Býst fastlega við því að verkfallið verði samþykkt Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. janúar 2020 13:03 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun á meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg lauk nú klukkan tólf. Átján hundruð manns eru kjörskrá. Formaður Eflingar bjóst við því í hádeginu að kjörsókn næði sextíu prósentum. Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg gerir þá kröfu um að lægstu laun hækki um rúmlega hundrað og fjörutíu þúsund krónur á mánuði á samningstímanum, það er til loka árs 2022. Atkvæðagreiðslan fór fram rafrænt en utankjörfundaratkvæði voru greidd upp á gamla mátann, með blaði og penna. Enn á því eftir að telja þau og ættu úrslit að vera ljós nú síðdegis. Sólveig Anna Jónsdóttir sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar, þar sem hún ræddi við fréttamann í húsakynnum Eflingar í beinni útsendingu, að kjörsókn væri mjög góð. „Ég hugsa að við förum yfir sextíu prósent þegar við erum búin að telja og fara í gegnum þetta allt saman,“ sagði Sólveig Anna. „Verði þetta samþykkt, sem ég á fastlega von á, þá er fyrsti verkfallsdagur 4. febrúar. Þá leggjum við niður störf 12:30 og verðum í verkfalli til tólf á miðnætti. Leikskólastarfsfólk, starfsfólk á hjúkrunarheimilum og í heimaþjónustu mun þá fara í verkfall.“ Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar ræddi verkfallið og kjör félagsmanna í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hér að neðan má hlusta á fyrri hluta viðtalsins við hann. Og hér að neðan má finna seinni hluta viðtalsins við Viðar úr Sprengisandi. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling vill ræða beint við borgarstjóra Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að Efling muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd borgarinnar umfram það sem lög krefjast. 20. janúar 2020 12:56 Valdið er á endanum alltaf hjá félagsmönnunum sjálfum Íslenski vinnumarkaðurinn byggir á lýðræðislegum stoðum í meira mæli en í flestum öðrum löndum. 24. janúar 2020 14:30 Tillaga Eflingar um vinnustöðvun tekur meðal annars til tæplega þúsund starfsmanna leikskóla borgarinnar Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg hefur samþykkt tillögu um vinnustöðvun sem áformað er að hefjist í febrúar 11. janúar 2020 12:30 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun á meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg lauk nú klukkan tólf. Átján hundruð manns eru kjörskrá. Formaður Eflingar bjóst við því í hádeginu að kjörsókn næði sextíu prósentum. Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg gerir þá kröfu um að lægstu laun hækki um rúmlega hundrað og fjörutíu þúsund krónur á mánuði á samningstímanum, það er til loka árs 2022. Atkvæðagreiðslan fór fram rafrænt en utankjörfundaratkvæði voru greidd upp á gamla mátann, með blaði og penna. Enn á því eftir að telja þau og ættu úrslit að vera ljós nú síðdegis. Sólveig Anna Jónsdóttir sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar, þar sem hún ræddi við fréttamann í húsakynnum Eflingar í beinni útsendingu, að kjörsókn væri mjög góð. „Ég hugsa að við förum yfir sextíu prósent þegar við erum búin að telja og fara í gegnum þetta allt saman,“ sagði Sólveig Anna. „Verði þetta samþykkt, sem ég á fastlega von á, þá er fyrsti verkfallsdagur 4. febrúar. Þá leggjum við niður störf 12:30 og verðum í verkfalli til tólf á miðnætti. Leikskólastarfsfólk, starfsfólk á hjúkrunarheimilum og í heimaþjónustu mun þá fara í verkfall.“ Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar ræddi verkfallið og kjör félagsmanna í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hér að neðan má hlusta á fyrri hluta viðtalsins við hann. Og hér að neðan má finna seinni hluta viðtalsins við Viðar úr Sprengisandi.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling vill ræða beint við borgarstjóra Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að Efling muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd borgarinnar umfram það sem lög krefjast. 20. janúar 2020 12:56 Valdið er á endanum alltaf hjá félagsmönnunum sjálfum Íslenski vinnumarkaðurinn byggir á lýðræðislegum stoðum í meira mæli en í flestum öðrum löndum. 24. janúar 2020 14:30 Tillaga Eflingar um vinnustöðvun tekur meðal annars til tæplega þúsund starfsmanna leikskóla borgarinnar Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg hefur samþykkt tillögu um vinnustöðvun sem áformað er að hefjist í febrúar 11. janúar 2020 12:30 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Efling vill ræða beint við borgarstjóra Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að Efling muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd borgarinnar umfram það sem lög krefjast. 20. janúar 2020 12:56
Valdið er á endanum alltaf hjá félagsmönnunum sjálfum Íslenski vinnumarkaðurinn byggir á lýðræðislegum stoðum í meira mæli en í flestum öðrum löndum. 24. janúar 2020 14:30
Tillaga Eflingar um vinnustöðvun tekur meðal annars til tæplega þúsund starfsmanna leikskóla borgarinnar Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg hefur samþykkt tillögu um vinnustöðvun sem áformað er að hefjist í febrúar 11. janúar 2020 12:30