Sendiherra Hvíta-Rússlands í Slóvakíu lýsir yfir stuðningi við mótmælendur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. ágúst 2020 09:53 Ihor Leshenya, sendiherra Hvíta-Rússlands í Slóvakíu. Skjáskot/YouTube Fyrir rétt rúmum klukkutíma setti Ihor Leshenya, sendiherra Hvíta-Rússlands í Slóvakíu, ávarp inn á Youtube. Í ávarpinu, sem er tekið upp í sendiherrabústaðnum, lýsir sendiherrann yfir stuðningi við mótmælendur og segir sitjandi forseta, Alexander Lúkasjenkó, þurfa að víkja úr embætti. Þannig er hluti stjórnar forsetans byrjuð að snúast gegn honum en búist er við að fleiri sendiherrar bætist í hópinn. Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hafa haldið því fram að mótmælandi sem skotinn var til bana hafi haft torkennilegan hlut í höndunum, jafnvel sprengju. En á myndbandi sem vitni tók á síma og birt hefur verið á samfélagsmiðlum sést að maðurinn hafði ekkert í höndunum. Tveir mótmælendur hafa látið lífið í óeirðunum. Alexander Taraikovsky, 34 ára mótmælandi, dó á mánudaginn síðastliðinn í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, í óeirðunum sem brutust þar út. Taraikovsky var skotinn til bana af lögreglu en yfirvöld hafa haldið því fram að hann hafi haldið á sprengju sem hann hugðist kasta að lögreglumönnum og hann hafi látist þegar hún sprakk á meðan hann hélt enn á henni. Ljóst að hann hélt ekki á neinu Í myndskeiðinu sést Taraikovsky standa með hendur við síðu á meðan blóð vellur úr brjósti hans og sprengju- og skothljóð óma allt um kring. Hann hrynur svo í jörðina fyrir framan hóp lögreglumanna og liggur hreyfingarlaus, áður en lögreglumaður gengur að líkinu og hópi fólks sem stóð nærri. Elena German, kærasta Taraikovsky, segir að eftir að hún hafi horft á myndbandið hafi verið ljóst að hann hafi ekki haldið á neinu. Hann hafi verið skotinn af lögreglu, gripið um brjóstkassann, blóð hafi lekið úr sárinu og hann fallið til jarðar.Miklar óeirðir hafa verið í landinu síðustu daga en í dag er vika liðin frá því að íbúar landsins fóru að mótmæla niðurstöðum forsetakosninga, sem fóru fram síðastliðinn sunnudag. Mótmælendur pyntaðir í haldi lögreglu Niðurstöðurnar hafa verið harðlega gagnrýndar af erlendum eftirlitsaðilum og telja margir að forsetinn hafi beitt kosningasvindli en hann hlaut yfirgnæfandi meirihluta atkvæða, um 80 prósent á móti 10 prósentum sem mótframbjóðandi hans, Svetlana Tikhanovskaya, hlaut. Artem Pronin, mótmælandi, sýnir áverka sem hann segist hafa hlotið eftir pyntingar í haldi lögreglu.EPA-EFE/TATYANA ZENKOVICH Tikhanovskaya, sem í kjölfar kosninganna flúði til Litháens, vill meina að þau atkvæði sem rétt hefðu verið talin gæfu til kynna að hún hafi fengið stuðning 60 til 70 prósenta kjósenda. Þúsundir mótmæla um land allt en fregnir hafa borist af ofbeldi lögreglu og öryggissveita gegn mótmælendum síðustu daga. Hátt í sjö þúsund hafa verið handteknir síðustu vikuna og hafa margir greint frá pyntingum sem þeir hafi þurft að sæta í haldi lögreglu. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Mótmæla umfjöllun hvítrússneska ríkissjónvarpsins Þúsundir mótmælenda hafa komið saman fyrir utan höfuðstöðvar hvítrússneska ríkissjónvarpsins í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands. 15. ágúst 2020 23:10 Segir Rússa reiðubúna að aðstoða stjórn Hvíta-Rússlands Mótmælaalda hefur riðið yfir Hvíta-Rússland eftir nýafstaðnar forsetakosningar. 15. ágúst 2020 20:05 Útlægur stjórnarandstöðuleiðtogi hvetur til friðsamlegra mótmæla Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, sem reis hratt upp á stjörnuhimininn í hvítrússneskum stjórnmálum, hefur hvatt íbúa landsins til þess að mótmæla friðsamlega um helgina um land allt. 15. ágúst 2020 08:20 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Fyrir rétt rúmum klukkutíma setti Ihor Leshenya, sendiherra Hvíta-Rússlands í Slóvakíu, ávarp inn á Youtube. Í ávarpinu, sem er tekið upp í sendiherrabústaðnum, lýsir sendiherrann yfir stuðningi við mótmælendur og segir sitjandi forseta, Alexander Lúkasjenkó, þurfa að víkja úr embætti. Þannig er hluti stjórnar forsetans byrjuð að snúast gegn honum en búist er við að fleiri sendiherrar bætist í hópinn. Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hafa haldið því fram að mótmælandi sem skotinn var til bana hafi haft torkennilegan hlut í höndunum, jafnvel sprengju. En á myndbandi sem vitni tók á síma og birt hefur verið á samfélagsmiðlum sést að maðurinn hafði ekkert í höndunum. Tveir mótmælendur hafa látið lífið í óeirðunum. Alexander Taraikovsky, 34 ára mótmælandi, dó á mánudaginn síðastliðinn í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, í óeirðunum sem brutust þar út. Taraikovsky var skotinn til bana af lögreglu en yfirvöld hafa haldið því fram að hann hafi haldið á sprengju sem hann hugðist kasta að lögreglumönnum og hann hafi látist þegar hún sprakk á meðan hann hélt enn á henni. Ljóst að hann hélt ekki á neinu Í myndskeiðinu sést Taraikovsky standa með hendur við síðu á meðan blóð vellur úr brjósti hans og sprengju- og skothljóð óma allt um kring. Hann hrynur svo í jörðina fyrir framan hóp lögreglumanna og liggur hreyfingarlaus, áður en lögreglumaður gengur að líkinu og hópi fólks sem stóð nærri. Elena German, kærasta Taraikovsky, segir að eftir að hún hafi horft á myndbandið hafi verið ljóst að hann hafi ekki haldið á neinu. Hann hafi verið skotinn af lögreglu, gripið um brjóstkassann, blóð hafi lekið úr sárinu og hann fallið til jarðar.Miklar óeirðir hafa verið í landinu síðustu daga en í dag er vika liðin frá því að íbúar landsins fóru að mótmæla niðurstöðum forsetakosninga, sem fóru fram síðastliðinn sunnudag. Mótmælendur pyntaðir í haldi lögreglu Niðurstöðurnar hafa verið harðlega gagnrýndar af erlendum eftirlitsaðilum og telja margir að forsetinn hafi beitt kosningasvindli en hann hlaut yfirgnæfandi meirihluta atkvæða, um 80 prósent á móti 10 prósentum sem mótframbjóðandi hans, Svetlana Tikhanovskaya, hlaut. Artem Pronin, mótmælandi, sýnir áverka sem hann segist hafa hlotið eftir pyntingar í haldi lögreglu.EPA-EFE/TATYANA ZENKOVICH Tikhanovskaya, sem í kjölfar kosninganna flúði til Litháens, vill meina að þau atkvæði sem rétt hefðu verið talin gæfu til kynna að hún hafi fengið stuðning 60 til 70 prósenta kjósenda. Þúsundir mótmæla um land allt en fregnir hafa borist af ofbeldi lögreglu og öryggissveita gegn mótmælendum síðustu daga. Hátt í sjö þúsund hafa verið handteknir síðustu vikuna og hafa margir greint frá pyntingum sem þeir hafi þurft að sæta í haldi lögreglu.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Mótmæla umfjöllun hvítrússneska ríkissjónvarpsins Þúsundir mótmælenda hafa komið saman fyrir utan höfuðstöðvar hvítrússneska ríkissjónvarpsins í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands. 15. ágúst 2020 23:10 Segir Rússa reiðubúna að aðstoða stjórn Hvíta-Rússlands Mótmælaalda hefur riðið yfir Hvíta-Rússland eftir nýafstaðnar forsetakosningar. 15. ágúst 2020 20:05 Útlægur stjórnarandstöðuleiðtogi hvetur til friðsamlegra mótmæla Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, sem reis hratt upp á stjörnuhimininn í hvítrússneskum stjórnmálum, hefur hvatt íbúa landsins til þess að mótmæla friðsamlega um helgina um land allt. 15. ágúst 2020 08:20 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Mótmæla umfjöllun hvítrússneska ríkissjónvarpsins Þúsundir mótmælenda hafa komið saman fyrir utan höfuðstöðvar hvítrússneska ríkissjónvarpsins í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands. 15. ágúst 2020 23:10
Segir Rússa reiðubúna að aðstoða stjórn Hvíta-Rússlands Mótmælaalda hefur riðið yfir Hvíta-Rússland eftir nýafstaðnar forsetakosningar. 15. ágúst 2020 20:05
Útlægur stjórnarandstöðuleiðtogi hvetur til friðsamlegra mótmæla Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, sem reis hratt upp á stjörnuhimininn í hvítrússneskum stjórnmálum, hefur hvatt íbúa landsins til þess að mótmæla friðsamlega um helgina um land allt. 15. ágúst 2020 08:20