Greindist með bótúlismaeitrun á Íslandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. janúar 2020 12:44 Bótúlismi er mjög sjaldgæf eitrun sem hefur aðeins greinst hér á landi þrisvar sinnum. Bótúlismi var greindur í fullorðnum einstaklingi hér á landi þann 18. janúar síðastliðinn, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landlæknisembættinu og Matvælastofnun. Fyrstu einkenni byrjuðu 12. janúar og var eitrunin staðfest tæpri viku síðar. Uppruna eitrunarinnar er nú ákaft leitað í samvinnu við heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga, Matvælastofnun, sóttvarnalækni auk sýkla- og veirufræðideildar Landspítala og rannsóknarstofu Matís. Eitrunarinnar hefur ekki orðið vart hjá öðrum einstaklingum. Bótulismi er eitrun af völdum Clostridium botulinum, sem er grómyndandi, loftfælin baktería. Bakterían getur myndað mjög öflugt eitur (botulinum toxin) og ef hún nær að vaxa í matvælum veldur hún alvarlegum veikindum með lömunum sem leitt geta til dauða, að því er segir á vef Landlæknis. Tími frá neyslu mengaðra matvæla til veikinda er stuttur, frá nokkrum klukkustundum til þriggja sólarhringa og helstu einkenni eru hratt vaxandi lamanir. Ekkert bendir þó til þess í yfirstandandi rannsókn að upprunann megi finna í matvælum sem eru í dreifingu. Bótúlismi er mjög sjaldgæf eitrun sem hefur aðeins greinst hér á landi þrisvar sinnum, fyrst árið 1949 þegar fjórir menn veiktust eftir neyslu súrsaðs dilkakjöts, aftur 1981 þegar fjögurra manna fjölskylda veiktist og síðast árið 1983 þegar móðir og barn veiktust eftir að hafa borðað súrt slátur sem bakterían fannst í. Algengustu orsakir bótúlisma eru heimalöguð matvæli eins og kjöt, fiskur, grænmeti og ávextir, sem eru oftast niðursoðin, grafin, súrsuð eða gerjuð og gjarnan í lofttæmdum umbúðum. Því er mikilvægt að vanda vel til verka við slíka vinnslu, bæði í heimahúsum og í matvælafyrirtækjum. Almennar ráðleggingar við meðhöndlun matvæla frá Landlækni: Forðist bólgnar/gallaðar niðursuðudósir/umbúðir Skolið grænmeti og ávexti fyrir notkun Haldið hráum og elduðum matvælum aðskildum Hitið matvæli nægjanlega mikið og tryggið hraða kælingu ef þeirra er ekki neytt strax Haldið kælivörum við 0–4 °C Fylgið leiðbeiningum og geymsluþolsmerkingum á matvælum Nánari upplýsingar má finna á vef Matvælastofnunar og embættis landlæknis. Heilbrigðismál Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sjá meira
Bótúlismi var greindur í fullorðnum einstaklingi hér á landi þann 18. janúar síðastliðinn, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landlæknisembættinu og Matvælastofnun. Fyrstu einkenni byrjuðu 12. janúar og var eitrunin staðfest tæpri viku síðar. Uppruna eitrunarinnar er nú ákaft leitað í samvinnu við heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga, Matvælastofnun, sóttvarnalækni auk sýkla- og veirufræðideildar Landspítala og rannsóknarstofu Matís. Eitrunarinnar hefur ekki orðið vart hjá öðrum einstaklingum. Bótulismi er eitrun af völdum Clostridium botulinum, sem er grómyndandi, loftfælin baktería. Bakterían getur myndað mjög öflugt eitur (botulinum toxin) og ef hún nær að vaxa í matvælum veldur hún alvarlegum veikindum með lömunum sem leitt geta til dauða, að því er segir á vef Landlæknis. Tími frá neyslu mengaðra matvæla til veikinda er stuttur, frá nokkrum klukkustundum til þriggja sólarhringa og helstu einkenni eru hratt vaxandi lamanir. Ekkert bendir þó til þess í yfirstandandi rannsókn að upprunann megi finna í matvælum sem eru í dreifingu. Bótúlismi er mjög sjaldgæf eitrun sem hefur aðeins greinst hér á landi þrisvar sinnum, fyrst árið 1949 þegar fjórir menn veiktust eftir neyslu súrsaðs dilkakjöts, aftur 1981 þegar fjögurra manna fjölskylda veiktist og síðast árið 1983 þegar móðir og barn veiktust eftir að hafa borðað súrt slátur sem bakterían fannst í. Algengustu orsakir bótúlisma eru heimalöguð matvæli eins og kjöt, fiskur, grænmeti og ávextir, sem eru oftast niðursoðin, grafin, súrsuð eða gerjuð og gjarnan í lofttæmdum umbúðum. Því er mikilvægt að vanda vel til verka við slíka vinnslu, bæði í heimahúsum og í matvælafyrirtækjum. Almennar ráðleggingar við meðhöndlun matvæla frá Landlækni: Forðist bólgnar/gallaðar niðursuðudósir/umbúðir Skolið grænmeti og ávexti fyrir notkun Haldið hráum og elduðum matvælum aðskildum Hitið matvæli nægjanlega mikið og tryggið hraða kælingu ef þeirra er ekki neytt strax Haldið kælivörum við 0–4 °C Fylgið leiðbeiningum og geymsluþolsmerkingum á matvælum Nánari upplýsingar má finna á vef Matvælastofnunar og embættis landlæknis.
Heilbrigðismál Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sjá meira