Sjávarútvegssveitarfélög vilja hlutdeild í tekjum að auðlindanýtingu í sjávarútvegi til að mæta loðnubresti Jóhann K. Jóhannsson skrifar 6. febrúar 2020 12:00 Sveitarfélagið Hornafjörður er eitt þeirra sveitarfélaga sem loðnubrestur bitnar á. Vísir/Vilhelm Líkt og fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær ríkir ekki mikil bjartsýni um að loðna finnist í öðrum leiðangri rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar og fjögurra annarra skipa á Íslandsmiðum. Loðnubrestur tvö ár í röð hefur mikil áhrif á þjóðarbúið, sveitarfélög og fyrirtæki sem ríkra hagsmuna hafa að gæta. Ein ástæða þess að peningastefnunefnd Seðlabankans lækkaði vexti um 0,25 prósentur í gær er lakari hagvöxtur heldur en gert hafði verið ráð fyrir, sem fyrst og fremst má rekja til erfiðrar stöðu útflutningsatvinnugreina. Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga samþykkti í fyrra að vinna samantekt á heildaráhrifum loðnubrests í þeim sveitarfélögum sem loðnubrestur hafði mest áhrif á og var unnið úr upplýsingum frá fimm sveitarfélögum. „Að þetta skuli vera annað árið í röð sem þetta gerist er sínu alvarlegra. Við tókum saman minnisblað í fyrra þar sem við áætluðum að tekjutap sveitarfélaganna, sem urðu harðast úti þá, um 500 milljónir. Þetta er gríðarlegt högg að fá þetta annað árið í röð,“ segir Gauti Jóhannesson, formaður Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga. Gauti segir áríðandi að stjórnvöld komi að borðinu og ræði lausnir fyrir þau sveitarfélög sem loðnubrestur bitnar harðast á. „Það sem að spilar stóra rullu í þessu málið er að tækifæri fyrir þeirra sveitarfélaga sem fyrir þessu verða til að afla annarra tekna, til að vega á móti þessu tapi, er takmörkuð og það eru fá tækifæri fyrir íbúa til að finna aðra atvinnu við hæfi,“ segir Gauti og bætir við að samtökin hafi upplýst ráðherra um stöðu mála. „Samtök sjávarútvegssveitarfélaga hafa haldið á lofti kröfunni um að sjávarútvegssveitarfélög fái hlutdeild í tekjum að auðlindanýtingu í sjávarútvegi til margra ára, einmitt til þess að geta tekist á við þessar sveiflur sem svo sem óumflýjanlegar í rekstri sem byggir á nýtingu auðlindarinnar og til að byggja upp fjölbreyttara atvinnulíf,“ segir Gauti Jóhannesson, formaður Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga. Sjávarútvegur Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Líkt og fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær ríkir ekki mikil bjartsýni um að loðna finnist í öðrum leiðangri rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar og fjögurra annarra skipa á Íslandsmiðum. Loðnubrestur tvö ár í röð hefur mikil áhrif á þjóðarbúið, sveitarfélög og fyrirtæki sem ríkra hagsmuna hafa að gæta. Ein ástæða þess að peningastefnunefnd Seðlabankans lækkaði vexti um 0,25 prósentur í gær er lakari hagvöxtur heldur en gert hafði verið ráð fyrir, sem fyrst og fremst má rekja til erfiðrar stöðu útflutningsatvinnugreina. Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga samþykkti í fyrra að vinna samantekt á heildaráhrifum loðnubrests í þeim sveitarfélögum sem loðnubrestur hafði mest áhrif á og var unnið úr upplýsingum frá fimm sveitarfélögum. „Að þetta skuli vera annað árið í röð sem þetta gerist er sínu alvarlegra. Við tókum saman minnisblað í fyrra þar sem við áætluðum að tekjutap sveitarfélaganna, sem urðu harðast úti þá, um 500 milljónir. Þetta er gríðarlegt högg að fá þetta annað árið í röð,“ segir Gauti Jóhannesson, formaður Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga. Gauti segir áríðandi að stjórnvöld komi að borðinu og ræði lausnir fyrir þau sveitarfélög sem loðnubrestur bitnar harðast á. „Það sem að spilar stóra rullu í þessu málið er að tækifæri fyrir þeirra sveitarfélaga sem fyrir þessu verða til að afla annarra tekna, til að vega á móti þessu tapi, er takmörkuð og það eru fá tækifæri fyrir íbúa til að finna aðra atvinnu við hæfi,“ segir Gauti og bætir við að samtökin hafi upplýst ráðherra um stöðu mála. „Samtök sjávarútvegssveitarfélaga hafa haldið á lofti kröfunni um að sjávarútvegssveitarfélög fái hlutdeild í tekjum að auðlindanýtingu í sjávarútvegi til margra ára, einmitt til þess að geta tekist á við þessar sveiflur sem svo sem óumflýjanlegar í rekstri sem byggir á nýtingu auðlindarinnar og til að byggja upp fjölbreyttara atvinnulíf,“ segir Gauti Jóhannesson, formaður Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga.
Sjávarútvegur Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira