Telur umfjöllun undir stjórn umdeilds ritstjóra „kúnstuga“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. janúar 2020 15:15 Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Mynd/Tryggvi Már Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja segir umfjöllun Eyjafrétta um bæjarstjórnarfund í Vestmannaeyjum, sem birt var í gær, kúnstuga. Hún vekur athygli á því að fyrirspurnum oddvita Sjálfstæðisflokksins, sem einnig er eiginkona ritstjóra blaðsins, hafi verið gert afar hátt undir höfði en lítið fjallað um aðkomu hennar og meirihlutans að fundinum. Sindri Ólafsson tók við starfi ritstjóra Eyjafrétta í september síðastliðnum. Ítarlega var fjallað um ráðninguna á Vísi á sínum tíma en hún þótti nokkuð umdeild í ljósi þess að Sindri er eiginmaður Hildar Sólveigar Sigurðardóttur, oddvita Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn. Sjá einnig: Nýr ritstjóri í Eyjum hafður til marks um grimma valdabaráttu Reynsluleysi Sindra, sem ekki hafði starfað áður í fjölmiðlum, ýtti jafnframt undir bollaleggingar um það hvort ráðning hans væri til marks um undirliggjandi valdabaráttu. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum nötraði allt í Eyjum, Sjálfstæðisflokkurinn undir stjórn Elliða Vignissonar bæjarstjóra klofnaði og laut þá í gras í kosningum. Klofningsframboðið Fyrir Heimaey, sem Íris leiddi, myndaði í kjölfarið meirihluta með E-lista. Sindri Ólafsson var ráðinn ritstjóri Eyjafrétta í fyrra. Íris gerir sér mat úr nýjustu umfjöllun Eyjafrétta af bæjarstjórnarfundi á Facebook-síðu sinni í gær. Í færslunni kveður við nokkuð gamansaman tón en Íris ýjar þó að því að það skjóti skökku við hversu sjaldan hafi verið haft samband við hana í ritstjórnartíð Sindra. „Líklega er það einhverskonar met hjá ritstjóra á fréttamiðli um bæjarmál að komast í gegnum tæpa 150 daga án þess að spyrja viðkomandi bæjarstjóra um álit á einu eða neinu í eitt einast skipti! En nýja ritstjóranum hjá Eyjafréttum hefur tekist einmitt það,“ skrifar Íris. Með færslu sinni deilir hún frétt Tíguls, annars bæjarblaðs í Vestmannaeyjum, af fundinum. Þegar umfjallanir miðlanna, Tíguls og Eyjafrétta, eru bornar saman sést að þær eru um margt ólíkar. Þannig er til að mynda minnst töluvert meira á aðkomu Sjálfstæðisflokksins á fundinum í frétt Eyjafrétta en í frétt Tíguls. „Enn merkilegra er að skv. langri samantekt Eyjafrétta í dag um fjögurra klukkutíma bæjarstjórnarfund í gærkvöldi virðist eiginlega ekkert hafa gerst á þeim fundi annað en að eiginkona ritstjórans hafi mótmælt einhverju og aðrir fulltrúar D-listans tekið undir þau mótmæli. Ef ég vissi ekki betur hefði ég dregið þá ályktun af frásögn Eyjafrétta að ég hefði alls ekki verið á þeim fundi sem þar var sagt frá! Þess vegna læt ég fylgja hér frásögn Tíguls af fundinum. Annars góð.“ Þá lætur Íris fylgja myllumerkið #hlutlausiritstjórinn, sem ætla má að eigi að vera þrungið nokkurri kaldhæðni. Íris segir í samtali við Vísi að hún vilji ekki bæta neinu við það sem kemur fram í færslunni um málið, utan þess að henni hafi þótt frétt Eyjafrétta um bæjarstjórnarfundinum „kúnstug“. Þá vill hún ekki tjá sig um það hvort henni hafi almennt þótt umfjöllun Eyjafrétta um bæjarmálin hlutdræg síðan Sindri tók við ritstjórastarfinu. Sindri vildi ekki heldur tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í dag. Hann sagði í samtali við Vísi í september, þegar ráðning hans var til umfjöllunar, að blaðið undir hans stjórn yrði eftir sem áður hugsað sem blað allra Eyjamanna. Þá teldi hann sig fullfæran um að fjalla af hlutlægni um mál. „Ég hef skoðanir eins og margir aðrir en það er ekki mitt hlutverk að láta þær í ljós í blaðinu sjálfu frekar en aðrir ættu að gera,“ sagði Sindri í samtali við Vísi í september. Bæjarstjórn Vestmannaeyja.vísir/gvendur Bæjarfulltrúi furðar sig á færslu bæjarstjórans Trausti Hjaltason, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum, kveðst mjög hugsi yfir „þessari óvæntu færslu hjá bæjarstjóranum“ í athugasemd sem hann ritar við færslu Írisar. Þar bendir hann á að Eyjafréttir fjalli um sex mál af fundinum, þar sem í eitt skipti sé því m.a. lýst sem fram kom í máli Írisar. Í frétt Tíguls séu tekin fyrir fjögur mál og miðað við þá umfjöllun megi til að mynda áætla að Njáll Ragnarsson, bæjarfulltrúi Eyjalistans, hafi ekki verið viðstaddur fundinn – þó að sú hafi verið raunin. „Fjölmiðlar sjá hlutina sem betur fer oft öðruvísi en við stjórnmálamennirnir, ég hef oft verið hissa á hinum og þessum umfjöllunum um bæjarstjórnarfundi en hef talið það vera eðlilegt og hluti af fjölbreytileikanum að menn sjá hlutina með mismunandi augum,“ skrifar Trausti. Hann vísar einnig í nýlegt viðtal Eyjafrétta við Írisi, þar sem þó var einnig rætt við hina oddvitana, og kveðst hafa hoggið eftir því að oddvitar Sjálfstæðisflokks og E-lista skyldu hafa fengið þar „mun minna pláss“ en Íris. „Ég var ekki sáttur við það, en þótti það samt ásættanlegt þar sem að bæjarstjórinn er embættismaður allra bæjarbúa og er rödd okkar útávið.“ Fjölmiðlar Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Nýr ritstjóri í Eyjum hafður til marks um grimma valdabaráttu Sindri Ólafsson er nýjasti ritstjóri Íslands og umdeildur áður en hann byrjar. 2. september 2019 09:00 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Sjá meira
Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja segir umfjöllun Eyjafrétta um bæjarstjórnarfund í Vestmannaeyjum, sem birt var í gær, kúnstuga. Hún vekur athygli á því að fyrirspurnum oddvita Sjálfstæðisflokksins, sem einnig er eiginkona ritstjóra blaðsins, hafi verið gert afar hátt undir höfði en lítið fjallað um aðkomu hennar og meirihlutans að fundinum. Sindri Ólafsson tók við starfi ritstjóra Eyjafrétta í september síðastliðnum. Ítarlega var fjallað um ráðninguna á Vísi á sínum tíma en hún þótti nokkuð umdeild í ljósi þess að Sindri er eiginmaður Hildar Sólveigar Sigurðardóttur, oddvita Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn. Sjá einnig: Nýr ritstjóri í Eyjum hafður til marks um grimma valdabaráttu Reynsluleysi Sindra, sem ekki hafði starfað áður í fjölmiðlum, ýtti jafnframt undir bollaleggingar um það hvort ráðning hans væri til marks um undirliggjandi valdabaráttu. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum nötraði allt í Eyjum, Sjálfstæðisflokkurinn undir stjórn Elliða Vignissonar bæjarstjóra klofnaði og laut þá í gras í kosningum. Klofningsframboðið Fyrir Heimaey, sem Íris leiddi, myndaði í kjölfarið meirihluta með E-lista. Sindri Ólafsson var ráðinn ritstjóri Eyjafrétta í fyrra. Íris gerir sér mat úr nýjustu umfjöllun Eyjafrétta af bæjarstjórnarfundi á Facebook-síðu sinni í gær. Í færslunni kveður við nokkuð gamansaman tón en Íris ýjar þó að því að það skjóti skökku við hversu sjaldan hafi verið haft samband við hana í ritstjórnartíð Sindra. „Líklega er það einhverskonar met hjá ritstjóra á fréttamiðli um bæjarmál að komast í gegnum tæpa 150 daga án þess að spyrja viðkomandi bæjarstjóra um álit á einu eða neinu í eitt einast skipti! En nýja ritstjóranum hjá Eyjafréttum hefur tekist einmitt það,“ skrifar Íris. Með færslu sinni deilir hún frétt Tíguls, annars bæjarblaðs í Vestmannaeyjum, af fundinum. Þegar umfjallanir miðlanna, Tíguls og Eyjafrétta, eru bornar saman sést að þær eru um margt ólíkar. Þannig er til að mynda minnst töluvert meira á aðkomu Sjálfstæðisflokksins á fundinum í frétt Eyjafrétta en í frétt Tíguls. „Enn merkilegra er að skv. langri samantekt Eyjafrétta í dag um fjögurra klukkutíma bæjarstjórnarfund í gærkvöldi virðist eiginlega ekkert hafa gerst á þeim fundi annað en að eiginkona ritstjórans hafi mótmælt einhverju og aðrir fulltrúar D-listans tekið undir þau mótmæli. Ef ég vissi ekki betur hefði ég dregið þá ályktun af frásögn Eyjafrétta að ég hefði alls ekki verið á þeim fundi sem þar var sagt frá! Þess vegna læt ég fylgja hér frásögn Tíguls af fundinum. Annars góð.“ Þá lætur Íris fylgja myllumerkið #hlutlausiritstjórinn, sem ætla má að eigi að vera þrungið nokkurri kaldhæðni. Íris segir í samtali við Vísi að hún vilji ekki bæta neinu við það sem kemur fram í færslunni um málið, utan þess að henni hafi þótt frétt Eyjafrétta um bæjarstjórnarfundinum „kúnstug“. Þá vill hún ekki tjá sig um það hvort henni hafi almennt þótt umfjöllun Eyjafrétta um bæjarmálin hlutdræg síðan Sindri tók við ritstjórastarfinu. Sindri vildi ekki heldur tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í dag. Hann sagði í samtali við Vísi í september, þegar ráðning hans var til umfjöllunar, að blaðið undir hans stjórn yrði eftir sem áður hugsað sem blað allra Eyjamanna. Þá teldi hann sig fullfæran um að fjalla af hlutlægni um mál. „Ég hef skoðanir eins og margir aðrir en það er ekki mitt hlutverk að láta þær í ljós í blaðinu sjálfu frekar en aðrir ættu að gera,“ sagði Sindri í samtali við Vísi í september. Bæjarstjórn Vestmannaeyja.vísir/gvendur Bæjarfulltrúi furðar sig á færslu bæjarstjórans Trausti Hjaltason, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum, kveðst mjög hugsi yfir „þessari óvæntu færslu hjá bæjarstjóranum“ í athugasemd sem hann ritar við færslu Írisar. Þar bendir hann á að Eyjafréttir fjalli um sex mál af fundinum, þar sem í eitt skipti sé því m.a. lýst sem fram kom í máli Írisar. Í frétt Tíguls séu tekin fyrir fjögur mál og miðað við þá umfjöllun megi til að mynda áætla að Njáll Ragnarsson, bæjarfulltrúi Eyjalistans, hafi ekki verið viðstaddur fundinn – þó að sú hafi verið raunin. „Fjölmiðlar sjá hlutina sem betur fer oft öðruvísi en við stjórnmálamennirnir, ég hef oft verið hissa á hinum og þessum umfjöllunum um bæjarstjórnarfundi en hef talið það vera eðlilegt og hluti af fjölbreytileikanum að menn sjá hlutina með mismunandi augum,“ skrifar Trausti. Hann vísar einnig í nýlegt viðtal Eyjafrétta við Írisi, þar sem þó var einnig rætt við hina oddvitana, og kveðst hafa hoggið eftir því að oddvitar Sjálfstæðisflokks og E-lista skyldu hafa fengið þar „mun minna pláss“ en Íris. „Ég var ekki sáttur við það, en þótti það samt ásættanlegt þar sem að bæjarstjórinn er embættismaður allra bæjarbúa og er rödd okkar útávið.“
Fjölmiðlar Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Nýr ritstjóri í Eyjum hafður til marks um grimma valdabaráttu Sindri Ólafsson er nýjasti ritstjóri Íslands og umdeildur áður en hann byrjar. 2. september 2019 09:00 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Sjá meira
Nýr ritstjóri í Eyjum hafður til marks um grimma valdabaráttu Sindri Ólafsson er nýjasti ritstjóri Íslands og umdeildur áður en hann byrjar. 2. september 2019 09:00