Í beinni í dag: Manchester liðin í FA bikarnum og stórleikir á Ítalíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. janúar 2020 06:00 Roberto Firmino og félagar í Liverpool mæta Shrewsbury á útivelli í dag. Vísir/Getty Alls eru hvorki né minna en 13 beinar útsendingar á sportrásum Stöðvar 2 í dag. Við byrjum daginn snemma eða klukkan 08:30 á Omega Dubai Desert Classic. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Rétt fyrir kvöldmat er svo PGA mótaröðin í beinni útsendingu en bæði mótin eru sýnd á Stöð 2 Golf. Gainbridge LPGA at Boca Rio er svo í beinni útsendingu klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport 4. Í ensku bikarkeppninni verða Manchester liðin í eldlínunni. Manchester City fær B-deildarlið Fulham í heimsókn klukkan 13:00. Manchester United fær svo tækifæri til að rétta úr kútnum eftir 2-0 tap gegn bæði Liverpool og Burnley nýverið. Þeir mæta Tranmere Rovers á útivelli en reikna má með erfiðum leik þar sem heimavöllur Tranmere er eitt moldarsvað þessa dagana. Þá fara verðandi Englandsmeistarar Liverpool í heimsókn til Shrewsbury Town. Er það síðasti leikur dagsins hjá okkur í FA bikarnum. Það er nóg um að vera í ítalska boltanum í dag. Inter Milan mætir Cagliari í fyrsta leik dagsins rétt fyrir hádegi. Þar á eftir hefst leikur Parma og Udinese áður en stórleikri dagsins hefjast. Erkifjendurnir í Roma og Lazio mætast á Ólympíuleikvanginum í Róm klukkan 17:00. Lazio sitja í 3. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 45 stig en Roma eru sæti á eftir með sjö stigum minna. Því má reikna með hörkuleik að venju í þessum hatramma slag. Topplið Juventus heimsækir svo Napoli í síðasta leik dagsins en gengi heimamanna hefur ekki verið sem skyldi það sem af er leiktíð. Maurizio Sarri, núverandi þjálfari Juventus, þjálfaði auðvitað Napoli áður en hann tók við Chelsea fyrir tímabilið 2018/2019. Að lokum eru þrír leikir úr spænsku úrvalsdeildinni á dagskrá. Atletico Madrid, sem datt óvænt út úr spænska konungsbikarnum á dögunum, fær Leganes í heimsókn í fyrsta leik dagsins klukkan 11:00. Real Sociedad fær sólstrandargæana í Real Mallorca í heimsókn klukkan 15:00 og drengirnir hans Zinedine Zidane loka dagskránni með leik sínum geng Real Valladolid á útivelli.Lista yfir beinar útsendingar á sportrásum Stöðvar 2 má sjá með því að smella hér.Beinar útsendingar dagsins:08:30 Omega Dubai Desert Classic, Stöð 2 Golf 10:55 Atl. Madrid - Leganes, Stöð 2 Sport 2 11:25 Inter Milan - Cagliari, Stöð 2 Sport 3 12:50 Manchester City Fulham, Stöð 2 Sport 13:55 Parma - Udinese, Stöð 2 Sport 2 14:55 Tranmere Rovers - Manchester United, Stöð 2 Sport 14:55 Real Sociedad - Real Mallorca, Stöð 2 Sport 3 16:55 Shrewsbury Town - Liverpool, Stöð 2 Sport 16:55 Roma - Lazio, Stöð 2 Sport 2 18:00 PGA Tour 2020, Stöð 2 Golf 19:40 Napoli - Juventus, Stöð 2 Sport 19:55 Real Valladolid - Real Madrid, Stöð 2 Sport 2 20:00 Gainbridge LPGA at Boca Rio, Stöð 2 Sport 4 Enski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Í beinni: Njarðvík - ÍR | Stiga- og þjálfaralausir ÍR-ingar mæta í Stapaskóla Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Sjá meira
Alls eru hvorki né minna en 13 beinar útsendingar á sportrásum Stöðvar 2 í dag. Við byrjum daginn snemma eða klukkan 08:30 á Omega Dubai Desert Classic. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Rétt fyrir kvöldmat er svo PGA mótaröðin í beinni útsendingu en bæði mótin eru sýnd á Stöð 2 Golf. Gainbridge LPGA at Boca Rio er svo í beinni útsendingu klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport 4. Í ensku bikarkeppninni verða Manchester liðin í eldlínunni. Manchester City fær B-deildarlið Fulham í heimsókn klukkan 13:00. Manchester United fær svo tækifæri til að rétta úr kútnum eftir 2-0 tap gegn bæði Liverpool og Burnley nýverið. Þeir mæta Tranmere Rovers á útivelli en reikna má með erfiðum leik þar sem heimavöllur Tranmere er eitt moldarsvað þessa dagana. Þá fara verðandi Englandsmeistarar Liverpool í heimsókn til Shrewsbury Town. Er það síðasti leikur dagsins hjá okkur í FA bikarnum. Það er nóg um að vera í ítalska boltanum í dag. Inter Milan mætir Cagliari í fyrsta leik dagsins rétt fyrir hádegi. Þar á eftir hefst leikur Parma og Udinese áður en stórleikri dagsins hefjast. Erkifjendurnir í Roma og Lazio mætast á Ólympíuleikvanginum í Róm klukkan 17:00. Lazio sitja í 3. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 45 stig en Roma eru sæti á eftir með sjö stigum minna. Því má reikna með hörkuleik að venju í þessum hatramma slag. Topplið Juventus heimsækir svo Napoli í síðasta leik dagsins en gengi heimamanna hefur ekki verið sem skyldi það sem af er leiktíð. Maurizio Sarri, núverandi þjálfari Juventus, þjálfaði auðvitað Napoli áður en hann tók við Chelsea fyrir tímabilið 2018/2019. Að lokum eru þrír leikir úr spænsku úrvalsdeildinni á dagskrá. Atletico Madrid, sem datt óvænt út úr spænska konungsbikarnum á dögunum, fær Leganes í heimsókn í fyrsta leik dagsins klukkan 11:00. Real Sociedad fær sólstrandargæana í Real Mallorca í heimsókn klukkan 15:00 og drengirnir hans Zinedine Zidane loka dagskránni með leik sínum geng Real Valladolid á útivelli.Lista yfir beinar útsendingar á sportrásum Stöðvar 2 má sjá með því að smella hér.Beinar útsendingar dagsins:08:30 Omega Dubai Desert Classic, Stöð 2 Golf 10:55 Atl. Madrid - Leganes, Stöð 2 Sport 2 11:25 Inter Milan - Cagliari, Stöð 2 Sport 3 12:50 Manchester City Fulham, Stöð 2 Sport 13:55 Parma - Udinese, Stöð 2 Sport 2 14:55 Tranmere Rovers - Manchester United, Stöð 2 Sport 14:55 Real Sociedad - Real Mallorca, Stöð 2 Sport 3 16:55 Shrewsbury Town - Liverpool, Stöð 2 Sport 16:55 Roma - Lazio, Stöð 2 Sport 2 18:00 PGA Tour 2020, Stöð 2 Golf 19:40 Napoli - Juventus, Stöð 2 Sport 19:55 Real Valladolid - Real Madrid, Stöð 2 Sport 2 20:00 Gainbridge LPGA at Boca Rio, Stöð 2 Sport 4
Enski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Í beinni: Njarðvík - ÍR | Stiga- og þjálfaralausir ÍR-ingar mæta í Stapaskóla Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Sjá meira