Unnið eftir viðbragðsáætlun vegna Wuhan-veirunnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. janúar 2020 12:52 Fólk sem heimsótt hefur Wuhan í Kína undanfarnar 2 vikur þarf að undirgangast læknisfræðilegt mat í Keflavík. Vísir/jKJ Byrjað er að starfa eftir viðbragðsáætlun á Keflavíkurflugvelli vegna útbreiðslu Wuhan-veirunnar svokölluðu, nýrrar kórónaveiru sem dregið hefur 26 til bana á heimsvísu. Þar að auki hafa allar heilbrigðisstofnanir landsins verið hvattar til að uppfæra sínar viðbragðsáætlanir, auk þess sem Ferðamálastofa hefur verið virkjuð til að koma upplýsingum til ferðamanna á framfæri. Þetta er meðal þess sem fram kemur í úttekt Landlæknisembættisins á aðgerðum sem gripið hefur verið til á Íslandi til að hefta útbreiðslu hinnar nýju kórónaveiru hér á landi. Þar er þess getið að búið sé að staðfesta smitið í 897 einstaklingum, þar af hafi 26 látist. Auk þess hafa borist óstaðfestar fréttir um smit í nokkrum löndum Evrópu þ. á m. Skotlandi og Finnlandi. „Þrátt fyrir upplýsingar um aukna útbreiðslu hinnar nýju veiru þá eru ekki vísbendingar um að hún sé hættulegri en áður hefur verið talið,“ segir í útlistun sóttvarnalæknis. Þar er þess jafnframt getið að ákveðið hafi verið að grípa til aðgerða á Keflavíkurflugvelli. „Farþegar á Keflavíkurflugvelli sem koma til landsins munu fá skilaboð þess eðlis að ef þeir eru með merki um öndunarfærasýkingu og hafa verið í Wuhan Kína á undangengnum 14 dögum eða hafa verið í samgangi við einstaklinga með grunaða eða staðfesta sýkingu, þá þurfi að gera á þeim læknisfræðilegt mat á Keflavíkurflugvelli,“ eins og þeim er lýst. Megi búast við sóttkví Ekki er þó talið tilefni til að hitamæla alla farþega eða leggja fyrir þá spurningalista á Keflavíkurflugvelli að sögn sóttvarnalæknis - „því slíkar aðgerðir hafa reynst bæði kostnaðarsamar og árangurslitlar.“ Einkennalausum farþegum sem hafa verið í Wuhan í Kína undanfarnar tvær vikur, eða verið í samgangi við einstaklinga með grunaða eða staðfesta sýkingu, eru beðnir um að gefa sig fram. „Þessir einstaklingar geta vænst þess verða settir í sóttkví í einhverja daga,“ segir sóttvarnarlæknir. Ofangreindar aðgerðir séu til þess fallnar að finna sýkta og hugsanlega smitaða einstaklinga sem fyrst og forða þannig frekari útbreiðslu innanlands. Útlistun sóttvarnalæknis má nálgast í heild hér.Uppfært kl. 16:25Í upprunalegu fréttinni sagði að viðbragðsáætlun hafi verið virkjuð vegna veirunnar. Hið rétta er að byrjað er að vinna eftir viðbragðsáætlunum. Þetta hefur hér með verið leiðrétt. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hefja byggingu nýs sjúkrahúss vegna Wuhan-veirunnar Kínverjar hafa hafið framkvæmdir við byggingu á nýju sjúkrahúsi í borginni Wuhan þar sem til stendur að hlúa að sjúklingum sem greinst hafa með Wuhan-veiruna. 24. janúar 2020 09:43 Íbúar tíu borga Kína í ferðabanni 830 tilfelli veirunnar hafa nú verið staðfest og með ferðabanninu vilja yfirvöld reyna að hefta útbreiðslu smitsins á þessari mestu ferðahelgi ársins hjá Kínverjum sem halda nú upp á áramót. 24. janúar 2020 06:33 Grunur um tvö tilfelli Wuhan-veirusmits í Finnlandi Alls hafa 26 manns látist af völdum veirunnar og mörg hundruð smitast. 24. janúar 2020 07:41 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira
Byrjað er að starfa eftir viðbragðsáætlun á Keflavíkurflugvelli vegna útbreiðslu Wuhan-veirunnar svokölluðu, nýrrar kórónaveiru sem dregið hefur 26 til bana á heimsvísu. Þar að auki hafa allar heilbrigðisstofnanir landsins verið hvattar til að uppfæra sínar viðbragðsáætlanir, auk þess sem Ferðamálastofa hefur verið virkjuð til að koma upplýsingum til ferðamanna á framfæri. Þetta er meðal þess sem fram kemur í úttekt Landlæknisembættisins á aðgerðum sem gripið hefur verið til á Íslandi til að hefta útbreiðslu hinnar nýju kórónaveiru hér á landi. Þar er þess getið að búið sé að staðfesta smitið í 897 einstaklingum, þar af hafi 26 látist. Auk þess hafa borist óstaðfestar fréttir um smit í nokkrum löndum Evrópu þ. á m. Skotlandi og Finnlandi. „Þrátt fyrir upplýsingar um aukna útbreiðslu hinnar nýju veiru þá eru ekki vísbendingar um að hún sé hættulegri en áður hefur verið talið,“ segir í útlistun sóttvarnalæknis. Þar er þess jafnframt getið að ákveðið hafi verið að grípa til aðgerða á Keflavíkurflugvelli. „Farþegar á Keflavíkurflugvelli sem koma til landsins munu fá skilaboð þess eðlis að ef þeir eru með merki um öndunarfærasýkingu og hafa verið í Wuhan Kína á undangengnum 14 dögum eða hafa verið í samgangi við einstaklinga með grunaða eða staðfesta sýkingu, þá þurfi að gera á þeim læknisfræðilegt mat á Keflavíkurflugvelli,“ eins og þeim er lýst. Megi búast við sóttkví Ekki er þó talið tilefni til að hitamæla alla farþega eða leggja fyrir þá spurningalista á Keflavíkurflugvelli að sögn sóttvarnalæknis - „því slíkar aðgerðir hafa reynst bæði kostnaðarsamar og árangurslitlar.“ Einkennalausum farþegum sem hafa verið í Wuhan í Kína undanfarnar tvær vikur, eða verið í samgangi við einstaklinga með grunaða eða staðfesta sýkingu, eru beðnir um að gefa sig fram. „Þessir einstaklingar geta vænst þess verða settir í sóttkví í einhverja daga,“ segir sóttvarnarlæknir. Ofangreindar aðgerðir séu til þess fallnar að finna sýkta og hugsanlega smitaða einstaklinga sem fyrst og forða þannig frekari útbreiðslu innanlands. Útlistun sóttvarnalæknis má nálgast í heild hér.Uppfært kl. 16:25Í upprunalegu fréttinni sagði að viðbragðsáætlun hafi verið virkjuð vegna veirunnar. Hið rétta er að byrjað er að vinna eftir viðbragðsáætlunum. Þetta hefur hér með verið leiðrétt.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hefja byggingu nýs sjúkrahúss vegna Wuhan-veirunnar Kínverjar hafa hafið framkvæmdir við byggingu á nýju sjúkrahúsi í borginni Wuhan þar sem til stendur að hlúa að sjúklingum sem greinst hafa með Wuhan-veiruna. 24. janúar 2020 09:43 Íbúar tíu borga Kína í ferðabanni 830 tilfelli veirunnar hafa nú verið staðfest og með ferðabanninu vilja yfirvöld reyna að hefta útbreiðslu smitsins á þessari mestu ferðahelgi ársins hjá Kínverjum sem halda nú upp á áramót. 24. janúar 2020 06:33 Grunur um tvö tilfelli Wuhan-veirusmits í Finnlandi Alls hafa 26 manns látist af völdum veirunnar og mörg hundruð smitast. 24. janúar 2020 07:41 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira
Hefja byggingu nýs sjúkrahúss vegna Wuhan-veirunnar Kínverjar hafa hafið framkvæmdir við byggingu á nýju sjúkrahúsi í borginni Wuhan þar sem til stendur að hlúa að sjúklingum sem greinst hafa með Wuhan-veiruna. 24. janúar 2020 09:43
Íbúar tíu borga Kína í ferðabanni 830 tilfelli veirunnar hafa nú verið staðfest og með ferðabanninu vilja yfirvöld reyna að hefta útbreiðslu smitsins á þessari mestu ferðahelgi ársins hjá Kínverjum sem halda nú upp á áramót. 24. janúar 2020 06:33
Grunur um tvö tilfelli Wuhan-veirusmits í Finnlandi Alls hafa 26 manns látist af völdum veirunnar og mörg hundruð smitast. 24. janúar 2020 07:41