Bjargaði börnum á síðustu stundu í Reynisfjöru Samúel Karl Ólason skrifar 8. febrúar 2020 22:06 Reynisfjara er gífurlega vinsæll áfangastaður ferðamanna sem hingað koma til lands. Vísir/Friðrik Þór Íslenskur leiðsögumaður bjargaði tveimur börnum ferðamanna úr bráðri lífshættu í dag. Börnin, sem sögð eru hafa verið um fjögurra til fimm ára og sex til sjö ára, voru að leika sér í fjörunni á meðan foreldrar þeirra horfðu á. Þá skall stór alda á þeim og drógust þau út í sjó. Maðurinn hljóp út í og tókst að ná báðum börnunum á land. Leiðsögumaðurinn, sem vildi ekki láta nafn síns getið þegar hann ræddi við blaðamann Ríkisútvarpsins, segist alltaf stressaður þegar hann fer með ferðamenn í Reynisfjöru. Samstarfsmaður leiðsögumannsins sagði frá atvikinu í hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar á Facebook í kvöld. Þar segir að leiðsögumaðurinn hafi þurft að hafa verulega fyrir því að ná börnunum í land. Annað hafi verið komið töluvert frá landi. Leiðsögumaðurinn var í fylgd með ferðamönnum frá Þýskalandi þegar þau sáu foreldrana og börnin í fjörunni. Í áðurnefndri færslu segir að hann hafi strax fengið ónot í magann þegar hann sá börnin leika sér í fjörunni og var að gera sig líklegan til að hafa afskipti af þeim þegar aldan skall á börnunum. „Þá tók leiðsögumaðurinn á rás og á meðan voru foreldrarnir eins og steinrunnir og vissu ekki hvað þau áttu að gera. Á meðan byrjuðu börnin að sogast lengra út. Á þessum tímapunkti voru bæði börnin fljótandi á maganum með andlitin á kafi í sjónum,“ segir í færslunni. Á meðan leiðsögumaðurinn fór á eftir barninu sem var komið lengra frá landi reyndi faðir þeirra að ná hinu á land. Það gekk þó ekki vel hjá honum og endaði leiðsögumaðurinn á að taka það líka á leiðinni í land með hitt. Börnunum varð ekki meint af en var mjög brugðið. Í samtali við RÚV segir leiðsögumaðurinn að fjölskyldan hafi verið horfin skömmu seinna, þegar hann hafi ætlað að athuga hvort það væri í lagi með þau. Hann segist hafa tilkynnt lögreglu atvikið og bætir við að skilti dugi ekki til í Reynisfjöru. Ferðamenn séu nánast í lífshættu þar, hvert sem þau snúi sér. Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Ferðamaður slasaðist í Reynisfjöru Viðbragðsaðilar á Suðurlandi voru kallaðir út um klukkan 15 í dag vegna erlends ferðamanns sem hafði slasast í miklum öldugangi í Reynisfjöru. 11. nóvember 2019 18:00 Á rétt á bótum eftir að hafa tekist á loft við Reynisfjöru Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt að bresk kona sem slasaðist í ferð á vegum Sterna Travel árið 2014 eigi rétt á skaðabótum frá Sternu vegna helmings þess tjóns sem hún varð fyrir er hún slasaðist. 19. nóvember 2019 18:04 Fjármagnar áhættumat á Reynisfjöru Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, mun fjármagna og fylgja eftir verkefni um áhættumat fyrir Reynisfjöru ásamt skilgreiningu verkferla. 16. nóvember 2019 10:00 „Aldrei séð fjöruna svona rosalega“ Þórólfur Sævar Sæmundsson, leiðsögumaður, segist aldrei hafa séð jafn rosalegan öldugang í Reynisfjöru og var þar um tíma eftir hádegi í dag. 11. nóvember 2019 22:15 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Innlent Fleiri fréttir Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Sjá meira
Íslenskur leiðsögumaður bjargaði tveimur börnum ferðamanna úr bráðri lífshættu í dag. Börnin, sem sögð eru hafa verið um fjögurra til fimm ára og sex til sjö ára, voru að leika sér í fjörunni á meðan foreldrar þeirra horfðu á. Þá skall stór alda á þeim og drógust þau út í sjó. Maðurinn hljóp út í og tókst að ná báðum börnunum á land. Leiðsögumaðurinn, sem vildi ekki láta nafn síns getið þegar hann ræddi við blaðamann Ríkisútvarpsins, segist alltaf stressaður þegar hann fer með ferðamenn í Reynisfjöru. Samstarfsmaður leiðsögumannsins sagði frá atvikinu í hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar á Facebook í kvöld. Þar segir að leiðsögumaðurinn hafi þurft að hafa verulega fyrir því að ná börnunum í land. Annað hafi verið komið töluvert frá landi. Leiðsögumaðurinn var í fylgd með ferðamönnum frá Þýskalandi þegar þau sáu foreldrana og börnin í fjörunni. Í áðurnefndri færslu segir að hann hafi strax fengið ónot í magann þegar hann sá börnin leika sér í fjörunni og var að gera sig líklegan til að hafa afskipti af þeim þegar aldan skall á börnunum. „Þá tók leiðsögumaðurinn á rás og á meðan voru foreldrarnir eins og steinrunnir og vissu ekki hvað þau áttu að gera. Á meðan byrjuðu börnin að sogast lengra út. Á þessum tímapunkti voru bæði börnin fljótandi á maganum með andlitin á kafi í sjónum,“ segir í færslunni. Á meðan leiðsögumaðurinn fór á eftir barninu sem var komið lengra frá landi reyndi faðir þeirra að ná hinu á land. Það gekk þó ekki vel hjá honum og endaði leiðsögumaðurinn á að taka það líka á leiðinni í land með hitt. Börnunum varð ekki meint af en var mjög brugðið. Í samtali við RÚV segir leiðsögumaðurinn að fjölskyldan hafi verið horfin skömmu seinna, þegar hann hafi ætlað að athuga hvort það væri í lagi með þau. Hann segist hafa tilkynnt lögreglu atvikið og bætir við að skilti dugi ekki til í Reynisfjöru. Ferðamenn séu nánast í lífshættu þar, hvert sem þau snúi sér.
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Ferðamaður slasaðist í Reynisfjöru Viðbragðsaðilar á Suðurlandi voru kallaðir út um klukkan 15 í dag vegna erlends ferðamanns sem hafði slasast í miklum öldugangi í Reynisfjöru. 11. nóvember 2019 18:00 Á rétt á bótum eftir að hafa tekist á loft við Reynisfjöru Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt að bresk kona sem slasaðist í ferð á vegum Sterna Travel árið 2014 eigi rétt á skaðabótum frá Sternu vegna helmings þess tjóns sem hún varð fyrir er hún slasaðist. 19. nóvember 2019 18:04 Fjármagnar áhættumat á Reynisfjöru Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, mun fjármagna og fylgja eftir verkefni um áhættumat fyrir Reynisfjöru ásamt skilgreiningu verkferla. 16. nóvember 2019 10:00 „Aldrei séð fjöruna svona rosalega“ Þórólfur Sævar Sæmundsson, leiðsögumaður, segist aldrei hafa séð jafn rosalegan öldugang í Reynisfjöru og var þar um tíma eftir hádegi í dag. 11. nóvember 2019 22:15 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Innlent Fleiri fréttir Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Sjá meira
Ferðamaður slasaðist í Reynisfjöru Viðbragðsaðilar á Suðurlandi voru kallaðir út um klukkan 15 í dag vegna erlends ferðamanns sem hafði slasast í miklum öldugangi í Reynisfjöru. 11. nóvember 2019 18:00
Á rétt á bótum eftir að hafa tekist á loft við Reynisfjöru Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt að bresk kona sem slasaðist í ferð á vegum Sterna Travel árið 2014 eigi rétt á skaðabótum frá Sternu vegna helmings þess tjóns sem hún varð fyrir er hún slasaðist. 19. nóvember 2019 18:04
Fjármagnar áhættumat á Reynisfjöru Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, mun fjármagna og fylgja eftir verkefni um áhættumat fyrir Reynisfjöru ásamt skilgreiningu verkferla. 16. nóvember 2019 10:00
„Aldrei séð fjöruna svona rosalega“ Þórólfur Sævar Sæmundsson, leiðsögumaður, segist aldrei hafa séð jafn rosalegan öldugang í Reynisfjöru og var þar um tíma eftir hádegi í dag. 11. nóvember 2019 22:15