Ekki vera í mannfjölda, ekki gista í tjaldi og helst ekki stíga út úr bílnum Vésteinn Örn Pétursson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 16. ágúst 2020 19:34 Það verður að ýmsu að huga fyrir ferðamenn sem koma hingað til lands eftir að nýju reglurnar taka gildi. Vísir/Vilhelm Ferðamenn sem koma hingað til lands þurfa að undirgangast margvíslegar kvaðir þá fimm daga sem þeir verða í sóttkví. Gististaðir sem hýsa þá þurfa jafnframt að uppfylla ýmsar strangar kröfur. Sóttvarnalæknir birti í nótt uppfærðar reglur um sóttkví í aðdraganda breytinganna á miðvikudag. Þá þurfa allir ferðamenn sem hingað koma að fara í tvær sýnatökur og sæta fimm daga sóttkví. Ferðamálastofa kom að gerð reglnanna og segir forstöðumaður þar að þær feli í sér töluverðar breytingar frá því sem áður var. „Hérna áður var þetta svokölluð heimkomusóttkví sem ferðamenn urðu að taka þátt í en núna er þetta bara sóttkví, alger, sem ferðamaðurinn þarf að hlíta,“ segir Elías Gíslason, forstöðumaður hjá Ferðamálastofu. Ferðamenn í sóttkví mega fara í göngutúra, en ekki á mannmörgum stöðum eða annars staðar þar sem þeir geta átt von á því að vera innan um annað fólk. Ef ferðamenn leigja sér bíl mega þeir helst ekki stíga úr honum, þannig mega þeir alls ekki stoppa á vinsælum ferðamannastöðum eða borða í vegasjoppum. Þá geti jafnframt orðið vandasamt að taka bensín. Elías segir að mögulega gætu ferðamenn hringt á undan sér í bensínstöðvarnar, fengið fulla þjónustu og greitt í gegn um síma, allt án þess að fara út úr bílnum. Tryggja þarf birgðir inni á herbergjum Ferðamálastofa mun senda út ákall til gististaða sem telja sig tilbúna að þjónusta ferðamenn sem fara í sóttkví. Það er ekki sama hvernig það er gert. „Þetta þarf að vera í sér álmu á sér hæð, eða stakstæð lítil gistihús. Hvert og eitt herbergi þarf að hafa sitt eigið baðherbergi og salerni. Það þarf að vera búið að tryggja það að inni á herbergjunum séu nægar birgðir til næstu fimm daga,“ segir Elías, þar sem ekki megi fara inn á herbergin og þjónusta þau meðan á sóttkví stendur. Þá verða ferðamenn að panta allan mat og aðrar vistir upp á herbergin. Sérstaklega er varað við því að heimsending á landsbyggðinni geti verið af skornum skammti. Ferðamenn mega þannig ekki gista í tjaldi eða breyttum sendiferðabílum, eins og hefur verið vinsælt undanfarin ár. Þeir mega hins vegar hafast við í sumarbústöðum, að því gefnu að þeir geti fengið alla þjónustu upp að dyrum. Reglurnar taka gildi á miðvikudag en óvíst er hversu mikið mun á þær reyna. „Við eigum von á því að þetta verði svolítið kraðak fyrstu dagana en síðan held ég að slökkni nú bara almennt á ferðaþjónustunni, það er að segja gestum erlendis frá.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Heilbrigðismál Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Ferðamenn sem koma hingað til lands þurfa að undirgangast margvíslegar kvaðir þá fimm daga sem þeir verða í sóttkví. Gististaðir sem hýsa þá þurfa jafnframt að uppfylla ýmsar strangar kröfur. Sóttvarnalæknir birti í nótt uppfærðar reglur um sóttkví í aðdraganda breytinganna á miðvikudag. Þá þurfa allir ferðamenn sem hingað koma að fara í tvær sýnatökur og sæta fimm daga sóttkví. Ferðamálastofa kom að gerð reglnanna og segir forstöðumaður þar að þær feli í sér töluverðar breytingar frá því sem áður var. „Hérna áður var þetta svokölluð heimkomusóttkví sem ferðamenn urðu að taka þátt í en núna er þetta bara sóttkví, alger, sem ferðamaðurinn þarf að hlíta,“ segir Elías Gíslason, forstöðumaður hjá Ferðamálastofu. Ferðamenn í sóttkví mega fara í göngutúra, en ekki á mannmörgum stöðum eða annars staðar þar sem þeir geta átt von á því að vera innan um annað fólk. Ef ferðamenn leigja sér bíl mega þeir helst ekki stíga úr honum, þannig mega þeir alls ekki stoppa á vinsælum ferðamannastöðum eða borða í vegasjoppum. Þá geti jafnframt orðið vandasamt að taka bensín. Elías segir að mögulega gætu ferðamenn hringt á undan sér í bensínstöðvarnar, fengið fulla þjónustu og greitt í gegn um síma, allt án þess að fara út úr bílnum. Tryggja þarf birgðir inni á herbergjum Ferðamálastofa mun senda út ákall til gististaða sem telja sig tilbúna að þjónusta ferðamenn sem fara í sóttkví. Það er ekki sama hvernig það er gert. „Þetta þarf að vera í sér álmu á sér hæð, eða stakstæð lítil gistihús. Hvert og eitt herbergi þarf að hafa sitt eigið baðherbergi og salerni. Það þarf að vera búið að tryggja það að inni á herbergjunum séu nægar birgðir til næstu fimm daga,“ segir Elías, þar sem ekki megi fara inn á herbergin og þjónusta þau meðan á sóttkví stendur. Þá verða ferðamenn að panta allan mat og aðrar vistir upp á herbergin. Sérstaklega er varað við því að heimsending á landsbyggðinni geti verið af skornum skammti. Ferðamenn mega þannig ekki gista í tjaldi eða breyttum sendiferðabílum, eins og hefur verið vinsælt undanfarin ár. Þeir mega hins vegar hafast við í sumarbústöðum, að því gefnu að þeir geti fengið alla þjónustu upp að dyrum. Reglurnar taka gildi á miðvikudag en óvíst er hversu mikið mun á þær reyna. „Við eigum von á því að þetta verði svolítið kraðak fyrstu dagana en síðan held ég að slökkni nú bara almennt á ferðaþjónustunni, það er að segja gestum erlendis frá.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Heilbrigðismál Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira