Er Kolbeinsey enn á sínum stað? Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. ágúst 2020 21:47 Kolbeinsey er enn á sínum stað. Skjáskot/YouTube Tom Scott, sem þekktur er fyrir YouTube-rás sína, veltir upp spurningunni í myndbandi sem hann birti í dag hvort Kolbeinsey, nyrsta eyja Íslands, sé enn á sínum stað. Hann vísar í Wikipedia grein um eyjuna, þar sem sagt er frá því að eyjan verði fyrir mikilli svörfun sökum sjávarins sem eyðir klettum eyjarinnar. Því er spáð, samkvæmt Wikipedia greininni, að eyjan hverfi með öllu árið 2020. Scott ferðast til Kolbeinseyjar í myndbandinu en hann leigði flugvél til þess að kanna málið. Hann segir frá því að á 18. öld hafi Kolbeinsey verið um 700 metra löng, hundrað metra breið og hundrað metra há. Hún hafi myndast eftir að eldgos varð undir sjónum en hún verði stöðugt minni vegna sjórofs. Árið 1989 hafi eyjan aðeins verið um 40 metra löng og 40 metra breið og aðeins staðið um 5 metra yfir sjávarmáli. Svæði hafi Landhelgisgæslan byggt til þyrlulendingar í von um að hægja á eyðingu eyjarinnar en árið 2006 hafi svæðið hrunið. Hann segir þessa litlu eyju ekki virðast skipta miklu máli en hún geri það í raun. Landhelgi landa ráðist oft af smáum klettum og eyjum líkt og Kolbeinsey og eyðing þeirra geti haft áhrif á þau svæði sem ríkin geti veitt fisk á. Hvarf Kolbeinseyjar gæti því minnkað landhelgi Íslands töluvert og það svæði sem Íslendingar geta veitt fisk á. Þá fjallar hann um Þorskastríðin sem háð voru um miðja tuttugustu öld. Kolbeinsey sé nefnd í skjölum sem fjalla um landhelgi Íslands og líklegt sé, ef til þess kemur að hvarf eyjunnar hefur áhrif á landhelgi Íslands, að samið verði um landhelgina í alþjóðlegum samningaviðræðum. Það komi líklega ekki að sök þó einhver „handahófskenndur“ maður athugi hvort eyjan sé þar enn og vísar hann þar til sjálfs sín. „Það gæti samt virst ögrandi að ég, sem Breti, sé að athuga hvort Íslenski kletturinn sé ennþá þarna,“ segir Scott.Skjáskot/YouTube „Það gæti samt virst ögrandi að ég, sem Breti, sé að athuga hvort Íslenski kletturinn sé ennþá þarna,“ segir Scott. „Við förum að nálgast staðsetninguna sem okkur var gefin. Ég held ég sjái hana! Ég held þetta sé hún þarna í augsýn.“ „Þetta er varla neitt!“ segir Scott þegar hann nálgast eyjuna. „Það virðist samt vera að spárnar hafi verið nokkuð svartsýnar.“ Tvær smáar eyjar, eða klettar, eru enn eftir af eyjunni og á myndbandinu sést að talsvert stór hópur sjófugla heldur til á eyjunni. „Ísland! Eyjan ykkar er ennþá þarna. Verði ykkur að góðu.“ Samfélagsmiðlar Kolbeinsey Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Tom Scott, sem þekktur er fyrir YouTube-rás sína, veltir upp spurningunni í myndbandi sem hann birti í dag hvort Kolbeinsey, nyrsta eyja Íslands, sé enn á sínum stað. Hann vísar í Wikipedia grein um eyjuna, þar sem sagt er frá því að eyjan verði fyrir mikilli svörfun sökum sjávarins sem eyðir klettum eyjarinnar. Því er spáð, samkvæmt Wikipedia greininni, að eyjan hverfi með öllu árið 2020. Scott ferðast til Kolbeinseyjar í myndbandinu en hann leigði flugvél til þess að kanna málið. Hann segir frá því að á 18. öld hafi Kolbeinsey verið um 700 metra löng, hundrað metra breið og hundrað metra há. Hún hafi myndast eftir að eldgos varð undir sjónum en hún verði stöðugt minni vegna sjórofs. Árið 1989 hafi eyjan aðeins verið um 40 metra löng og 40 metra breið og aðeins staðið um 5 metra yfir sjávarmáli. Svæði hafi Landhelgisgæslan byggt til þyrlulendingar í von um að hægja á eyðingu eyjarinnar en árið 2006 hafi svæðið hrunið. Hann segir þessa litlu eyju ekki virðast skipta miklu máli en hún geri það í raun. Landhelgi landa ráðist oft af smáum klettum og eyjum líkt og Kolbeinsey og eyðing þeirra geti haft áhrif á þau svæði sem ríkin geti veitt fisk á. Hvarf Kolbeinseyjar gæti því minnkað landhelgi Íslands töluvert og það svæði sem Íslendingar geta veitt fisk á. Þá fjallar hann um Þorskastríðin sem háð voru um miðja tuttugustu öld. Kolbeinsey sé nefnd í skjölum sem fjalla um landhelgi Íslands og líklegt sé, ef til þess kemur að hvarf eyjunnar hefur áhrif á landhelgi Íslands, að samið verði um landhelgina í alþjóðlegum samningaviðræðum. Það komi líklega ekki að sök þó einhver „handahófskenndur“ maður athugi hvort eyjan sé þar enn og vísar hann þar til sjálfs sín. „Það gæti samt virst ögrandi að ég, sem Breti, sé að athuga hvort Íslenski kletturinn sé ennþá þarna,“ segir Scott.Skjáskot/YouTube „Það gæti samt virst ögrandi að ég, sem Breti, sé að athuga hvort Íslenski kletturinn sé ennþá þarna,“ segir Scott. „Við förum að nálgast staðsetninguna sem okkur var gefin. Ég held ég sjái hana! Ég held þetta sé hún þarna í augsýn.“ „Þetta er varla neitt!“ segir Scott þegar hann nálgast eyjuna. „Það virðist samt vera að spárnar hafi verið nokkuð svartsýnar.“ Tvær smáar eyjar, eða klettar, eru enn eftir af eyjunni og á myndbandinu sést að talsvert stór hópur sjófugla heldur til á eyjunni. „Ísland! Eyjan ykkar er ennþá þarna. Verði ykkur að góðu.“
Samfélagsmiðlar Kolbeinsey Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira