Smit gætu greinst daglega út ágúst og inn í september Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Stefán Ó. Jónsson skrifa 15. ágúst 2020 13:35 Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, sem fer fyrir teyminu við HÍ sem vinnur spálíkan um líklega þróun Covid-19 á Íslandi. Vísir/Stöð 2 Gera má ráð fyrir að kórónuveirusmit haldi áfram að greinast svo gott sem daglega hér á landi út ágústmánuð og eitthvað inn í septemberbyrjun, samkvæmt nýju spálíkani. Óvissan sé þó mikil, t.d. vegna skólahaldsins sem hefst á næstu dögum. Háskóli Íslands, Landlæknir og Landspítalinn hafa vega og vanda af nýja spálíkaninu, sem leit dagsins ljós í gær. Thor Aspelund prófessor í líftölfræði fer fyrir teyminu á bakvið líkanið. „Við erum að fara hægt af stað, hægari vöxtur en í fyrstu bylgju, og við verðum að horfa stutt fram í tímann og vera vakandi fyrir því hvort við séum að sveigja af þeirri leið,“ segir Thor. Skjótum viðbrögðum að þakka að smitstuðullinn var haminn Samkomuhöft voru innleidd á áttunda degi annarrar bylgju en á tólfta degi í fyrstu bylgju, sem er fjögurra daga munur. Vísbendingar séu um að skjótu viðbrögðunum í seinni bylgjunni hafi tekist að hemja smitstuðulinn. „Það tekur kannski viku, tvær, að sjá það þannig að við teljum að það sé allavega að einhverju leiti komið fram núna. Vöxturinn hefði verði jafnvel hraðari hefði þetta verið sett af stað jafnvel nokkrum dögum seinna.“ Samkvæmt líkaninu, sem nær til næstu þriggja vikna, er líklegt að daglegur fjöldi nýgreindra smita verði á milli 0 til 5. Sá fjöldi gæti þó náð hátt í 12, en minni líkur eru taldar á því. „Þetta gæti teygst áfram inn í september en þó eru heldur meiri líkur á að þetta fari lækkandi. Ég bara ítreka aftur að óvissan er mikil,“ segir Thor. Skólastarf haustsins sé þannig einn óvissuþátt. „Hvernig geta svona stór tímamörk í okkar lífi haft áhrif inn á hvernig faraldurinn gengur? Við höfum ekki neitt módel fyrir svoleiðis ennþá.“ Þrátt fyrir þróunina síðustu daga segir Thor að smitin séu engu að síður allt of mörg og að enn geti brugðið til beggja vona. Full ástæða sé því til að taka faraldrinum alvarlega. „Það er alltaf þessi möguleiki á að fjöldinn verði miklu meiri. Þetta er alls staðar svona í óvissu, þannig að við verðum bara að vera vel á verði og taka þessu alvarlega,“ segir Thor. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sjö greindust með veiruna innanlands Sjö greindust með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 innanlands í gær og greindust þeir allir hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. 15. ágúst 2020 11:03 „Við erum ekki að lofa veirufríu samfélagi“ Frá og með næsta miðvikudegi verða allir skimaðir fyrir kórónuveirunni við landamærin og síðan aftur eftir fjóra til fimm daga að lokinni sóttkví. Forsætisráðherra segir ekki hægt að lofa veirufríu landi en verið sé að lágmarka áhættuna. 14. ágúst 2020 19:12 Aðgerðir á landamærum geta dregið úr ábata ferðaþjónustu sem og komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir Hagræn greining fjármála- og efnahagsráðuneytisins leiðir í ljós að sóttvarnaaðgerðir á landamærum Íslands geta dregið verulega úr ábata af ferðaþjónustu en á sama tíma komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir ef kórónuveiran kemst inn í landið með ferðalöngum. 14. ágúst 2020 18:26 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Fleiri fréttir Minnstu munaði að hitamet yrði slegið í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Sjá meira
Gera má ráð fyrir að kórónuveirusmit haldi áfram að greinast svo gott sem daglega hér á landi út ágústmánuð og eitthvað inn í septemberbyrjun, samkvæmt nýju spálíkani. Óvissan sé þó mikil, t.d. vegna skólahaldsins sem hefst á næstu dögum. Háskóli Íslands, Landlæknir og Landspítalinn hafa vega og vanda af nýja spálíkaninu, sem leit dagsins ljós í gær. Thor Aspelund prófessor í líftölfræði fer fyrir teyminu á bakvið líkanið. „Við erum að fara hægt af stað, hægari vöxtur en í fyrstu bylgju, og við verðum að horfa stutt fram í tímann og vera vakandi fyrir því hvort við séum að sveigja af þeirri leið,“ segir Thor. Skjótum viðbrögðum að þakka að smitstuðullinn var haminn Samkomuhöft voru innleidd á áttunda degi annarrar bylgju en á tólfta degi í fyrstu bylgju, sem er fjögurra daga munur. Vísbendingar séu um að skjótu viðbrögðunum í seinni bylgjunni hafi tekist að hemja smitstuðulinn. „Það tekur kannski viku, tvær, að sjá það þannig að við teljum að það sé allavega að einhverju leiti komið fram núna. Vöxturinn hefði verði jafnvel hraðari hefði þetta verið sett af stað jafnvel nokkrum dögum seinna.“ Samkvæmt líkaninu, sem nær til næstu þriggja vikna, er líklegt að daglegur fjöldi nýgreindra smita verði á milli 0 til 5. Sá fjöldi gæti þó náð hátt í 12, en minni líkur eru taldar á því. „Þetta gæti teygst áfram inn í september en þó eru heldur meiri líkur á að þetta fari lækkandi. Ég bara ítreka aftur að óvissan er mikil,“ segir Thor. Skólastarf haustsins sé þannig einn óvissuþátt. „Hvernig geta svona stór tímamörk í okkar lífi haft áhrif inn á hvernig faraldurinn gengur? Við höfum ekki neitt módel fyrir svoleiðis ennþá.“ Þrátt fyrir þróunina síðustu daga segir Thor að smitin séu engu að síður allt of mörg og að enn geti brugðið til beggja vona. Full ástæða sé því til að taka faraldrinum alvarlega. „Það er alltaf þessi möguleiki á að fjöldinn verði miklu meiri. Þetta er alls staðar svona í óvissu, þannig að við verðum bara að vera vel á verði og taka þessu alvarlega,“ segir Thor.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sjö greindust með veiruna innanlands Sjö greindust með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 innanlands í gær og greindust þeir allir hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. 15. ágúst 2020 11:03 „Við erum ekki að lofa veirufríu samfélagi“ Frá og með næsta miðvikudegi verða allir skimaðir fyrir kórónuveirunni við landamærin og síðan aftur eftir fjóra til fimm daga að lokinni sóttkví. Forsætisráðherra segir ekki hægt að lofa veirufríu landi en verið sé að lágmarka áhættuna. 14. ágúst 2020 19:12 Aðgerðir á landamærum geta dregið úr ábata ferðaþjónustu sem og komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir Hagræn greining fjármála- og efnahagsráðuneytisins leiðir í ljós að sóttvarnaaðgerðir á landamærum Íslands geta dregið verulega úr ábata af ferðaþjónustu en á sama tíma komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir ef kórónuveiran kemst inn í landið með ferðalöngum. 14. ágúst 2020 18:26 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Fleiri fréttir Minnstu munaði að hitamet yrði slegið í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Sjá meira
Sjö greindust með veiruna innanlands Sjö greindust með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 innanlands í gær og greindust þeir allir hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. 15. ágúst 2020 11:03
„Við erum ekki að lofa veirufríu samfélagi“ Frá og með næsta miðvikudegi verða allir skimaðir fyrir kórónuveirunni við landamærin og síðan aftur eftir fjóra til fimm daga að lokinni sóttkví. Forsætisráðherra segir ekki hægt að lofa veirufríu landi en verið sé að lágmarka áhættuna. 14. ágúst 2020 19:12
Aðgerðir á landamærum geta dregið úr ábata ferðaþjónustu sem og komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir Hagræn greining fjármála- og efnahagsráðuneytisins leiðir í ljós að sóttvarnaaðgerðir á landamærum Íslands geta dregið verulega úr ábata af ferðaþjónustu en á sama tíma komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir ef kórónuveiran kemst inn í landið með ferðalöngum. 14. ágúst 2020 18:26