Vaka hagsmunafélag stúdenta 85 ára Azra Crnac og Elín Huld Melsteð Jóhannesdóttir skrifa skrifar 7. febrúar 2020 12:30 Fyrir 85 árum eða þann 4. febrúar árið 1935 tók hópur lýðræðissinnaðra stúdenta sig saman og stofnaði hagsmunafélag undir nafninu Vaka. Ótalmargir háskólanemar hafa staðið vörð um hagsmuni stúdenta í nafni Vöku. Vökuliðar hafa barist fyrir betri lærdómsaðstöðu, kennsluháttum og betri tíð. Baráttan er samt langt frá því að vera búin og Vaka vill gera enn betur. Vaka hefur tekið miklum breytingum í gegnum tíðina, sem dæmi má nefna að um miðjan 9. áratug síðustu aldar barðist Vaka fyrir því að ekki væri tekið mið af landspólitík í þeim stúdentahreyfingum sem sinna hagsmunabaráttu nemenda. Vökuliðar töldu að sú landspólitík sem tengdist ekki stúdentum beint ætti hreinlega ekki erindi innan hagsmunabaráttunnar í Háskóla Íslands. Azra Crnac, Bergþóra Ingþórsdóttir og Ingveldur Gröndal. Þar af leiðandi kennir Vaka sig ekki við hin fjölmörgu pólitísku öfl landsins. Þessa fullyrðingu stendur Vaka enn við, en þó ber að hafa í huga að fólk innan Vöku má hafa skoðun á málefnum líðandi stundar sem og í pólitík. Vaka er þar af leiðandi breiðfylking ólíkra skoðana. Á afmælisdaginn þann 4. febrúar afhentu Vökuliðar Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra og síðar Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands, 85 kröfur sem snúa að því sem betur má fara í háskólanum. Vaka hefur hagsmuni stúdenta í fyrirrúmi og þótti okkur viðeigandi að fagna þessum 85 árum með kröfum frá fjölda meðlima Vöku sem brenna fyrir bættum hag nemenda við Háskóla Íslands. Kröfurnar eru af ýmsum toga eða allt frá umhverfis- og jafnréttismálum fram til húsnæðis- og aðstöðumála. Vökuliðar ræddu sérstaklega um yfirvofandi lánasjóðsfrumvarp við Lilju Alfreðsdóttur en þörfin fyrir nýju stuðningskerfi er gríðarlega mikil. Ekki hafa verið gerðar stórfelldar breytingar á lánasjóðsmálum síðan 1992 og telur Vaka breytingarnar löngu orðnar tímabærar. Frá hægri til vinstri: Adda Malín, Bergþóra, Ingveldur Anna, Lilja Alfreðsdóttir mennta og menningarráðherra, Elín Huld Melsteð, Derek T. Allen og Bjarnveig Björk Eins og minnst var á þá hittu fulltrúar Vöku einnig rektor og ræddu þau um atvinnumál og hvað betur mætti gera hvað þau varðar, en Vaka hefur verið talsmaður þess að auka aðgengi háskólanema að vinnustöðum sem veita reynslu og innsýn í mögulegt framtíðarstarf nemenda. Með þessum fundum vildi Vaka einnig gera rektor sem og mennta- og menningarmálaráðherra grein fyrir afstöðu sinni gagnvart tanngreiningum á fylgdarlausum börnum innan háskólans. Vaka fordæmir notkun slíkra greininga innan veggja háskólans. Háskóli Íslands er leiðandi stofnun í okkar samfélagi og ber því í krafti hlutverks síns að stuðla að framförum á þessu sviði sem öðrum. Vaka krefst að hlustað verði á rödd stúdenta í þessu máli. Vaka vonar að fundirnir sem og kröfurnar hvetji rektor og mennta- og menningarráðherra til þess að beita sér í málinu fyrir hönd stúdenta. Frá hægri til vinstri: Ingveldur Anna , Azra Crnac, Derek T. Allen, Adda Malín, Jón Atli Rektor Háskóla Íslands, Elín Huld Melsteð, Bjarnveig Björk og Bergþóra. Eitt af helstu baráttumálum Vöku eru meðal annars fjölskyldumál og er okkur gríðarlega annt um barnvænt umhverfi í Háskóla Íslands. Öllum er heimilt að stunda nám við háskólann og þar með talið foreldrum. Í tilefni dagsins vildi Vaka láta gott af sér leiða og því var ákveðið að gefa stúdentum barnastóla til afnota í nokkrum byggingum háskólans. Vaka telur það vera mikilvægt að námsumhverfið nýtist sem flestum og stuðli að jöfnu aðgengi. Vaka vill óska öllum Vökuliðum til hamingju með daginn og um leið þakka fyrir öll árin þar sem barist hefur verið fyrir betri háskóla fyrir alla. Hér er hægt að nálgast þær 85 kröfur sem Vaka afhenti bæði Rektor og mennta- og menningarráðherra. Föstudaginn 7. febrúar mun Vaka halda upp á afmælið í Hressingarskálanum klukkan 21.00 og eru öll velkomin! Höfundar eru Azra Crnac, oddviti Vöku 2019-2020 og Elín Huld Melsteð Jóhannesdóttir, varaforseti Vöku 2019-2020. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tímamót Mest lesið Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Skoðun Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Sjá meira
Fyrir 85 árum eða þann 4. febrúar árið 1935 tók hópur lýðræðissinnaðra stúdenta sig saman og stofnaði hagsmunafélag undir nafninu Vaka. Ótalmargir háskólanemar hafa staðið vörð um hagsmuni stúdenta í nafni Vöku. Vökuliðar hafa barist fyrir betri lærdómsaðstöðu, kennsluháttum og betri tíð. Baráttan er samt langt frá því að vera búin og Vaka vill gera enn betur. Vaka hefur tekið miklum breytingum í gegnum tíðina, sem dæmi má nefna að um miðjan 9. áratug síðustu aldar barðist Vaka fyrir því að ekki væri tekið mið af landspólitík í þeim stúdentahreyfingum sem sinna hagsmunabaráttu nemenda. Vökuliðar töldu að sú landspólitík sem tengdist ekki stúdentum beint ætti hreinlega ekki erindi innan hagsmunabaráttunnar í Háskóla Íslands. Azra Crnac, Bergþóra Ingþórsdóttir og Ingveldur Gröndal. Þar af leiðandi kennir Vaka sig ekki við hin fjölmörgu pólitísku öfl landsins. Þessa fullyrðingu stendur Vaka enn við, en þó ber að hafa í huga að fólk innan Vöku má hafa skoðun á málefnum líðandi stundar sem og í pólitík. Vaka er þar af leiðandi breiðfylking ólíkra skoðana. Á afmælisdaginn þann 4. febrúar afhentu Vökuliðar Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra og síðar Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands, 85 kröfur sem snúa að því sem betur má fara í háskólanum. Vaka hefur hagsmuni stúdenta í fyrirrúmi og þótti okkur viðeigandi að fagna þessum 85 árum með kröfum frá fjölda meðlima Vöku sem brenna fyrir bættum hag nemenda við Háskóla Íslands. Kröfurnar eru af ýmsum toga eða allt frá umhverfis- og jafnréttismálum fram til húsnæðis- og aðstöðumála. Vökuliðar ræddu sérstaklega um yfirvofandi lánasjóðsfrumvarp við Lilju Alfreðsdóttur en þörfin fyrir nýju stuðningskerfi er gríðarlega mikil. Ekki hafa verið gerðar stórfelldar breytingar á lánasjóðsmálum síðan 1992 og telur Vaka breytingarnar löngu orðnar tímabærar. Frá hægri til vinstri: Adda Malín, Bergþóra, Ingveldur Anna, Lilja Alfreðsdóttir mennta og menningarráðherra, Elín Huld Melsteð, Derek T. Allen og Bjarnveig Björk Eins og minnst var á þá hittu fulltrúar Vöku einnig rektor og ræddu þau um atvinnumál og hvað betur mætti gera hvað þau varðar, en Vaka hefur verið talsmaður þess að auka aðgengi háskólanema að vinnustöðum sem veita reynslu og innsýn í mögulegt framtíðarstarf nemenda. Með þessum fundum vildi Vaka einnig gera rektor sem og mennta- og menningarmálaráðherra grein fyrir afstöðu sinni gagnvart tanngreiningum á fylgdarlausum börnum innan háskólans. Vaka fordæmir notkun slíkra greininga innan veggja háskólans. Háskóli Íslands er leiðandi stofnun í okkar samfélagi og ber því í krafti hlutverks síns að stuðla að framförum á þessu sviði sem öðrum. Vaka krefst að hlustað verði á rödd stúdenta í þessu máli. Vaka vonar að fundirnir sem og kröfurnar hvetji rektor og mennta- og menningarráðherra til þess að beita sér í málinu fyrir hönd stúdenta. Frá hægri til vinstri: Ingveldur Anna , Azra Crnac, Derek T. Allen, Adda Malín, Jón Atli Rektor Háskóla Íslands, Elín Huld Melsteð, Bjarnveig Björk og Bergþóra. Eitt af helstu baráttumálum Vöku eru meðal annars fjölskyldumál og er okkur gríðarlega annt um barnvænt umhverfi í Háskóla Íslands. Öllum er heimilt að stunda nám við háskólann og þar með talið foreldrum. Í tilefni dagsins vildi Vaka láta gott af sér leiða og því var ákveðið að gefa stúdentum barnastóla til afnota í nokkrum byggingum háskólans. Vaka telur það vera mikilvægt að námsumhverfið nýtist sem flestum og stuðli að jöfnu aðgengi. Vaka vill óska öllum Vökuliðum til hamingju með daginn og um leið þakka fyrir öll árin þar sem barist hefur verið fyrir betri háskóla fyrir alla. Hér er hægt að nálgast þær 85 kröfur sem Vaka afhenti bæði Rektor og mennta- og menningarráðherra. Föstudaginn 7. febrúar mun Vaka halda upp á afmælið í Hressingarskálanum klukkan 21.00 og eru öll velkomin! Höfundar eru Azra Crnac, oddviti Vöku 2019-2020 og Elín Huld Melsteð Jóhannesdóttir, varaforseti Vöku 2019-2020.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun