssambandi Lögreglumanna. Samt sem áður hefur íbúum fjölgað um tugþúsundir og ferðamannastraumurinn hefur aldrei verið meiri. Varðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir lögreglumenn færri og útköllin erfiðari og hættulegri.Vísir/Stöð 2 „Vinnan er orðin hættulegri“ „Álagið er meira, bæði út af hættulegri útköllum, vinnan er orðin hættulegri. Okkur hefur fækkað og íbúum fjölgað,“ segir Júlíana Bjarnadóttir, varðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í bráðabirðgðatölum ríkislögreglustjóra um afbrot á Íslandi á síðasta ári kemur fram að hegningarlagabrotum og sérrefsilagabrotum fjölgi á milli ára. Af hegningarlagabrotum fjölgaði kynferðisbrotum hlutfallslega mest og í sérrefsilögum, eins og neyslu og vörslu fíkniefna, fjölgaði einnig. Fram kemur þó að umferðarlagabrotum hafi fækkað. Sú fækkun getur verið í samræmi við að lögreglumenn geti í fáum tilfellum sinnt frumkvæðisverkefnum. „Við erum kannski meira í því að sinna því sem þarf að sinna og það sem við vorum að sinna meira áður eins og eftirliti, það situr meira á hakanum í kjölfarið,“ segir Júlíana. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Stöð 2 Lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu fækkað á fimmta tug frá árinu 2008 Lögreglumenn sem fréttastofa hefur rætt við eru sammála um að aukin harka og ofbeldi einkenni þau útköll sem þeir sinna og er tíðrætt um hversu mikil skiplögð glæpastarfsemi er orðin á Íslandi. Í skýrslu greiningardeildarinnar kemur fram að vart verði með fullnægjandi hætti tekist á við þann vanda að óbreyttu skipulagi og mannafla. „Hjá þessu embætti hefur lögreglumönnum fækkað eitthvað á milli fjörutíu og fimmtíu frá árinu 2008. Á sama tíma hefur verkefnum fjölgað gífurlega, í tugum prósenta,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þá kemur fram í skýrslu tölum ríkislögreglustjóra að haldlagt magn af fíkniefnum var töluvert meira árið 2019 en árið á undan, þrátt fyrir að málin hafi verið færri. Magn amfetamíns hefur ekki verið meira frá árinu 2009. Þá hefur aldrei verið lagt hald á jafn mikið af kókaíni og á síðasta ári. „Það er komin aukin krafa um betri og nákvæmari rannsóknir. Það má segja það að álagið hafi aukist til muna,“ segir Ásgeir Þór. Kompás birtir í fyrramálið sláandi myndband þar sem lögreglumenn veita ölvuðum ökumanni eftirför Þá kemur fram í skýrslu tölum ríkislögreglustjóra að haldlagt magn af fíkniefnum var töluvert meira árið 2019 en árið á undan, þrátt fyrir að málin hafi verið færri. Magn amfetamíns hefur ekki verið meira frá árinu 2009. Þá hefur aldrei verið lagt hald á jafn mikið af kókaíni og á síðasta ári. „Það er komin aukin krafa um betri og nákvæmari rannsóknir. Það má segja það að álagið hafi aukist til muna,“ segir Ásgeir Þór. Í Kompás á Vísi í fyrramálið verður ítarlega farið yfir starfsaðstæður og stöðuna í löggæslumálum á Íslandi og birt sláandi myndband frá aðgerðum lögreglumanna þar sem ölvuðum ökumanni er veitt eftirför. Kompás Lögreglan Tengdar fréttir Farið fram á úttekt á viðbrögðum við hjálparbeiðnum Gera þarf óháða úttekt á því hvernig brugðist er við hjálparbeiðnum þegar um andleg veikindi er að ræða að mati Geðhjálpar. 21. janúar 2020 20:00 Misstu dóttur sína eftir átök við lögreglumenn Síðastliðið vor lést ung kona eftir átök við lögreglumenn sem höfðu afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi. Lögreglumennirnir voru ekki ákærðir fyrir brot í starfi þrátt fyrir að réttarmeinafræðingur fullyrði að aðgerðir þeirra hafi átt umtalsverðan þátt í dauða hennar. Í Kompás ræðum við við foreldra konunnar sem telja lögreglu hafa farið offari við handtökuna. 20. janúar 2020 09:00 Senda lögreglu en ekki sjúkrabíl: Verklag Neyðarlínunnar lýsi fordómum Þegar óskað er eftir aðstoð er samkvæmt verkferlum Neyðarlínunnar fyrsta viðbragð að senda lögreglu en ekki sjúkrabíl ef einstaklingur er í geðrofi, en ekki slasaður. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir þetta lýsa fordómum og telur nauðsynlegt að endurskoða verklagið. Mikilvægt sé að koma fólki sem allra fyrst undir læknishendur. 21. janúar 2020 11:54 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Lögreglumenn á Íslandi eru á þriðja hundrað færri en ásættanlegt getur talist að mati greiningardeildar ríkislögreglustóra. Aukin harka, ofbeldi og erfiðari útköll einkenna störf þeirra í dag. Lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu hefur fækkað á fimmta tug frá árinu 2008. Í dag starfa samanlagt 613 menntaðir lögreglumenn í fullu starfi á Íslandi. Umtalsvert færri en til að mynda árið 2004 þegar þeir voru 669, samkvæmt upplýsingum frá Landssambandi Lögreglumanna. Samt sem áður hefur íbúum fjölgað um tugþúsundir og ferðamannastraumurinn hefur aldrei verið meiri. Varðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir lögreglumenn færri og útköllin erfiðari og hættulegri.Vísir/Stöð 2 „Vinnan er orðin hættulegri“ „Álagið er meira, bæði út af hættulegri útköllum, vinnan er orðin hættulegri. Okkur hefur fækkað og íbúum fjölgað,“ segir Júlíana Bjarnadóttir, varðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í bráðabirðgðatölum ríkislögreglustjóra um afbrot á Íslandi á síðasta ári kemur fram að hegningarlagabrotum og sérrefsilagabrotum fjölgi á milli ára. Af hegningarlagabrotum fjölgaði kynferðisbrotum hlutfallslega mest og í sérrefsilögum, eins og neyslu og vörslu fíkniefna, fjölgaði einnig. Fram kemur þó að umferðarlagabrotum hafi fækkað. Sú fækkun getur verið í samræmi við að lögreglumenn geti í fáum tilfellum sinnt frumkvæðisverkefnum. „Við erum kannski meira í því að sinna því sem þarf að sinna og það sem við vorum að sinna meira áður eins og eftirliti, það situr meira á hakanum í kjölfarið,“ segir Júlíana. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Stöð 2 Lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu fækkað á fimmta tug frá árinu 2008 Lögreglumenn sem fréttastofa hefur rætt við eru sammála um að aukin harka og ofbeldi einkenni þau útköll sem þeir sinna og er tíðrætt um hversu mikil skiplögð glæpastarfsemi er orðin á Íslandi. Í skýrslu greiningardeildarinnar kemur fram að vart verði með fullnægjandi hætti tekist á við þann vanda að óbreyttu skipulagi og mannafla. „Hjá þessu embætti hefur lögreglumönnum fækkað eitthvað á milli fjörutíu og fimmtíu frá árinu 2008. Á sama tíma hefur verkefnum fjölgað gífurlega, í tugum prósenta,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þá kemur fram í skýrslu tölum ríkislögreglustjóra að haldlagt magn af fíkniefnum var töluvert meira árið 2019 en árið á undan, þrátt fyrir að málin hafi verið færri. Magn amfetamíns hefur ekki verið meira frá árinu 2009. Þá hefur aldrei verið lagt hald á jafn mikið af kókaíni og á síðasta ári. „Það er komin aukin krafa um betri og nákvæmari rannsóknir. Það má segja það að álagið hafi aukist til muna,“ segir Ásgeir Þór. Kompás birtir í fyrramálið sláandi myndband þar sem lögreglumenn veita ölvuðum ökumanni eftirför Þá kemur fram í skýrslu tölum ríkislögreglustjóra að haldlagt magn af fíkniefnum var töluvert meira árið 2019 en árið á undan, þrátt fyrir að málin hafi verið færri. Magn amfetamíns hefur ekki verið meira frá árinu 2009. Þá hefur aldrei verið lagt hald á jafn mikið af kókaíni og á síðasta ári. „Það er komin aukin krafa um betri og nákvæmari rannsóknir. Það má segja það að álagið hafi aukist til muna,“ segir Ásgeir Þór. Í Kompás á Vísi í fyrramálið verður ítarlega farið yfir starfsaðstæður og stöðuna í löggæslumálum á Íslandi og birt sláandi myndband frá aðgerðum lögreglumanna þar sem ölvuðum ökumanni er veitt eftirför.
Kompás Lögreglan Tengdar fréttir Farið fram á úttekt á viðbrögðum við hjálparbeiðnum Gera þarf óháða úttekt á því hvernig brugðist er við hjálparbeiðnum þegar um andleg veikindi er að ræða að mati Geðhjálpar. 21. janúar 2020 20:00 Misstu dóttur sína eftir átök við lögreglumenn Síðastliðið vor lést ung kona eftir átök við lögreglumenn sem höfðu afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi. Lögreglumennirnir voru ekki ákærðir fyrir brot í starfi þrátt fyrir að réttarmeinafræðingur fullyrði að aðgerðir þeirra hafi átt umtalsverðan þátt í dauða hennar. Í Kompás ræðum við við foreldra konunnar sem telja lögreglu hafa farið offari við handtökuna. 20. janúar 2020 09:00 Senda lögreglu en ekki sjúkrabíl: Verklag Neyðarlínunnar lýsi fordómum Þegar óskað er eftir aðstoð er samkvæmt verkferlum Neyðarlínunnar fyrsta viðbragð að senda lögreglu en ekki sjúkrabíl ef einstaklingur er í geðrofi, en ekki slasaður. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir þetta lýsa fordómum og telur nauðsynlegt að endurskoða verklagið. Mikilvægt sé að koma fólki sem allra fyrst undir læknishendur. 21. janúar 2020 11:54 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Farið fram á úttekt á viðbrögðum við hjálparbeiðnum Gera þarf óháða úttekt á því hvernig brugðist er við hjálparbeiðnum þegar um andleg veikindi er að ræða að mati Geðhjálpar. 21. janúar 2020 20:00
Misstu dóttur sína eftir átök við lögreglumenn Síðastliðið vor lést ung kona eftir átök við lögreglumenn sem höfðu afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi. Lögreglumennirnir voru ekki ákærðir fyrir brot í starfi þrátt fyrir að réttarmeinafræðingur fullyrði að aðgerðir þeirra hafi átt umtalsverðan þátt í dauða hennar. Í Kompás ræðum við við foreldra konunnar sem telja lögreglu hafa farið offari við handtökuna. 20. janúar 2020 09:00
Senda lögreglu en ekki sjúkrabíl: Verklag Neyðarlínunnar lýsi fordómum Þegar óskað er eftir aðstoð er samkvæmt verkferlum Neyðarlínunnar fyrsta viðbragð að senda lögreglu en ekki sjúkrabíl ef einstaklingur er í geðrofi, en ekki slasaður. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir þetta lýsa fordómum og telur nauðsynlegt að endurskoða verklagið. Mikilvægt sé að koma fólki sem allra fyrst undir læknishendur. 21. janúar 2020 11:54