Banaslys í Hestfirði: Sofnaði líklega undir stýri og lenti á grjóti sem til stóð að fjarlægja Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. janúar 2020 12:15 Mynd af grjótinu sem bíllinn lenti á. Skjáskot/RNSA Ökumaður sendibifreiðar, sem lést þegar bifreiðin hafnaði utan vegar og á grjóti við veginn í Hestfirði sumarið 2018, sofnaði líklega undir stýri. Þá höfðu verið gerðar ráðstafanir til að fjarlægja grjótið áður en slysið varð en tafir urðu á grjóthreinsun vegna votviðris vikurnar á undan. Þetta kemur fram í lokaskýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa, RNSA, sem birt var í dag. Slysið varð þann 13. júní 2018 með þeim hætti að ökumaður sendibifreiðarinnar missti stjórn á henni í Djúpvegi í Hestfirði. Bifreiðin fór út fyrir veg og lenti á stóru grjóti sem hafði fallið úr hlíð fyrir ofan veginn, ofan í nærliggjandi vatnsrás. Einn farþegi var í bílnum sem hlaut talsverða áverka og var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík. Engin hemlaför á veginum Í skýrslu RNSA segir að veður hafi verið gott, þurrt, bjart og nánast logn. Sjá mátti för eftir bifreiðina í vegöxlinni fjallsmegin vegarins en för sýndu að bílnum var ekið yfir á öfugan vegarhelming og út af veginum. Vinstra framhorn bifreiðarinnar lenti á grjótinu og afturendi hennar kastaðist aftur upp á veginn, þar sem hún stöðvaðist. Talsverð aflögun varð á bifreiðinni, einkum ökumannsins. Haft er eftir vitni, sem ók á undan sendibifreiðinni og sá slysið í baksýnisspegli, að bifreiðin hafi sveigt lítillega til vinstri. Ekki hefði verið að sjá að reynt hefði verið að sveigja henni aftur inn á veginn og styðja ummerki á vettvangi þessa frásögn. Engin hemla- eða skriðför sáust á slitlagi. Hjólför í vegfláanum mældust 52 metrar og þyngd grjótsins sem bifreiðin lenti á var metin um 6 tonn. Skýringarmynd af vettvangi slyssins.Skjáskot/RNSA Farþegi líklega ekki í belti Farþeginn hlaut talsverða áverka í slysinu, líkt og áður segir. Öryggisbeltið í farþegasætinu lá faststrekkt upp við póstann sem bendir til þess að það hafi ekki verið í notkun, að því er segir í skýrslu RNSA. Ökumaðurinn var spenntur í öryggisbelti og loftpúðar í stýri og fyrir framan farþega sprungu út í slysinu. Ökumaðurinn hlaut banvæna fjöláverka, að því er segir í skýrslunni. Þá benda ummerki á vettvangi og frásagnir vitna til þess að ökuhraði hafi verið innan hámarkshraða, auk þess sem ökumaðurinn var ekki undir áhrifum áfengis eða lyfja. Rannsóknarnefndin telur sennilegt að ökumaðurinn hafi sofnað undir stýri og bifreiðin runnið út af veginum. Þá hafi stóra grjótið við veginn ollið mikilli aflögun í ökumannsrýminu og ökumaðurinn hlotið banvæna áverka. Árleg grjóthreinsun tafðist Nefndin beinir því til veghaldara að skoða hvort hægt sé að takmarka frekar þá hættu sem stafar af reglulegu grjóthruni úr hlíðinni fyrir ofan veginn. Þá hafi grjótið sem bifreiðin lenti á verið innan sex metra öryggissvæðis vegarins samkvæmt vegstaðli. Grjótið hafi jafnframt nýlega fallið í vegrásina og ráðstafanir höfðu verið gerðar til að fjarlægja það. Árleg grjóthreinsun á vatnsrásinni hafi tafist sökum votrar tíðar vikurnar á undan en hreinsunin var gerð skömmu eftir slysið. Lögreglumál Samgönguslys Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna umferðarslyss í Hestfirði Mikill viðbúnaður er vegna slyssins. 13. júní 2018 17:34 Banaslys í Hestfirði Einn lést í umferðarslysi sem varð í botni Hestfjarðar skömmu fyrir klukkan fjögur í dag. 13. júní 2018 20:07 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Fleiri fréttir Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Sjá meira
Ökumaður sendibifreiðar, sem lést þegar bifreiðin hafnaði utan vegar og á grjóti við veginn í Hestfirði sumarið 2018, sofnaði líklega undir stýri. Þá höfðu verið gerðar ráðstafanir til að fjarlægja grjótið áður en slysið varð en tafir urðu á grjóthreinsun vegna votviðris vikurnar á undan. Þetta kemur fram í lokaskýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa, RNSA, sem birt var í dag. Slysið varð þann 13. júní 2018 með þeim hætti að ökumaður sendibifreiðarinnar missti stjórn á henni í Djúpvegi í Hestfirði. Bifreiðin fór út fyrir veg og lenti á stóru grjóti sem hafði fallið úr hlíð fyrir ofan veginn, ofan í nærliggjandi vatnsrás. Einn farþegi var í bílnum sem hlaut talsverða áverka og var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík. Engin hemlaför á veginum Í skýrslu RNSA segir að veður hafi verið gott, þurrt, bjart og nánast logn. Sjá mátti för eftir bifreiðina í vegöxlinni fjallsmegin vegarins en för sýndu að bílnum var ekið yfir á öfugan vegarhelming og út af veginum. Vinstra framhorn bifreiðarinnar lenti á grjótinu og afturendi hennar kastaðist aftur upp á veginn, þar sem hún stöðvaðist. Talsverð aflögun varð á bifreiðinni, einkum ökumannsins. Haft er eftir vitni, sem ók á undan sendibifreiðinni og sá slysið í baksýnisspegli, að bifreiðin hafi sveigt lítillega til vinstri. Ekki hefði verið að sjá að reynt hefði verið að sveigja henni aftur inn á veginn og styðja ummerki á vettvangi þessa frásögn. Engin hemla- eða skriðför sáust á slitlagi. Hjólför í vegfláanum mældust 52 metrar og þyngd grjótsins sem bifreiðin lenti á var metin um 6 tonn. Skýringarmynd af vettvangi slyssins.Skjáskot/RNSA Farþegi líklega ekki í belti Farþeginn hlaut talsverða áverka í slysinu, líkt og áður segir. Öryggisbeltið í farþegasætinu lá faststrekkt upp við póstann sem bendir til þess að það hafi ekki verið í notkun, að því er segir í skýrslu RNSA. Ökumaðurinn var spenntur í öryggisbelti og loftpúðar í stýri og fyrir framan farþega sprungu út í slysinu. Ökumaðurinn hlaut banvæna fjöláverka, að því er segir í skýrslunni. Þá benda ummerki á vettvangi og frásagnir vitna til þess að ökuhraði hafi verið innan hámarkshraða, auk þess sem ökumaðurinn var ekki undir áhrifum áfengis eða lyfja. Rannsóknarnefndin telur sennilegt að ökumaðurinn hafi sofnað undir stýri og bifreiðin runnið út af veginum. Þá hafi stóra grjótið við veginn ollið mikilli aflögun í ökumannsrýminu og ökumaðurinn hlotið banvæna áverka. Árleg grjóthreinsun tafðist Nefndin beinir því til veghaldara að skoða hvort hægt sé að takmarka frekar þá hættu sem stafar af reglulegu grjóthruni úr hlíðinni fyrir ofan veginn. Þá hafi grjótið sem bifreiðin lenti á verið innan sex metra öryggissvæðis vegarins samkvæmt vegstaðli. Grjótið hafi jafnframt nýlega fallið í vegrásina og ráðstafanir höfðu verið gerðar til að fjarlægja það. Árleg grjóthreinsun á vatnsrásinni hafi tafist sökum votrar tíðar vikurnar á undan en hreinsunin var gerð skömmu eftir slysið.
Lögreglumál Samgönguslys Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna umferðarslyss í Hestfirði Mikill viðbúnaður er vegna slyssins. 13. júní 2018 17:34 Banaslys í Hestfirði Einn lést í umferðarslysi sem varð í botni Hestfjarðar skömmu fyrir klukkan fjögur í dag. 13. júní 2018 20:07 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Fleiri fréttir Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Sjá meira
Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna umferðarslyss í Hestfirði Mikill viðbúnaður er vegna slyssins. 13. júní 2018 17:34
Banaslys í Hestfirði Einn lést í umferðarslysi sem varð í botni Hestfjarðar skömmu fyrir klukkan fjögur í dag. 13. júní 2018 20:07