NFL-stjarna segist geta sett saman lið sem myndi vinna Ólympíugull í handbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. febrúar 2020 23:30 Jay Cutler kastaði ófáum boltunum fram völlinn á NFL-ferli sínum. Nikola Karabatic svaraði honum á Twitter. Samsett/Getty Frægur nýhættur leikstjórnandi í ameríska fótboltanum heldur því fram að það sé ekki mikið vandamál að vinna gullverðlaun í handbolta á Ólympíuleikunum. Bandaríkjamenn eru ekki þekktir fyrir að geta eitthvað í handbolta og er handboltinn ein af fáum íþróttum á Ólympíuleikunum þar sem Bandaríkjamenn eru ekki í baráttu um verðlaun. Jay Cutler er 36 ára gamall og nýhættur í ameríska fótboltanum en hann gæti alveg hugsað sér að setja saman handboltalið fyrir keppni á Ólympíuleikum. Jay Cutler wants to put together an Olympic handball team: "There's a US team. I wanna go to do that, just throwing missiles." https://t.co/vW8jDQPvdR— Heart of NFL (@HeartofNFL) January 30, 2020 Jay Cutler var leikstjórnandi í NFL-deildinni í ellefu ár, lengt af hjá liði Chicago Bears. Hann lék síðast með Miami Dolphins tímabilið 2017. „Ég er að hugsa um að setja saman lið til að keppa á Ólympíuleikunum í íþrótt sem ég held að heiti handbolti. Þar eru þeir með lítinn bolta sem þeir kasta svo í markið. Þetta er eins og fótbolti innanhúss nema að þeir kasta boltanum,“ sagði Jay Cutler og hann er sigurviss. „Ég lofa því að við getum sett saman lið sem vinnur gull á Ólympíuleikum,“ sagði Cutler, Handbolti er aðeins einn þriggja íþrótta sem Bandaríkjamenn hafa aldrei unnið verðlaun í á Ólympíuleikum. Domonique Foxworth var með honum í hlaðvarpsþættinum og tók undir hans orð. Hey Jay Cutler and @Foxworth24 , i don t think you have studied handball enough but i d be glad to give you my olympic gold medal if you beat my team. #handball@espn@HandballHour@PardonMyTakehttps://t.co/jX7ty245DQ— NIKOLA KARABATIC (@NKARABATIC) February 1, 2020 Franska stórstjarnan og tvöfaldur Ólympíumeistari, Nikola Karabatic, sá ástæðu til að skjóta á Jay Cutler á Twitter. „Heyrðu, Jay Cutler og Domonique Foxworth. Ég held að þið hafið nú ekki skoðað handboltaíþróttin nógu vel en ég skal gefa ykkur Ólympíugullið mitt ef þið vinnið mitt lið,“ skrifaði Nikola Karabatic eins og sjá má hér fyrir ofan. Handbolti NFL Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Mjög skrýtinn misskilningur Sport „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Sjá meira
Frægur nýhættur leikstjórnandi í ameríska fótboltanum heldur því fram að það sé ekki mikið vandamál að vinna gullverðlaun í handbolta á Ólympíuleikunum. Bandaríkjamenn eru ekki þekktir fyrir að geta eitthvað í handbolta og er handboltinn ein af fáum íþróttum á Ólympíuleikunum þar sem Bandaríkjamenn eru ekki í baráttu um verðlaun. Jay Cutler er 36 ára gamall og nýhættur í ameríska fótboltanum en hann gæti alveg hugsað sér að setja saman handboltalið fyrir keppni á Ólympíuleikum. Jay Cutler wants to put together an Olympic handball team: "There's a US team. I wanna go to do that, just throwing missiles." https://t.co/vW8jDQPvdR— Heart of NFL (@HeartofNFL) January 30, 2020 Jay Cutler var leikstjórnandi í NFL-deildinni í ellefu ár, lengt af hjá liði Chicago Bears. Hann lék síðast með Miami Dolphins tímabilið 2017. „Ég er að hugsa um að setja saman lið til að keppa á Ólympíuleikunum í íþrótt sem ég held að heiti handbolti. Þar eru þeir með lítinn bolta sem þeir kasta svo í markið. Þetta er eins og fótbolti innanhúss nema að þeir kasta boltanum,“ sagði Jay Cutler og hann er sigurviss. „Ég lofa því að við getum sett saman lið sem vinnur gull á Ólympíuleikum,“ sagði Cutler, Handbolti er aðeins einn þriggja íþrótta sem Bandaríkjamenn hafa aldrei unnið verðlaun í á Ólympíuleikum. Domonique Foxworth var með honum í hlaðvarpsþættinum og tók undir hans orð. Hey Jay Cutler and @Foxworth24 , i don t think you have studied handball enough but i d be glad to give you my olympic gold medal if you beat my team. #handball@espn@HandballHour@PardonMyTakehttps://t.co/jX7ty245DQ— NIKOLA KARABATIC (@NKARABATIC) February 1, 2020 Franska stórstjarnan og tvöfaldur Ólympíumeistari, Nikola Karabatic, sá ástæðu til að skjóta á Jay Cutler á Twitter. „Heyrðu, Jay Cutler og Domonique Foxworth. Ég held að þið hafið nú ekki skoðað handboltaíþróttin nógu vel en ég skal gefa ykkur Ólympíugullið mitt ef þið vinnið mitt lið,“ skrifaði Nikola Karabatic eins og sjá má hér fyrir ofan.
Handbolti NFL Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Mjög skrýtinn misskilningur Sport „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Sjá meira