Farið fram á úttekt á viðbrögðum við hjálparbeiðnum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. janúar 2020 20:00 Gera þarf óháða úttekt á því hvernig brugðist er við hjálparbeiðnum þegar um andleg veikindi er að ræða að mati Geðhjálpar. Framkvæmdastjóri félagsins telur að verkferlar Neyðarlínunnar, eins og þeim hefur verið lýst, beri vitni um fordóma. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar að öllum verkferlum hafi verið fylgt í máli Heklu Lindar, ungrar konu sem lést eftir átök við lögreglumenn sem handtóku hana þegar hún var í slæmu geðrofsástandi eftir neyslu fíkniefna. Vinur hennar, sem hafði verið með henni í samkvæmi, hringdi nokkrum sinnum í Neyðarlínuna og bað um sjúkrabíl vegna manneskju í geðrofi. Neyðarlínan sendi lögreglubíl á staðinn til að tryggja vettvang en ekki sjúkrabíl. Það hafi verið samkvæmt verklagi. Geðhjálp sendi frá sér ályktun í dag þar sem farið er fram á að óháð úttekt verði gerð á verkferlum í málum sem þessum. Hekla Lind Jónsdóttir var aðeins 25 ára þegar hún lést eftir að lögregla hafði afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi eftir neyslu fíkniefna síðasta vor. „Ef þeir eru með þessum hætti, að þá eru þeir meingallaðir. Og við viljum að óháðir aðilar skoði það. Ég vil vita hvort þetta séu vinnubrögð sem eru viðhöfð eða hvort þetta sé tilfallandi tilfelli sem verið er að vísa í," segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Viðbrögðin feli í sér mismunun. „Og ég býst við að sú mismunun byggi á fordómum. Og í þessu tilfelli fordómum fyrir fólki sem glímir við geðrænar áskoranir. Og það er alvarlegt," segir Grímur. Hann bendir á að fólk geti farið í geðrofsástand af ýmsum ástæðum. „Það er ekki bara vegna þess að fólk sé að neyta fíkniefna. Það getur meðal annars verið vegna þess að fólk er í flogakasti, það getur verið vegna elliglapa, svefnleysis og það er ýmislegt fleira," segir Grímur. „Það bara að senda í öllum tilfellum sjúkrabíl á vettvang, þegar það er verið að kalla á hjálp," segir Grímur. Kompás Lögreglan Sjúkraflutningar Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Gera þarf óháða úttekt á því hvernig brugðist er við hjálparbeiðnum þegar um andleg veikindi er að ræða að mati Geðhjálpar. Framkvæmdastjóri félagsins telur að verkferlar Neyðarlínunnar, eins og þeim hefur verið lýst, beri vitni um fordóma. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar að öllum verkferlum hafi verið fylgt í máli Heklu Lindar, ungrar konu sem lést eftir átök við lögreglumenn sem handtóku hana þegar hún var í slæmu geðrofsástandi eftir neyslu fíkniefna. Vinur hennar, sem hafði verið með henni í samkvæmi, hringdi nokkrum sinnum í Neyðarlínuna og bað um sjúkrabíl vegna manneskju í geðrofi. Neyðarlínan sendi lögreglubíl á staðinn til að tryggja vettvang en ekki sjúkrabíl. Það hafi verið samkvæmt verklagi. Geðhjálp sendi frá sér ályktun í dag þar sem farið er fram á að óháð úttekt verði gerð á verkferlum í málum sem þessum. Hekla Lind Jónsdóttir var aðeins 25 ára þegar hún lést eftir að lögregla hafði afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi eftir neyslu fíkniefna síðasta vor. „Ef þeir eru með þessum hætti, að þá eru þeir meingallaðir. Og við viljum að óháðir aðilar skoði það. Ég vil vita hvort þetta séu vinnubrögð sem eru viðhöfð eða hvort þetta sé tilfallandi tilfelli sem verið er að vísa í," segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Viðbrögðin feli í sér mismunun. „Og ég býst við að sú mismunun byggi á fordómum. Og í þessu tilfelli fordómum fyrir fólki sem glímir við geðrænar áskoranir. Og það er alvarlegt," segir Grímur. Hann bendir á að fólk geti farið í geðrofsástand af ýmsum ástæðum. „Það er ekki bara vegna þess að fólk sé að neyta fíkniefna. Það getur meðal annars verið vegna þess að fólk er í flogakasti, það getur verið vegna elliglapa, svefnleysis og það er ýmislegt fleira," segir Grímur. „Það bara að senda í öllum tilfellum sjúkrabíl á vettvang, þegar það er verið að kalla á hjálp," segir Grímur.
Kompás Lögreglan Sjúkraflutningar Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira