Seinni sýnatakan sé nauðsynleg til að lágmarka smit Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. ágúst 2020 15:31 Þórólfur Guðnason er sóttvarnalæknir Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að segja megi að sýnataka tvö sé nauðsynleg til að lágmarka frekar smit hérna til lands. Hann fór yfir þann lærdóm sem yfirvöld hafa dregið að fyrirkomulagi skimana á landamærum að undanförnu, á upplýsingafundi almannavarna í dag. Sem kunnugt er verður sú breyting gerð á skimunum á landamærum frá og með miðvikudeginum næstkomandi að allir þeir sem koma hingað til lands þurfa að fara í skimun við komu til landsins. Í kjölfarið fylgir sóttkví í fimm til sex daga áður en farið er í seinni skimun. Hvaða atriði eru það sem við höfum lært og hvað hefur þessi skimun fært okkur þekkingu um spurði Þórólfur á fundinum, áður en hann svaraði eigin spurningu. „Það er í fyrsta lagi að skimun á landamærum finnur smit hjá flestum einstaklingum og kemur þannig í veg fyrir fjölda smita inn í landið. Hins vegar hefur smit komist framhjá skimuninni og valdið hér hópsýkingum í tveimur tilfellum sem við höfum fjallað mikið um hér á undanförnum vikum,“ sagði Þórólfur. Það hafi gert það verkum að önnur hópsýkingin hafi náð að dreifa sér um landið þannig að tæplega 130 einstaklingar hafi smitast, og þar af fjórir verðir lagðir inn á sjúkrahús. „Líka höfum við lært að einstaklingar geta verið með neikvætt próf í fyrstu skimun en síðan þróað með sér smit sem finnst í sýnatöku tvö. Þannig að það má segja það að sýnataka tvö er nauðsynleg til að lágmarka frekar smit hérna til lands,“ sagði Þórólfur. Bakslag hefur orðið víða í baráttunni gegn Covid-19 í löndunum í grennd við Ísland, eftir ágætan árangur framan af í þeim efnum. Að mati Þórólfs mætti draga af því þá ályktun að líkurnar á því að smit berist til landsins í gegnum þá sem koma erlendis frá myndu aukast, nema allir séu skimaðir við komuna. Sumir hafi smyglað sér framhjá skimun Hins vegar hafi borið á því að einstaklingar frá löndum sem flokkuð hafi verið sem áhættusvæði sem komið hafi til Íslands í gegnum svokölluð örugg lönd hafi skráð öruggu löndin sem dvalarstað síðustu 14 daga og þannig smyglað sér framhjá skimun við komuna hingað til lands. „Þetta höfum við séð hér og valdið ákveðnum vandamálum fyrir okkur hér innanlands,“ sagði Þórólfur. Ljóst væri að flokkun í örugg lönd og áhættusvæði ætti ekki lengur rétt á sér. „Fyrri flokkun landa í örugg lönd og áhættulönd með tilliti til Covid-19 á því varla lengur rétt á sér, sérstaklega í ljósi vaxandi útbreiðslu í þeim löndum sem við höfum talið vera örugg. Ég tel því að sú leið sem að stjórnvöld hafa farið að flokka öll lönd sem áhættusvæði sé raunverulega árangursríkasta aðferðin til að koma í veg fyrir að veiran komist hingað til lands.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Beðið eftir krufningsskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að segja megi að sýnataka tvö sé nauðsynleg til að lágmarka frekar smit hérna til lands. Hann fór yfir þann lærdóm sem yfirvöld hafa dregið að fyrirkomulagi skimana á landamærum að undanförnu, á upplýsingafundi almannavarna í dag. Sem kunnugt er verður sú breyting gerð á skimunum á landamærum frá og með miðvikudeginum næstkomandi að allir þeir sem koma hingað til lands þurfa að fara í skimun við komu til landsins. Í kjölfarið fylgir sóttkví í fimm til sex daga áður en farið er í seinni skimun. Hvaða atriði eru það sem við höfum lært og hvað hefur þessi skimun fært okkur þekkingu um spurði Þórólfur á fundinum, áður en hann svaraði eigin spurningu. „Það er í fyrsta lagi að skimun á landamærum finnur smit hjá flestum einstaklingum og kemur þannig í veg fyrir fjölda smita inn í landið. Hins vegar hefur smit komist framhjá skimuninni og valdið hér hópsýkingum í tveimur tilfellum sem við höfum fjallað mikið um hér á undanförnum vikum,“ sagði Þórólfur. Það hafi gert það verkum að önnur hópsýkingin hafi náð að dreifa sér um landið þannig að tæplega 130 einstaklingar hafi smitast, og þar af fjórir verðir lagðir inn á sjúkrahús. „Líka höfum við lært að einstaklingar geta verið með neikvætt próf í fyrstu skimun en síðan þróað með sér smit sem finnst í sýnatöku tvö. Þannig að það má segja það að sýnataka tvö er nauðsynleg til að lágmarka frekar smit hérna til lands,“ sagði Þórólfur. Bakslag hefur orðið víða í baráttunni gegn Covid-19 í löndunum í grennd við Ísland, eftir ágætan árangur framan af í þeim efnum. Að mati Þórólfs mætti draga af því þá ályktun að líkurnar á því að smit berist til landsins í gegnum þá sem koma erlendis frá myndu aukast, nema allir séu skimaðir við komuna. Sumir hafi smyglað sér framhjá skimun Hins vegar hafi borið á því að einstaklingar frá löndum sem flokkuð hafi verið sem áhættusvæði sem komið hafi til Íslands í gegnum svokölluð örugg lönd hafi skráð öruggu löndin sem dvalarstað síðustu 14 daga og þannig smyglað sér framhjá skimun við komuna hingað til lands. „Þetta höfum við séð hér og valdið ákveðnum vandamálum fyrir okkur hér innanlands,“ sagði Þórólfur. Ljóst væri að flokkun í örugg lönd og áhættusvæði ætti ekki lengur rétt á sér. „Fyrri flokkun landa í örugg lönd og áhættulönd með tilliti til Covid-19 á því varla lengur rétt á sér, sérstaklega í ljósi vaxandi útbreiðslu í þeim löndum sem við höfum talið vera örugg. Ég tel því að sú leið sem að stjórnvöld hafa farið að flokka öll lönd sem áhættusvæði sé raunverulega árangursríkasta aðferðin til að koma í veg fyrir að veiran komist hingað til lands.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Beðið eftir krufningsskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Sjá meira