Fyrstu niðurstöður benda til þess að eitt prósent landsmanna sé með veiruna Sylvía Hall og Birgir Olgeirsson skrifa 15. mars 2020 11:22 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Fyrstu niðurstöður úr skimun Íslenskrar erfðagreiningar benda til þess að um eitt prósent landsmanna sé með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Þetta staðfesti Þórólfur Guðnason í samtali við fréttastofu í dag. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir í samtali við fréttastofu að um tæplega eitt prósent sé að ræða. Að sögn Þórólfs eru þetta góðar fréttir þar sem niðurstöðurnar gefa til kynna að aðgerðir yfirvalda séu að skila árangri. Heilbrigðisyfirvöld hér á landi hafa leitað að veirunni í áhættuhópum en föstudag hóf Íslensk erfðagreining leit að veirunni í þeim hópi Íslendinga sem er utan áhættuhópsins. Áhættuhópurinn eru þeir sem hafa verið í einhverskonar tengslum við þá sem hafa smitast, verið í samskiptum við þá sem hafa smitast eða komið frá skilgreindum hættusvæðum. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.Vísir/Vilhelm Íslensk erfðagreining tók sýni úr 510 manns á föstudag, í gær komu inn 1049 og stefnir í að þúsund sýni verði tekin í dag. Af þeim sýnum er búið að skima um 700. Kári segir helming þeirra sem reyndust sýktir hafa verið einkennalausa. „Helmingurinn af því var einkennalaus, hinn helmingurinn var með venjulegt kvef,“ segir Kári Stefánsson. Þórólfur sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að ef niðurstöður bentu til þess að smit væru fá, yrði líklega haldið áfram með þær aðgerðir sem notaðar hafa verið hingað til. „Ef smitið í samfélaginu er mjög lágt þá er það vísbending um það að við höfum verið að gera góða hluti og árangursríka í að halda smitinu í skefjum. Það mun vafalaust þýða það að við munum halda áfram þeim aðgerðum sem við höfum verið að grípa til og nota fram að þessu," segir Þórólfur. Fréttin verður uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslensk erfðagreining Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Fyrstu niðurstöður úr skimun Íslenskrar erfðagreiningar benda til þess að um eitt prósent landsmanna sé með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Þetta staðfesti Þórólfur Guðnason í samtali við fréttastofu í dag. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir í samtali við fréttastofu að um tæplega eitt prósent sé að ræða. Að sögn Þórólfs eru þetta góðar fréttir þar sem niðurstöðurnar gefa til kynna að aðgerðir yfirvalda séu að skila árangri. Heilbrigðisyfirvöld hér á landi hafa leitað að veirunni í áhættuhópum en föstudag hóf Íslensk erfðagreining leit að veirunni í þeim hópi Íslendinga sem er utan áhættuhópsins. Áhættuhópurinn eru þeir sem hafa verið í einhverskonar tengslum við þá sem hafa smitast, verið í samskiptum við þá sem hafa smitast eða komið frá skilgreindum hættusvæðum. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.Vísir/Vilhelm Íslensk erfðagreining tók sýni úr 510 manns á föstudag, í gær komu inn 1049 og stefnir í að þúsund sýni verði tekin í dag. Af þeim sýnum er búið að skima um 700. Kári segir helming þeirra sem reyndust sýktir hafa verið einkennalausa. „Helmingurinn af því var einkennalaus, hinn helmingurinn var með venjulegt kvef,“ segir Kári Stefánsson. Þórólfur sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að ef niðurstöður bentu til þess að smit væru fá, yrði líklega haldið áfram með þær aðgerðir sem notaðar hafa verið hingað til. „Ef smitið í samfélaginu er mjög lágt þá er það vísbending um það að við höfum verið að gera góða hluti og árangursríka í að halda smitinu í skefjum. Það mun vafalaust þýða það að við munum halda áfram þeim aðgerðum sem við höfum verið að grípa til og nota fram að þessu," segir Þórólfur. Fréttin verður uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslensk erfðagreining Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira