Heimiliskötturinn var við dauðans dyr eftir áverka sem taldir eru af mannavöldum Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. janúar 2020 16:35 Tiffany kom heim útötuð blóði. Síðar kom í ljós að það lak úr tungu hennar. Aðsend Talið er að alvarlegir áverkar heimiliskattar á Sólvallagötu í Vesturbæ séu af mannavöldum. Kötturinn missti fjórar tennur við þungt högg í andlitið, mögulega spark, og missti einnig mikið blóð. Eigandi kisu segir hana hafa verið nær dauða en lífi, þó hún sé nú að braggast, og hefur íhugað að tilkynna málið til lögreglu. Sesselja Jóns Hersteinsdóttir, eigandi læðunnar Tiffany, vakti fyrst athygli á atvikinu inni á Facebook-hóp Vesturbæinga nú í vikunni, fyrst og fremst til að óska eftir vitnum ef einhver væru, og færslan vakti mikil viðbrögð. Fjöldi fólks hefur deilt henni og þá keppast Vesturbæingar við að senda Tiffany batakveðjur í athugasemdum. Fossaði úr henni blóðið Sesselja lýsir atburðarásinni í samtali við Vísi. Tiffany kom heim síðdegis á föstudag. Sonur Sesselju, sem er einn helsti vinur kisu, tók á móti henni en þegar hann hófst handa við að klappa henni tóku þau mæðginin eftir því að ekki var allt með felldu. „Það heyrðist skrýtið hljóð í henni og þá var eins og það væri eitthvað í munninum á henni. Og svo auðvitað fossaði blóð út úr henni,“ segir Sesselja. Þau hringdu strax á dýralæknavaktina og brunuðu svo með hana upp í Mosfellsbæ. Sesselja segir að hún hafi fyrst ályktað sem svo að Tiffany hefði orðið fyrir bíl eða dottið og meitt sig. Þungt spark eða högg Dýralæknir í Mosfellsbæ sem tók við Tiffany er hins vegar á öðru máli og telur líklegast að áverkarnir séu af mannavöldum. Tiffany var svæfð og úr henni teknar þrjár tennur. Fjórða tönnin, jaxl, datt hins vegar úr með rótum. Sesselja Jóns Hersteinsdóttir, eigandi Tiffany.Aðsend „Og okkur fannst það auðvitað mjög spes. Svo var saumað fyrir tvo tveggja sentímetra langa skurði á tungunni, tennurnar höfðu skorist í hana. Allt blóðið var úr tungunni og hún missti alveg rosalega mikið blóð,“ segir Sesselja. „Auðvitað veit maður ekkert hvað gerðist en þetta eru mjög miklir áverkar í andliti. Dýralæknirinn var á því að þetta væri ekki eftir bílslys, fall eða slagsmál. Henni fannst líklegast að þetta væri af mannavöldum, þungt spark eða högg, af því að þetta var þetta staðbundið.“ Nær dauða en lífi Sesselja fór með Tiffany heim eftir svæfinguna þar sem hún byrjaði að jafna sig. Fljótlega byrjaði kisu þó að hraka verulega og um nóttina var vart lífsmark með henni. Snemma um morguninn byrjaði hún svo að taka skjálftaköst. „Tungan lafði út og hún var alveg ísköld, allt hold orðið hvítt; tannholdið, trýnið og þófarnir. Ég setti þvottapoka við tunguna því hún var orðin þurr, hitateppi undir Tiffany og hitateppi ofan á hana. Svo var vakað yfir henni um nóttina.“ Tiffany eins og hún á að sér að vera.Aðsend Sesselja segir að áverkarnir hafi að öllum líkindum verið meiri en upphaflega var talið og hefur eftir dýralækninum að ef til vill hafi myndast gúlpur í höfðinu sem svo sprakk. Dýralæknirinn hafi jafnframt talið afar ólíklegt að Tiffany lifði nóttina af. „Ég talaði við hana klukkan 9 um morguninn og það fyrsta sem hún sagði var: Er hún dáin?“ En Tiffany þraukaði og er nú öll að braggast, að sögn Sesselju. Hún fékk sýkla- og verkjalyf, auk þess sem hún fær sérstakan mat fyrir veika ketti. „Það er bara dekur, dekur, dekur,“ segir Sesselja sem hyggst fara með Tiffany aftur í skoðun til dýralæknis eftir helgi. Fer aldrei langt Þá segir Sesselja að viðbrögð við Facebook-færslunni hafi verið ótrúleg. Afar gott sé að finna fyrir stuðningi nágranna og annarra velunnara Tiffany. „Nágrannar hafa sent mér skilaboð til að spyrja hvernig hún hefur það, segjast elska Tiffany og hitta hana alltaf þegar þeir fara í vinnuna.“ Aðspurð segir Sesselja að hún hafi leitt hugann að því að tilkynna málið til lögreglu og raunar verið hvött ítrekað til þess. Þá hafi Tiffany að öllum líkindum hlotið áverkana í næsta nágrenni Sólvallagötu þar sem hún fari aldrei langt frá heimili sínu. „Hún er bara hérna fyrir utan eða í götunum kring. Situr úti á gangstétt, skoðar mannlífið og fær klapp.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Dýr Reykjavík Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Talið er að alvarlegir áverkar heimiliskattar á Sólvallagötu í Vesturbæ séu af mannavöldum. Kötturinn missti fjórar tennur við þungt högg í andlitið, mögulega spark, og missti einnig mikið blóð. Eigandi kisu segir hana hafa verið nær dauða en lífi, þó hún sé nú að braggast, og hefur íhugað að tilkynna málið til lögreglu. Sesselja Jóns Hersteinsdóttir, eigandi læðunnar Tiffany, vakti fyrst athygli á atvikinu inni á Facebook-hóp Vesturbæinga nú í vikunni, fyrst og fremst til að óska eftir vitnum ef einhver væru, og færslan vakti mikil viðbrögð. Fjöldi fólks hefur deilt henni og þá keppast Vesturbæingar við að senda Tiffany batakveðjur í athugasemdum. Fossaði úr henni blóðið Sesselja lýsir atburðarásinni í samtali við Vísi. Tiffany kom heim síðdegis á föstudag. Sonur Sesselju, sem er einn helsti vinur kisu, tók á móti henni en þegar hann hófst handa við að klappa henni tóku þau mæðginin eftir því að ekki var allt með felldu. „Það heyrðist skrýtið hljóð í henni og þá var eins og það væri eitthvað í munninum á henni. Og svo auðvitað fossaði blóð út úr henni,“ segir Sesselja. Þau hringdu strax á dýralæknavaktina og brunuðu svo með hana upp í Mosfellsbæ. Sesselja segir að hún hafi fyrst ályktað sem svo að Tiffany hefði orðið fyrir bíl eða dottið og meitt sig. Þungt spark eða högg Dýralæknir í Mosfellsbæ sem tók við Tiffany er hins vegar á öðru máli og telur líklegast að áverkarnir séu af mannavöldum. Tiffany var svæfð og úr henni teknar þrjár tennur. Fjórða tönnin, jaxl, datt hins vegar úr með rótum. Sesselja Jóns Hersteinsdóttir, eigandi Tiffany.Aðsend „Og okkur fannst það auðvitað mjög spes. Svo var saumað fyrir tvo tveggja sentímetra langa skurði á tungunni, tennurnar höfðu skorist í hana. Allt blóðið var úr tungunni og hún missti alveg rosalega mikið blóð,“ segir Sesselja. „Auðvitað veit maður ekkert hvað gerðist en þetta eru mjög miklir áverkar í andliti. Dýralæknirinn var á því að þetta væri ekki eftir bílslys, fall eða slagsmál. Henni fannst líklegast að þetta væri af mannavöldum, þungt spark eða högg, af því að þetta var þetta staðbundið.“ Nær dauða en lífi Sesselja fór með Tiffany heim eftir svæfinguna þar sem hún byrjaði að jafna sig. Fljótlega byrjaði kisu þó að hraka verulega og um nóttina var vart lífsmark með henni. Snemma um morguninn byrjaði hún svo að taka skjálftaköst. „Tungan lafði út og hún var alveg ísköld, allt hold orðið hvítt; tannholdið, trýnið og þófarnir. Ég setti þvottapoka við tunguna því hún var orðin þurr, hitateppi undir Tiffany og hitateppi ofan á hana. Svo var vakað yfir henni um nóttina.“ Tiffany eins og hún á að sér að vera.Aðsend Sesselja segir að áverkarnir hafi að öllum líkindum verið meiri en upphaflega var talið og hefur eftir dýralækninum að ef til vill hafi myndast gúlpur í höfðinu sem svo sprakk. Dýralæknirinn hafi jafnframt talið afar ólíklegt að Tiffany lifði nóttina af. „Ég talaði við hana klukkan 9 um morguninn og það fyrsta sem hún sagði var: Er hún dáin?“ En Tiffany þraukaði og er nú öll að braggast, að sögn Sesselju. Hún fékk sýkla- og verkjalyf, auk þess sem hún fær sérstakan mat fyrir veika ketti. „Það er bara dekur, dekur, dekur,“ segir Sesselja sem hyggst fara með Tiffany aftur í skoðun til dýralæknis eftir helgi. Fer aldrei langt Þá segir Sesselja að viðbrögð við Facebook-færslunni hafi verið ótrúleg. Afar gott sé að finna fyrir stuðningi nágranna og annarra velunnara Tiffany. „Nágrannar hafa sent mér skilaboð til að spyrja hvernig hún hefur það, segjast elska Tiffany og hitta hana alltaf þegar þeir fara í vinnuna.“ Aðspurð segir Sesselja að hún hafi leitt hugann að því að tilkynna málið til lögreglu og raunar verið hvött ítrekað til þess. Þá hafi Tiffany að öllum líkindum hlotið áverkana í næsta nágrenni Sólvallagötu þar sem hún fari aldrei langt frá heimili sínu. „Hún er bara hérna fyrir utan eða í götunum kring. Situr úti á gangstétt, skoðar mannlífið og fær klapp.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Dýr Reykjavík Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira