Annar loðnuleiðangur Hafrannsóknarstofnunnar: Loðna á „stangli“ en ekkert magn sem heitir Jóhann K. Jóhannsson skrifar 5. febrúar 2020 12:00 Rannsóknarskip hafrannsóknarstofnunnar, Ári Friðriksson. Vísir /Vilhelm Stærð hrygningarstofns loðnu samkvæmt mælingum í janúar var um 64 þúsund tonn og langt undir þeim mörkum í gildandi aflareglu sem þarf að ná svo Hafrannsóknastofnun geti ráðlagt veiðar. Líkur á loðnubresti eru því afar miklar eins og málin standa nú. Rannsóknarskip Hafrannsóknarstofnunnar auk fjögurra annarra skipa héldu af stað í annan leiðangur í leit að loðnu á laugardag. Birkir Bárðarson, leiðangursstjóri, segir lítið hafa fundist það sem af er. „Það hefur nú lítið breyst . Við erum svona að byrja að þreifa á þessu og enn sem komið er að þá er búið að vera lítið að sjá. Það eru þrjú skip sem eru komin þarna fyrir austan land og eru að skanna bæði utan við landgrunnsbrúnina og uppá landgrunninum og þar er enn sem komið er lítið að sjá. Það er svona loðna á stangli en ekkert magn sem heitir,“ segir Birkir. Verði loðnubrestur í ár er það annað árið í röð sem það gerist og hefur veruleg áhrif á þjóðarbúið og þau samfélög sem reiða sig á sjávarútveginn. Á síðasta ári lét stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga vinna samantekt á heildar áhrifum loðnubrests þar sem hann hafði mest áhrif og var unnið úr upplýsingum frá Fjarðabyggð, Langanesbyggð, Sveitarfélaginu Hornafirði, Vestmannaeyjabæ og Vopnafjarðarhreppi. Þór Steinarsson, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps, segir loðnubrestinn koma niður á tekjum sveitarfélagsins en þó mest við laun fólks í sveitarfélaginu. „Hérna starfa mjög margir hjá Brimi og þau fyrirtæki sem eru hér þau þjónusta mikið Brim, þannig að þetta dreifir úr sér út um allt atvinnulífið hér,“ segir Þór.Í Vestmannaeyjum hefur loðnubrestur bein áhrif á 350 starfsmenn og er ígildi sextíu ársverka. Tapaðar launatekjum í Vestmannaeyjum eru að minnsta kosti milljarður króna, að því er fram kemur í Eyjafréttum. Leiðangursstjóri hafrannsóknarskipsins segir að auk leitarinnar sé unnið eftir vísbendingum þar sem loðna hefur sést. „Það má geta þess að við horfum til þess að við höfum fréttir frá bátaum og togurum af loðnu hér og þar og munum skoða það. Það hefur eitthvað sést við Rifsbanka sem hugsanlega er að skríða upp á grunninn líka, þannig að við munum þurfa skoða grunninn líka fyrir norðan og norðaustan land,“ segir Birkir. Birkir segir það einu sinni áður hafa gerst að loðnubrestur hafi orðið tvö ár í röð. „Þetta er ansi sérstakt og áhyggjuefni en það má kannski benda á smá ljós í myrkrinu að síðasta haust að þó að við höfum mælt þennan árgang mjög lítinn í veiðistofninum núna þá mældum við allnokkuð af ungloðnu sem að gefur vonir fyrir næstu vertíð,“ segir Birkir, leiðangursstjóri hafrannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar. Byggðamál Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Vopnafjörður Tengdar fréttir Tapaðar launatekjur vegna loðnubrests í Eyjum milljarður króna Þungt hljóð í Vestmannaeyingum vegna loðnubrests. 5. febrúar 2020 09:02 Hundrað milljónir á dag í húfi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjar gætu orðið af 5,8 milljarða króna útflutningstekjum, bregðist loðnuvertíð annað árið í röð. Þetta kemur fram í greiningu hagfræðideildar Landsbankans. 18. janúar 2020 13:39 Segir skrítið að nefna að fleiri gjöld verði lögð á sjávarútveginn Sjávarútvegsráðherra segir að ef loðnubrestur verði annað árið í röð hafi það áhrif á þjóðarbúið, sjávarútvegsfyrirtæki og þau samfélög sem þau starfa innan. 26. janúar 2020 11:55 Leitin að loðnutorfunum hafin og stefnt á norðausturhornið Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt til loðnuleitar úr Reykjavík í dag en frést hefur af loðnu bæði á Vestfjarðamiðum og norðaustur af Melrakkasléttu. 13. janúar 2020 22:00 Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Sjá meira
Stærð hrygningarstofns loðnu samkvæmt mælingum í janúar var um 64 þúsund tonn og langt undir þeim mörkum í gildandi aflareglu sem þarf að ná svo Hafrannsóknastofnun geti ráðlagt veiðar. Líkur á loðnubresti eru því afar miklar eins og málin standa nú. Rannsóknarskip Hafrannsóknarstofnunnar auk fjögurra annarra skipa héldu af stað í annan leiðangur í leit að loðnu á laugardag. Birkir Bárðarson, leiðangursstjóri, segir lítið hafa fundist það sem af er. „Það hefur nú lítið breyst . Við erum svona að byrja að þreifa á þessu og enn sem komið er að þá er búið að vera lítið að sjá. Það eru þrjú skip sem eru komin þarna fyrir austan land og eru að skanna bæði utan við landgrunnsbrúnina og uppá landgrunninum og þar er enn sem komið er lítið að sjá. Það er svona loðna á stangli en ekkert magn sem heitir,“ segir Birkir. Verði loðnubrestur í ár er það annað árið í röð sem það gerist og hefur veruleg áhrif á þjóðarbúið og þau samfélög sem reiða sig á sjávarútveginn. Á síðasta ári lét stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga vinna samantekt á heildar áhrifum loðnubrests þar sem hann hafði mest áhrif og var unnið úr upplýsingum frá Fjarðabyggð, Langanesbyggð, Sveitarfélaginu Hornafirði, Vestmannaeyjabæ og Vopnafjarðarhreppi. Þór Steinarsson, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps, segir loðnubrestinn koma niður á tekjum sveitarfélagsins en þó mest við laun fólks í sveitarfélaginu. „Hérna starfa mjög margir hjá Brimi og þau fyrirtæki sem eru hér þau þjónusta mikið Brim, þannig að þetta dreifir úr sér út um allt atvinnulífið hér,“ segir Þór.Í Vestmannaeyjum hefur loðnubrestur bein áhrif á 350 starfsmenn og er ígildi sextíu ársverka. Tapaðar launatekjum í Vestmannaeyjum eru að minnsta kosti milljarður króna, að því er fram kemur í Eyjafréttum. Leiðangursstjóri hafrannsóknarskipsins segir að auk leitarinnar sé unnið eftir vísbendingum þar sem loðna hefur sést. „Það má geta þess að við horfum til þess að við höfum fréttir frá bátaum og togurum af loðnu hér og þar og munum skoða það. Það hefur eitthvað sést við Rifsbanka sem hugsanlega er að skríða upp á grunninn líka, þannig að við munum þurfa skoða grunninn líka fyrir norðan og norðaustan land,“ segir Birkir. Birkir segir það einu sinni áður hafa gerst að loðnubrestur hafi orðið tvö ár í röð. „Þetta er ansi sérstakt og áhyggjuefni en það má kannski benda á smá ljós í myrkrinu að síðasta haust að þó að við höfum mælt þennan árgang mjög lítinn í veiðistofninum núna þá mældum við allnokkuð af ungloðnu sem að gefur vonir fyrir næstu vertíð,“ segir Birkir, leiðangursstjóri hafrannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar.
Byggðamál Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Vopnafjörður Tengdar fréttir Tapaðar launatekjur vegna loðnubrests í Eyjum milljarður króna Þungt hljóð í Vestmannaeyingum vegna loðnubrests. 5. febrúar 2020 09:02 Hundrað milljónir á dag í húfi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjar gætu orðið af 5,8 milljarða króna útflutningstekjum, bregðist loðnuvertíð annað árið í röð. Þetta kemur fram í greiningu hagfræðideildar Landsbankans. 18. janúar 2020 13:39 Segir skrítið að nefna að fleiri gjöld verði lögð á sjávarútveginn Sjávarútvegsráðherra segir að ef loðnubrestur verði annað árið í röð hafi það áhrif á þjóðarbúið, sjávarútvegsfyrirtæki og þau samfélög sem þau starfa innan. 26. janúar 2020 11:55 Leitin að loðnutorfunum hafin og stefnt á norðausturhornið Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt til loðnuleitar úr Reykjavík í dag en frést hefur af loðnu bæði á Vestfjarðamiðum og norðaustur af Melrakkasléttu. 13. janúar 2020 22:00 Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Sjá meira
Tapaðar launatekjur vegna loðnubrests í Eyjum milljarður króna Þungt hljóð í Vestmannaeyingum vegna loðnubrests. 5. febrúar 2020 09:02
Hundrað milljónir á dag í húfi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjar gætu orðið af 5,8 milljarða króna útflutningstekjum, bregðist loðnuvertíð annað árið í röð. Þetta kemur fram í greiningu hagfræðideildar Landsbankans. 18. janúar 2020 13:39
Segir skrítið að nefna að fleiri gjöld verði lögð á sjávarútveginn Sjávarútvegsráðherra segir að ef loðnubrestur verði annað árið í röð hafi það áhrif á þjóðarbúið, sjávarútvegsfyrirtæki og þau samfélög sem þau starfa innan. 26. janúar 2020 11:55
Leitin að loðnutorfunum hafin og stefnt á norðausturhornið Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt til loðnuleitar úr Reykjavík í dag en frést hefur af loðnu bæði á Vestfjarðamiðum og norðaustur af Melrakkasléttu. 13. janúar 2020 22:00