Þingvallasveit lýst sem afdalasveit í alfaraleið Kristján Már Unnarsson skrifar 9. febrúar 2020 09:45 Borghildur og Kolbeinn byggðu nýbýlið Heiðarás úr landi Skálabrekku. Stöð 2/Einar Árnason. „Fyrir einhverjum áratugum þá var Þingvallasveit talin afdalasveit í alfaraleið af því að hún lokaðist á veturna, og mjög fáir á ferðinni, en mjög margir á sumrin. En þetta er allt öðruvísi núna,“ segir Kolbeinn Sveinbjörnsson, verktaki og vélvirkjameistari, í þættinum Um land allt á Stöð 2. Að þessu sinni kynnumst við mannlífi í Þingvallasveit á bæjunum í kringum þjóðgarðinn. Hjónin í Mjóanesi, þau Jóhann og Rósa, segja frá silungsveiði í Þingvallavatni.Stöð 2/Einar Árnason. Kolbeinn og eiginkona hans, Borghildur Guðmundsdóttir, byggðu fyrir tólf árum nýbýlið Heiðarás úr landi Skálabrekku undir sig og börnin sín fjögur. Kolbeinn sinnir meðal annars þjónustu við sumarhúsaeigendur og þjóðgarðinn á Þingvöllum meðan Borghildur sinnir ferðaþjónustu í fjórum smáhýsum sem þau leigja út. Kolbeinn er frá Heiðarbæ en afkomendur langafa hans eru fjölmennasta ættin í Þingvallasveit. Bróðir hans, Jóhannes Sveinbjörnsson, býr á Heiðarbæ eitt, ásamt eiginkonu sinni, Ólöfu Björgu Einarsdóttur, og þremur börnum. Andrea stundar hestamennsku á Heiðarbæ 2.Stöð 2/Einar Árnason. Á Heiðarbæ tvö búa frændur þeirra bræðra, Sveinbjörn Einarsson og sonur hans, Sveinn Ingi. Hann er kominn inn í búskapinn með eiginkonu sinni, Andreu Skúladóttur, en þau eru búin að eignast þrjú börn á fjórum árum. Ragnar á Brúsastöðum þeysir um á sexhjólinu.Stöð 2/Einar Árnason. Brúsastaðir er sá bær sem næst stendur þjóðgarðinum og þar eru einnig að verða kynslóðaskipti. Eftir að hafa búið í Reykjavík í rúm tuttugu ár er Kristrún Ragnarsdóttir að taka við búrekstrinum af föður sínum, Ragnari Jónssyni, sem er búinn að vera bóndi á Brúsastöðum í 57 ár. Vitjað um silunganetin undan Mjóanesi við austanvert Þingvallavatn.Stöð 2/Einar Árnason. Sauðfjárbúskapur er aðalbúgrein sveitarinnar en einnig er stundað þar kjúklingaeldi. Silungsveiðin í vatninu er drjúg búbót. Því kynnumst við í Mjóanesi þar sem við fylgjumst með þeim Jóhanni Jónssyni og Rósu Bachmann Jónsdóttur vitja um silunganetin. Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld klukkan 19.10. Hér má sjá sýnishorn: Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Landbúnaður Um land allt Tengdar fréttir Sauðkindur á Þingvöllum Ferðamenn, sem nutu haustdýrðar í þjóðgarðinum á Þingvöllum um helgina, urðu eflaust margir hissa á að sjá sauðkindur spóka sig þar í makindum. 6. október 2013 17:44 Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
„Fyrir einhverjum áratugum þá var Þingvallasveit talin afdalasveit í alfaraleið af því að hún lokaðist á veturna, og mjög fáir á ferðinni, en mjög margir á sumrin. En þetta er allt öðruvísi núna,“ segir Kolbeinn Sveinbjörnsson, verktaki og vélvirkjameistari, í þættinum Um land allt á Stöð 2. Að þessu sinni kynnumst við mannlífi í Þingvallasveit á bæjunum í kringum þjóðgarðinn. Hjónin í Mjóanesi, þau Jóhann og Rósa, segja frá silungsveiði í Þingvallavatni.Stöð 2/Einar Árnason. Kolbeinn og eiginkona hans, Borghildur Guðmundsdóttir, byggðu fyrir tólf árum nýbýlið Heiðarás úr landi Skálabrekku undir sig og börnin sín fjögur. Kolbeinn sinnir meðal annars þjónustu við sumarhúsaeigendur og þjóðgarðinn á Þingvöllum meðan Borghildur sinnir ferðaþjónustu í fjórum smáhýsum sem þau leigja út. Kolbeinn er frá Heiðarbæ en afkomendur langafa hans eru fjölmennasta ættin í Þingvallasveit. Bróðir hans, Jóhannes Sveinbjörnsson, býr á Heiðarbæ eitt, ásamt eiginkonu sinni, Ólöfu Björgu Einarsdóttur, og þremur börnum. Andrea stundar hestamennsku á Heiðarbæ 2.Stöð 2/Einar Árnason. Á Heiðarbæ tvö búa frændur þeirra bræðra, Sveinbjörn Einarsson og sonur hans, Sveinn Ingi. Hann er kominn inn í búskapinn með eiginkonu sinni, Andreu Skúladóttur, en þau eru búin að eignast þrjú börn á fjórum árum. Ragnar á Brúsastöðum þeysir um á sexhjólinu.Stöð 2/Einar Árnason. Brúsastaðir er sá bær sem næst stendur þjóðgarðinum og þar eru einnig að verða kynslóðaskipti. Eftir að hafa búið í Reykjavík í rúm tuttugu ár er Kristrún Ragnarsdóttir að taka við búrekstrinum af föður sínum, Ragnari Jónssyni, sem er búinn að vera bóndi á Brúsastöðum í 57 ár. Vitjað um silunganetin undan Mjóanesi við austanvert Þingvallavatn.Stöð 2/Einar Árnason. Sauðfjárbúskapur er aðalbúgrein sveitarinnar en einnig er stundað þar kjúklingaeldi. Silungsveiðin í vatninu er drjúg búbót. Því kynnumst við í Mjóanesi þar sem við fylgjumst með þeim Jóhanni Jónssyni og Rósu Bachmann Jónsdóttur vitja um silunganetin. Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld klukkan 19.10. Hér má sjá sýnishorn:
Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Landbúnaður Um land allt Tengdar fréttir Sauðkindur á Þingvöllum Ferðamenn, sem nutu haustdýrðar í þjóðgarðinum á Þingvöllum um helgina, urðu eflaust margir hissa á að sjá sauðkindur spóka sig þar í makindum. 6. október 2013 17:44 Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Sauðkindur á Þingvöllum Ferðamenn, sem nutu haustdýrðar í þjóðgarðinum á Þingvöllum um helgina, urðu eflaust margir hissa á að sjá sauðkindur spóka sig þar í makindum. 6. október 2013 17:44