Cats hlaut flestar tilnefningar til Razzie-verðlauna Andri Eysteinsson skrifar 9. febrúar 2020 08:34 Judi Dench er á meðal þeirra sem tilnefndar eru fyrir versta leik í aukahlutverki. Skjáskot Stórmyndin Cats sem byggð er á samnefndum söngleik Andrew Lloyd Webber og bók rithöfundarins T. S. Eliot Old Possum‘s Book of Practical Cats, hlaut tilnefningar til níu Razzie-verðlauna en tilnefningarnar voru tilkynntar í Los Angeles í nótt. Razzie-verðlaunin eða Gyllta Hindberið (Golden Raspberry) eru verðlaun sem veitt eru fyrir verstu frammistöðu í kvikmyndum á árinu. Lengi vel voru verðlaunin veitt nóttina áður en Óskarsverðlaunin fyrir bestu frammistöðu í kvikmyndum á árinu eru veitt en í ár var látið duga að kynna tilnefningarnar þann dag.Cats sem hefur fengið mikla gagnrýni frá kvikmyndagestum og gagnrýnendum hlaut eins og áður segir níu tilnefningar til verðlaunanna. Þar á meðal í flokkunum Versta mynd, Versta handrit og versta samvinna. Í raun hlaut Cats tvær tilnefningar til síðastnefnda flokksins.Francesca Hayward sem lék köttinn Viktoríu hlaut tilnefningu sem versta leikkona í aðalhlutverki, breski spjallþáttastjórnandinn James Corden hlaut tilnefningu sem versti leikari í aukahlutverki fyrir túlkun sína á Bustopher Jones og þær Judi Dench og Rebel Wilson eru tilnefndar fyrir versta leik í aukahlutverki fyrir túlkanir sínar á Old Deuteronomy og Jennyanydots.Það eru þó ekki bara fólkið að baki Cats sem hlaut tilnefningu í ár. Stórleikarar og leikkonur á borð við Sylvester Stallone, fyrir leik í Rambo: Last Blood, Anne Hathaway, fyrir The Hustle og Serenity hlutu tilnefningar og sömu sögu má segja um óskarsverðlaunaleikarana Matthew McConaughey og Jessicu Chastain.Sjá má allar tilnefningarnar hér. Bíó og sjónvarp Razzie Verðlaun Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Heimatilbúið „corny“ Lífið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Keeping Up Appearances-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Stórmyndin Cats sem byggð er á samnefndum söngleik Andrew Lloyd Webber og bók rithöfundarins T. S. Eliot Old Possum‘s Book of Practical Cats, hlaut tilnefningar til níu Razzie-verðlauna en tilnefningarnar voru tilkynntar í Los Angeles í nótt. Razzie-verðlaunin eða Gyllta Hindberið (Golden Raspberry) eru verðlaun sem veitt eru fyrir verstu frammistöðu í kvikmyndum á árinu. Lengi vel voru verðlaunin veitt nóttina áður en Óskarsverðlaunin fyrir bestu frammistöðu í kvikmyndum á árinu eru veitt en í ár var látið duga að kynna tilnefningarnar þann dag.Cats sem hefur fengið mikla gagnrýni frá kvikmyndagestum og gagnrýnendum hlaut eins og áður segir níu tilnefningar til verðlaunanna. Þar á meðal í flokkunum Versta mynd, Versta handrit og versta samvinna. Í raun hlaut Cats tvær tilnefningar til síðastnefnda flokksins.Francesca Hayward sem lék köttinn Viktoríu hlaut tilnefningu sem versta leikkona í aðalhlutverki, breski spjallþáttastjórnandinn James Corden hlaut tilnefningu sem versti leikari í aukahlutverki fyrir túlkun sína á Bustopher Jones og þær Judi Dench og Rebel Wilson eru tilnefndar fyrir versta leik í aukahlutverki fyrir túlkanir sínar á Old Deuteronomy og Jennyanydots.Það eru þó ekki bara fólkið að baki Cats sem hlaut tilnefningu í ár. Stórleikarar og leikkonur á borð við Sylvester Stallone, fyrir leik í Rambo: Last Blood, Anne Hathaway, fyrir The Hustle og Serenity hlutu tilnefningar og sömu sögu má segja um óskarsverðlaunaleikarana Matthew McConaughey og Jessicu Chastain.Sjá má allar tilnefningarnar hér.
Bíó og sjónvarp Razzie Verðlaun Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Heimatilbúið „corny“ Lífið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Keeping Up Appearances-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira