Daníel Guðni: Hann hefur skemmtileg og jákvæð áhrif á liðið Smári Jökull Jónsson í Mustad-höllinni skrifar 31. janúar 2020 20:13 Daníel Guðni var ánægður eftir sigurinn í kvöld, þann fyrsta í sex leikjum hjá Grindavík. VÍSIR/BÁRA „Það var gaman að sjá leikmenn vera brosandi inná, fólk í stúkunni brosandi og þjálfarann loksins brosandi á hliðarlínunni," sagði ánægður þjálfari Grindvíkinga, Daníel Guðni Guðmundsson, eftir sigur hans manna á Fjölni í kvöld. Sigurinn var langþráður eftir fimm töp í röð. „Þetta var mjög flott á mörgum köflum í leiknum. Við byrjuðum af mikilli hörku og gáfum þeim lítinn séns. Við lentum í smá vandræðum í upphafi þriðja en síðan fundum við lausn á því og þetta var bara nokkuð þægilegt." Grindvíkingar mættu klárir til leiks í kvöld og það sást á mönnum fyrir leik að það var góð stemmning í liðinu þrátt fyrir erfitt gengi. „Já, bara almennt. Menn vita að þegar það er mikið undir þá eiga menn að vera góðir. Það var mikið undir hér í kvöld og leikmenn léku á als oddi. Það þarf að hafa gaman af þessu, það er grunnurinn og ég er bara mjög ánægður með frammistöðuna hér í kvöld." „Við eigum leik á mánudaginn gegn líklega sterkasta liði deildarinnar. Það var fínt að fá góða frammistöðu en það er margt sem við þurfum að fínpússa og laga." Seth LeDay lék sinn fyrsta leik fyrir Grindavíkina og var flottur. Hann skoraði 23 stig, tók 10 fráköst og smitaði út frá sér með góðri frammistöðu í vörninni. „Hann hefur virkilega skemmtileg og jákvæð áhrif á liðið. Hann er góður að staðsetja sig með Valdas og Ólafi og fær opnar körfur útaf því. Við vorum ekkert að leita neitt sérstaklega af honum í dag, hann fékk bara nokkur opin færi." „Svo var hann duglegur í vörninni, eitthvað öðruvísi en síðasti leikmaður sem við vorum með í ameríska hlutverkinu," sagði Daníel Guðni og skaut þar létt á Jamal Olasawere, fyrrum leikmann liðsins. Uppsettur sóknarleikur hjá Grindavík gekk betur í kvöld en oft áður í vetur og þeir Ingvi Þór Guðmundsson og Miljan Rakic stýrðu honum vel. „Ingvi kom mér skemmtilega á óvart í kvöld, ég veit að hann hefur þetta í sér og ég veit að hann er alltaf tilbúinn að bæta sinn leik og hlusta á mig og aðra. Hann er frábær skorari að sjálfsögðu og en var að stýra leiknum vel í kvöld." „Miljan er svo með þetta blóð í sér að stjórna leikjum. Þeir voru að vinna vel saman í kvöld og ég var ánægður með 90+ í sóknaraðgerðum í dag." Dominos-deild karla Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Sjá meira
„Það var gaman að sjá leikmenn vera brosandi inná, fólk í stúkunni brosandi og þjálfarann loksins brosandi á hliðarlínunni," sagði ánægður þjálfari Grindvíkinga, Daníel Guðni Guðmundsson, eftir sigur hans manna á Fjölni í kvöld. Sigurinn var langþráður eftir fimm töp í röð. „Þetta var mjög flott á mörgum köflum í leiknum. Við byrjuðum af mikilli hörku og gáfum þeim lítinn séns. Við lentum í smá vandræðum í upphafi þriðja en síðan fundum við lausn á því og þetta var bara nokkuð þægilegt." Grindvíkingar mættu klárir til leiks í kvöld og það sást á mönnum fyrir leik að það var góð stemmning í liðinu þrátt fyrir erfitt gengi. „Já, bara almennt. Menn vita að þegar það er mikið undir þá eiga menn að vera góðir. Það var mikið undir hér í kvöld og leikmenn léku á als oddi. Það þarf að hafa gaman af þessu, það er grunnurinn og ég er bara mjög ánægður með frammistöðuna hér í kvöld." „Við eigum leik á mánudaginn gegn líklega sterkasta liði deildarinnar. Það var fínt að fá góða frammistöðu en það er margt sem við þurfum að fínpússa og laga." Seth LeDay lék sinn fyrsta leik fyrir Grindavíkina og var flottur. Hann skoraði 23 stig, tók 10 fráköst og smitaði út frá sér með góðri frammistöðu í vörninni. „Hann hefur virkilega skemmtileg og jákvæð áhrif á liðið. Hann er góður að staðsetja sig með Valdas og Ólafi og fær opnar körfur útaf því. Við vorum ekkert að leita neitt sérstaklega af honum í dag, hann fékk bara nokkur opin færi." „Svo var hann duglegur í vörninni, eitthvað öðruvísi en síðasti leikmaður sem við vorum með í ameríska hlutverkinu," sagði Daníel Guðni og skaut þar létt á Jamal Olasawere, fyrrum leikmann liðsins. Uppsettur sóknarleikur hjá Grindavík gekk betur í kvöld en oft áður í vetur og þeir Ingvi Þór Guðmundsson og Miljan Rakic stýrðu honum vel. „Ingvi kom mér skemmtilega á óvart í kvöld, ég veit að hann hefur þetta í sér og ég veit að hann er alltaf tilbúinn að bæta sinn leik og hlusta á mig og aðra. Hann er frábær skorari að sjálfsögðu og en var að stýra leiknum vel í kvöld." „Miljan er svo með þetta blóð í sér að stjórna leikjum. Þeir voru að vinna vel saman í kvöld og ég var ánægður með 90+ í sóknaraðgerðum í dag."
Dominos-deild karla Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Sjá meira