Sport

Í beinni í dag: Enska bikarkeppnin og stórleikur á Hlíðarenda

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lovísa Thompson og stöllur hennar í Val fá Stjörnuna í heimsókn.
Lovísa Thompson og stöllur hennar í Val fá Stjörnuna í heimsókn. vísir/bára

Það verður nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag.

Fjórða umferð ensku bikarkeppninnar er hafinn og fjórir leikir verða sýndir beint í dag. Þar bera hæst leikir Southampton og Tottenham og Chelsea og Hull City.

Valur tekur á móti Stjörnunni í Olís-deild kvenna. Þar mætast liðin í 2. og 3. sæti deildarinnar. Síðast þegar þessi lið mættust köstuðu Stjörnukonur sigrinum frá sér á ótrúlegan hátt.

Barcelona getur náð þriggja stiga forskoti á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar með sigri á Valencia á Mestalla. Einnig verður sýnt beint frá leikjum Espanyol og Athletic Bilbao og Sevilla og Granada.

Þá verður sýnt beint frá leik Torino og Atalanta í ítölsku úrvalsdeildinni og þremur golfmótum.

Lista yfir beinar útsendingar á sportrásum Stöðvar 2 má sjá með því að smella hér.

Beinar útsendingar dagsins:

08:30 Omega Dubai Desert Classic, Stöð 2 Golf

11:55 Espanyol - Athletic Bilbao, Stöð 2 Sport 2

12:35 Brentford - Leicester, Stöð 2 Sport

14:50 Southampton - Tottenham, Stöð 2 Sport

14:50 Burnley - Norwich, Stöð 2 Sport 2

14:55 Valencia - Barcelona, Stöð 2 Sport 3

17:20 Hull - Chelsea, Stöð 2 Sport

17:50 Valur - Stjarnan, Stöð 2 Sport 2

18:00 Farmers Insurance Open, Stöð 2 Golf

19:40 Torino - Atalanta, Stöð 2 Sport 2

19:55 Sevilla - Granada, Stöð 2 Sport

20:00 Gainbridge LPGA at Boca Rio, Stöð 2 Sport 4




Fleiri fréttir

Sjá meira


×