Biðla til NBA um að hjálpa Delonte West eftir átakanlegt myndband fór á flug á netinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2020 10:45 Delonte West var liðsfélagi LeBron James í nokkur tímabil. Hér fær hann góð ráð frá kónginum. Getty/Kevin C. Cox Sorglegt myndband af fyrrum NBA-leikmanni hefur farið eins og eldur um sinu í netheimunum. Það er augljóst að þar fer maður sem þarf lífsnauðsynlega á hjálp að halda og hana finnst mörgum hann eigi að fá frá NBA-deildinni. Delonte West spilaði í NBA-deildinni í átta ár þar á meðal með liði Cleveland Cavaliers í þrjú tímabil. Hann spilaði alls 432 deildarleiki og 58 leiki í úrslitakeppni. Eitt allra besta tímabil hans var með Cleveland Cavaliers 2008-09 þegar liðið fór í undanúrslit úrslitakeppninnar og hann var mrð 13,8 stig að meðaltali í úrslitakeppninni. Líf hans eftir að NBA-ferlinum lauk hefur verið á hraðri niðurleið og umrætt myndband sem sýnir hann, að því virðist undir áhrifum eiturlyfja, lenda í miklum ógöngum á miðri götu í Washington D.C, eins og sjá má hér fyrir neðan. Slim doing bad NBA need to offer him some help pic.twitter.com/b7MtTj9JAt— Maybe: Damani (@damani_givens) January 21, 2020 Margir hafa freistast til að gera grín af Delonte West og hræðilegu ástandi hans enda hefur fallið verið mikið síðan að hann var ein af stjörnunum í NBA-deildinni. Það hafa aftur á móti margir NBA leikmenn og aðrar íþróttastjörnur gagnrýnt þá meðferð og kalla um leið eftir því að Delonte West fá þá aðstoð sem hann þarf greinilega á að halda. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fréttist af Delonte West í vandræðum á götunni og einhverjir hafa spurt sig hvort að hann sé heimilislaus eða að því hvernig líf hans hafi geta farið svo hratt niður á við eftir að hafa unnið sér inn alls tvo milljarða sem leikmaður í NBA-deildinni. Það á eftir að koma í ljós hvort NBA-deildin sé tilbúin að grípa inn í en það sem er pottþétt að Delonte West þarf hjálp að halda og það strax. Hann er enn bara 36 ára gamall. NBA Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Sjá meira
Sorglegt myndband af fyrrum NBA-leikmanni hefur farið eins og eldur um sinu í netheimunum. Það er augljóst að þar fer maður sem þarf lífsnauðsynlega á hjálp að halda og hana finnst mörgum hann eigi að fá frá NBA-deildinni. Delonte West spilaði í NBA-deildinni í átta ár þar á meðal með liði Cleveland Cavaliers í þrjú tímabil. Hann spilaði alls 432 deildarleiki og 58 leiki í úrslitakeppni. Eitt allra besta tímabil hans var með Cleveland Cavaliers 2008-09 þegar liðið fór í undanúrslit úrslitakeppninnar og hann var mrð 13,8 stig að meðaltali í úrslitakeppninni. Líf hans eftir að NBA-ferlinum lauk hefur verið á hraðri niðurleið og umrætt myndband sem sýnir hann, að því virðist undir áhrifum eiturlyfja, lenda í miklum ógöngum á miðri götu í Washington D.C, eins og sjá má hér fyrir neðan. Slim doing bad NBA need to offer him some help pic.twitter.com/b7MtTj9JAt— Maybe: Damani (@damani_givens) January 21, 2020 Margir hafa freistast til að gera grín af Delonte West og hræðilegu ástandi hans enda hefur fallið verið mikið síðan að hann var ein af stjörnunum í NBA-deildinni. Það hafa aftur á móti margir NBA leikmenn og aðrar íþróttastjörnur gagnrýnt þá meðferð og kalla um leið eftir því að Delonte West fá þá aðstoð sem hann þarf greinilega á að halda. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fréttist af Delonte West í vandræðum á götunni og einhverjir hafa spurt sig hvort að hann sé heimilislaus eða að því hvernig líf hans hafi geta farið svo hratt niður á við eftir að hafa unnið sér inn alls tvo milljarða sem leikmaður í NBA-deildinni. Það á eftir að koma í ljós hvort NBA-deildin sé tilbúin að grípa inn í en það sem er pottþétt að Delonte West þarf hjálp að halda og það strax. Hann er enn bara 36 ára gamall.
NBA Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Sjá meira