CSKA Moskva fékk Tambov í heimsókn í rússnesku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur 2-1 fyrir CSKA þar sem Arnór Sigurðsson lagði upp fyrra mark liðsins. Hörður Björgvin Magnússon hóf hins vegar leikinn á bekknum.
Konstantin Kuchaev kom heimamönnum yfir í dag með marki á 29. mínútu en Arnór lagði upp á Kuchaev. Gestirnir höfðu hins vegar jafnað metin fyrir hálfleik og staðan því 1-1 er liðin gengu til búningsherbergja.
Varamaðurinn Ilia Shkurin kom heimamönnum yfir á 55. mínútu og reyndist það sigurmark leiksins. Arnór fór út af í þann mund sem Hörður Björgvin kom inn á en CSKA gerði tvöfalda skiptingu þegar rúmur klukkutími var liðinn.
Lokatölur 2-1 og CSKA þar af leiðandi með tvo sigra í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins. Er liðið sem stendur á toppi deildarinnar með sex stig líkt og Lokomotiv Moskva.