Vilja skoða niðurgreiðslu flugferða ungs fólks milli Íslands, Grænlands og Færeyja Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. janúar 2020 20:00 Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins vill að ríkisstjórnir Íslands, Grænlands og Færeyja skoði að niðurgreiða flugferðir milli landanna þriggja fyrir ungt fólk. Þingsályktunartillaga þess efnis liggur fyrir Alþingi en hún er flutt af þingmönnum Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er ein þeirra en hún mælti fyrir tillögunni í vikunni. „Við erum að óska eftir því að ríkisstjórnir landanna skoði þann möguleika að koma á einhvers konar niðurgreiðslukerfi eða afsláttarkerfi til handa ungu fólki. Það er svona verið að vísa svolítið í interrail-kerfið í Evrópu sem á líka að ýta undir samstarf ungs fólks og hvernig það kynnist nýrri menningu,“ segir Bryndís. Tillagan sé liður í því að finna leiðir til að efla samstarf og tengsl á milli ríkjanna. Í því felist tækifæri að sögn Bryndísar. „Ég hugsa að það sé algengara að íslensk ungmenni ferðist til Asíu heldur en að þau hafi komið til Grænlands eða Færeyja þó að þau séu hérna í næsta nágrenni,“ segir Bryndís. Ekkert liggi þó fyrir um það á þessari stundu um hvaða aldursbil væri að ræða eða hversu mikil niðurgreiðslan ætti að vera. „Það er engin útfærsla komin á það en þegar við erum að tala um ungt fólk þá held ég að sé nefnt interrail aldurinn sem ég held að sé 25 ára ef ég man rétt. Það er auðvitað hefð fyrir því, Flugfélag Íslands var hérna með á sínum tíma sérstök hoppfargjöld og þá var það upp að 25 ára aldri,“ segir Bryndís. „Þetta er kannski það fólk líka sem er hvað opnast fyrir nýrri menningu og vill kynna sér nýja hluti þannig að við höldum að það sé þjóðráð að ýta undir slík vistaskipti meðal ungmenna.“ Alþingi Færeyjar Grænland Norðurslóðir Utanríkismál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Sjá meira
Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins vill að ríkisstjórnir Íslands, Grænlands og Færeyja skoði að niðurgreiða flugferðir milli landanna þriggja fyrir ungt fólk. Þingsályktunartillaga þess efnis liggur fyrir Alþingi en hún er flutt af þingmönnum Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er ein þeirra en hún mælti fyrir tillögunni í vikunni. „Við erum að óska eftir því að ríkisstjórnir landanna skoði þann möguleika að koma á einhvers konar niðurgreiðslukerfi eða afsláttarkerfi til handa ungu fólki. Það er svona verið að vísa svolítið í interrail-kerfið í Evrópu sem á líka að ýta undir samstarf ungs fólks og hvernig það kynnist nýrri menningu,“ segir Bryndís. Tillagan sé liður í því að finna leiðir til að efla samstarf og tengsl á milli ríkjanna. Í því felist tækifæri að sögn Bryndísar. „Ég hugsa að það sé algengara að íslensk ungmenni ferðist til Asíu heldur en að þau hafi komið til Grænlands eða Færeyja þó að þau séu hérna í næsta nágrenni,“ segir Bryndís. Ekkert liggi þó fyrir um það á þessari stundu um hvaða aldursbil væri að ræða eða hversu mikil niðurgreiðslan ætti að vera. „Það er engin útfærsla komin á það en þegar við erum að tala um ungt fólk þá held ég að sé nefnt interrail aldurinn sem ég held að sé 25 ára ef ég man rétt. Það er auðvitað hefð fyrir því, Flugfélag Íslands var hérna með á sínum tíma sérstök hoppfargjöld og þá var það upp að 25 ára aldri,“ segir Bryndís. „Þetta er kannski það fólk líka sem er hvað opnast fyrir nýrri menningu og vill kynna sér nýja hluti þannig að við höldum að það sé þjóðráð að ýta undir slík vistaskipti meðal ungmenna.“
Alþingi Færeyjar Grænland Norðurslóðir Utanríkismál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Sjá meira