Sjálfvirknivæðingin: Kjöt án dýraafurða og róbótar vakta eldri borgara Rakel Sveinsdóttir skrifar 5. febrúar 2020 12:00 Snæbjörn Ingi Ingólfsson sérfræðingir hjá Origo segir margt spennandi framunda með meiri sjálfvirknivæðingu. Ekki þurfi að óttast allsherjar atvinnuleysi því tækniframförum fylgi ný tækifæri og ný störf. Vísir/Vilhelm Snæbjörn Ingi Ingólfsson sérfræðingur hjá Origo segir margt spennandi framundan í tækninýjungum. Netið alls staðar muni breyta miklu. Þar nefnir hann sérstaklega að tæknin mun gera okkur kleift að búa lengur heima og fólk þá í minna mæli að flytja á dvalarheimili. Róbótar munu fylgjast með fólki og senda stöðugar skýrslur. Í skýrslunum koma fram upplýsingar um lífsmark og hegðun, sem síðan gerir sjúkrastofnunum kleift að bregðast hratt við ef eitthvað er. Gögn séu þannig að stefna í að verða okkar verðmætasta auðlind. Á komandi misserum má gera ráð fyrir að hröðustu breytingarnar verði í afgreiðslu, þjónustu og í fjármálageiranum. Það hefur ekki farið framhjá neinum að sjálfsafgreiðsla í verslunum er að verða æ algengari og sjálfsagðari. Þá þekkjum við það að fara sjaldnar í banka en áður því fólk nýtir netbanka eða hraðbanka. Við nefnum þetta við Snæbjörn og spyrjum um það hvað sé líklegast til með að koma næst? „Við höfum verið að sjá bankaútibú þróast á þá leið að hefðbundnum gjaldkerum er í raun skipt út fyrir hraðbanka. Þetta á eftir að þróast gríðarlega á næstu árum. Hver myndi trúa því ef ég segði að störf í rekstrarþjónustu við tölvukerfi eigi eftir að fækka talsvert? En í dag er gríðarleg þróun í sjálfvirknilausnum og gervigreindarlausnum sem leysa manninn af hólmi. Vöktunarkerfi ýmiskonar er til dæmis mjög einfalt að innleiða og leysa manninn af hólmi. Og þá getum við sett upp allskonsjálfvirk vöktunarkerfi í stað mannsins. Póstburðarfólki fer stöðugt fækkandi og sölufólki á ferðaskrifstofum, því langflestir bóka orðið sínar ferðir sjálft í gegnum Internetið.“ Þetta þýðir að það er alveg mögulegt að allt kjöt verði framleitt án allra dýraafurða Snæbjörn nefnir nýleg dæmi úr fréttum af sjávarútvegi og væntanlegar breytingar í landbúnaði. „Við sjáum til dæmis bæði Brim og Samherja vera að kaupa nýjar flæðilínur í frystihúsin hjá sér þar sem þörfin fyrir starfsfólk í vinnslusal gjörbreytist. En það er ekki bara það hefur orðið gríðarlega breyting í fiskiskipunum líka, það er alveg magnað að í þessum nýju stóru flottu fiskiskipum eru tiltölulega færri einstaklingar í áhöfn en áður var í jafnvel minni skipum. Síðan ef við horfum enn lengra fram í tímann má alveg gera rá fyrir að bændastörfin og afleidd störf hverfi eða breytist mikið. Þar sem þessi ræktun mun færast í færri hendur til að byrja með og ljósi allrar umhverfisverndarumræðunnar og þar sem fyrirtæki eru að keppast við að framleiða staðkvæmdavöru í stað landbúnaðarafurða. Þetta þýðir að það er alveg mögulegt að allt kjöt verði framleitt án allra dýraafurða.“ Snæbjörn segir að með sjálfvirknivæðingunni verði tilný störf, sem verða jafnvel meira spennandi og betur borguð.Vísir/Getty Þó að það séu þessar spár að 80% starfa í heiminum eigi eftir að verða fyrir áhrifum tækninnar, þá er það engin dómsdagur, við erum búin að sjá þetta áður, það sem gerist er að það verða til ný störf, sem verða jafnvel meira spennandi og betur borguð Vinnustaðir breytast Snæbjörn segir fólk ekki þurfa að óttast atvinnuleysi þótt talað sé um að 80% starfa muni breytast vegna sjálfvirknivæðingar. Það skýrist einfaldlega af því að ný tækifæri verða til og ný störf. Þá sé regluverk stjórnvalda í sífelldum breytingum til að fylgja eftir þessari þróun. Nefnir Snæbjörn ný störf persónufulltrúa í því samhengi. Hvernig mun netið allstaðar hafa áhrif á vinnuumhverfið okkar? „Með betri og stöðugri nettengingum og betri tæknibúnaði er að spretta fram allskonar nýjungar í þjónustu sem breyta því algjörlega hvernig við högum okkar daglega lífi. Þá eru að spretta fram endalaust af lausnum sem breyta því hvernig við vinnum hlutina. Maður getur vel ímyndað sér að vinnustaður framtíðarinnar verði með talsvert öðrum blæ en við þekkjum í dag. Það má í raun segja að það verði enn minni takmarkanir. Netið allstaðar mun opna fleiri dyr og ef við horfum á það út frá umönnunarstörfum þá getur það breytt miklu þegar við verðum gömul. Okkur verður kleift að vera lengur heima þegar við eldumst, þurfum ekki endilega að fara á dvalarheimili. Því það verða mögulega róbótar sem geta fylgst með okkur sent stöðugar skýrslur um lífsmark og hegðun til sjúkrastofnana sem geta þá brugðist hratt við með stuttum fyrirvara ef eitthvað bjátar á. Nýjast auðlind heimsins eru gögn og það er að verða svo mikið til af gögnum að það er einfalt að setja upp allskonar reiknilíkön sem munu hjálpa okkur að taka rétta ákvarðanir.“ Snæbjörn segir fólk þó ekki þurfa að óttast þessa þróun því sagan sýni að framfarir leiði af sér ný tækifæri. „Þó að það séu þessar spár að 80% starfa í heiminum eigi eftir að verða fyrir áhrifum tækninnar, þá er það engin dómsdagur, við erum búin að sjá þetta áður, það sem gerist er að það verða til ný störf, sem verða jafnvel meira spennandi og betur borguð.“ Við erum ekki að fara að stefna í meiriháttar atvinnuleysi.“ Því er spáð að á næstu árum verði til um 500 milljónir af nýjum öppum.Vísir/Getty Við eigum einnig eftir talavert meira af breytingum í ferðageiranum, bæði í sölu á ferðum veitingu þjónustu Horft til næstu 5 ára: Hvað mun breytast hraðast? Ekki er annað að heyra en að flestar atvinnugreinar muni taka miklum breytingum á næstu árum. Sumt er orðið sýnilegt nú þegar á meðan annað er í mikilli þróun. Hvaða atvinnugreinar telur þú að muni breytast hvað hraðast á til dæmis næstu fimm árunum? „Við erum að fara að sjá mestu breytinguna á næstu árum í störfum í afgreiðslu og þjónustu og í fjármálageiranum. Þarna eru þessar breytingar byrjaðar að vera sýnilegar sjáum til dæmis sjálfsafgreiðslukassa í stórmörkuðum og hraðbankaútibú. Við eigum einnig eftir talavert meira af breytingum í ferðageiranum, bæði í sölu á ferðum veitingu þjónustu. Öll framleiðsla er líka að taka stórstígum breytingum, þar sem þörfin eftir fólki standandi við færibandið fer minnkandi.“ 500 milljónir af öppum næstu fimm árin Það munu klárlega verða einhver ný störf sem snúa að sköpun, þjálfun og heilsu, bæði líkamlegri og andlegri Æ fleiri velta fyrir sér menntun með tilliti til framtíðarstarfa. Eins velta margir því fyrir sér hvort öruggasta starfsumhverfið felist í forritun þar sem framtíðin verður svo tæknivædd. Snæbjörn segir ekkert öruggt í þeim efnum frekar en mörgu öðru. „Það er ekki alveg víst að starfið forritari sé framtíðarstarf. Því mikið af því sem er verið að fást við í forritun er setja saman skipanir sem taka eitthvað inntak og skila einhverri niðurstöðu. Í dag er verið að gera allskonar tilraunir með róbóta sem gera þetta fyrir okkur. Tölvunarfræðingur framtíðarinnar mun fást við allt önnur og jafnvel meira spennandi verkefni en í dag og hugsanlega verður hlutverk tölvunarfræðingsins að hluta til einhver sköpun. Því er einnig haldið fram núna að á næstu fimm árum verði til um 500 milljón ný öpp en það er sami fjöldi hugbúnaðar og hefur verið þróaður síðastliðin 40 ár. Þó að forritun ein og sér sé ekki framtíðarstarf, þá liggja gríðarleg tækifæri í hugbúnaðargerð.“ Við heyrum af störfum sem hverfa, en getur þú nefnt okkur dæmi um ný störf sem verða til? „Allt í kring um okkur dag eru fólk að vinna störf sem voru ekki til fyrir stuttu síðan, App Developer, Youtuber, sérfræðingur í markaðssetningu á Internetinu, og fleiri störf. Það er kannski erfitt að segja hvaða ný störf verða til, við sjáum það kannski ekki fyrr en allt í einu. En nýlegt starf sem varð til með einni lagasetningu þegar 300.000 persónuverndarfulltrúar um alla Evrópu hófu störf. En það er einmitt svona hlutir sem munu hafa áhrif á þessa þróun. Stjórnvöld koma kannski með einhverja lagasetningu sem gerir það að verkum að ný störf verða til. Þá mun ný tækni kalla á ný störf og nýja þekkingu. Það munu klárlega verða einhver ný störf sem snúa að sköpun, þjálfun og heilsu, bæði líkamlegri og andlegri.“ Tengdar fréttir Sjálfvirknivæðingin: Það verður vont í smá tíma en síðan skapast ný tækifæri Ólafur Andri Ragnarson tölvunarfræðingur og aðjúnkt í Háskólanum í Reykjavík segir söguna kenna okkur að mörg ný tækifæri skapast í kjölfar tækniframfara. 5. febrúar 2020 10:00 Listi með 175 störfum: Munu róbótar taka yfir starfið þitt? Sum störf munu hverfa. Öðrum fækkar verulega. Enn önnur störf munu breytast og sum störf munu nýta sér tækniframfarir án þess að störfin sjálf teljist mjög næm fyrir tölvuvæðingunni. 5. febrúar 2020 08:00 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Snæbjörn Ingi Ingólfsson sérfræðingur hjá Origo segir margt spennandi framundan í tækninýjungum. Netið alls staðar muni breyta miklu. Þar nefnir hann sérstaklega að tæknin mun gera okkur kleift að búa lengur heima og fólk þá í minna mæli að flytja á dvalarheimili. Róbótar munu fylgjast með fólki og senda stöðugar skýrslur. Í skýrslunum koma fram upplýsingar um lífsmark og hegðun, sem síðan gerir sjúkrastofnunum kleift að bregðast hratt við ef eitthvað er. Gögn séu þannig að stefna í að verða okkar verðmætasta auðlind. Á komandi misserum má gera ráð fyrir að hröðustu breytingarnar verði í afgreiðslu, þjónustu og í fjármálageiranum. Það hefur ekki farið framhjá neinum að sjálfsafgreiðsla í verslunum er að verða æ algengari og sjálfsagðari. Þá þekkjum við það að fara sjaldnar í banka en áður því fólk nýtir netbanka eða hraðbanka. Við nefnum þetta við Snæbjörn og spyrjum um það hvað sé líklegast til með að koma næst? „Við höfum verið að sjá bankaútibú þróast á þá leið að hefðbundnum gjaldkerum er í raun skipt út fyrir hraðbanka. Þetta á eftir að þróast gríðarlega á næstu árum. Hver myndi trúa því ef ég segði að störf í rekstrarþjónustu við tölvukerfi eigi eftir að fækka talsvert? En í dag er gríðarleg þróun í sjálfvirknilausnum og gervigreindarlausnum sem leysa manninn af hólmi. Vöktunarkerfi ýmiskonar er til dæmis mjög einfalt að innleiða og leysa manninn af hólmi. Og þá getum við sett upp allskonsjálfvirk vöktunarkerfi í stað mannsins. Póstburðarfólki fer stöðugt fækkandi og sölufólki á ferðaskrifstofum, því langflestir bóka orðið sínar ferðir sjálft í gegnum Internetið.“ Þetta þýðir að það er alveg mögulegt að allt kjöt verði framleitt án allra dýraafurða Snæbjörn nefnir nýleg dæmi úr fréttum af sjávarútvegi og væntanlegar breytingar í landbúnaði. „Við sjáum til dæmis bæði Brim og Samherja vera að kaupa nýjar flæðilínur í frystihúsin hjá sér þar sem þörfin fyrir starfsfólk í vinnslusal gjörbreytist. En það er ekki bara það hefur orðið gríðarlega breyting í fiskiskipunum líka, það er alveg magnað að í þessum nýju stóru flottu fiskiskipum eru tiltölulega færri einstaklingar í áhöfn en áður var í jafnvel minni skipum. Síðan ef við horfum enn lengra fram í tímann má alveg gera rá fyrir að bændastörfin og afleidd störf hverfi eða breytist mikið. Þar sem þessi ræktun mun færast í færri hendur til að byrja með og ljósi allrar umhverfisverndarumræðunnar og þar sem fyrirtæki eru að keppast við að framleiða staðkvæmdavöru í stað landbúnaðarafurða. Þetta þýðir að það er alveg mögulegt að allt kjöt verði framleitt án allra dýraafurða.“ Snæbjörn segir að með sjálfvirknivæðingunni verði tilný störf, sem verða jafnvel meira spennandi og betur borguð.Vísir/Getty Þó að það séu þessar spár að 80% starfa í heiminum eigi eftir að verða fyrir áhrifum tækninnar, þá er það engin dómsdagur, við erum búin að sjá þetta áður, það sem gerist er að það verða til ný störf, sem verða jafnvel meira spennandi og betur borguð Vinnustaðir breytast Snæbjörn segir fólk ekki þurfa að óttast atvinnuleysi þótt talað sé um að 80% starfa muni breytast vegna sjálfvirknivæðingar. Það skýrist einfaldlega af því að ný tækifæri verða til og ný störf. Þá sé regluverk stjórnvalda í sífelldum breytingum til að fylgja eftir þessari þróun. Nefnir Snæbjörn ný störf persónufulltrúa í því samhengi. Hvernig mun netið allstaðar hafa áhrif á vinnuumhverfið okkar? „Með betri og stöðugri nettengingum og betri tæknibúnaði er að spretta fram allskonar nýjungar í þjónustu sem breyta því algjörlega hvernig við högum okkar daglega lífi. Þá eru að spretta fram endalaust af lausnum sem breyta því hvernig við vinnum hlutina. Maður getur vel ímyndað sér að vinnustaður framtíðarinnar verði með talsvert öðrum blæ en við þekkjum í dag. Það má í raun segja að það verði enn minni takmarkanir. Netið allstaðar mun opna fleiri dyr og ef við horfum á það út frá umönnunarstörfum þá getur það breytt miklu þegar við verðum gömul. Okkur verður kleift að vera lengur heima þegar við eldumst, þurfum ekki endilega að fara á dvalarheimili. Því það verða mögulega róbótar sem geta fylgst með okkur sent stöðugar skýrslur um lífsmark og hegðun til sjúkrastofnana sem geta þá brugðist hratt við með stuttum fyrirvara ef eitthvað bjátar á. Nýjast auðlind heimsins eru gögn og það er að verða svo mikið til af gögnum að það er einfalt að setja upp allskonar reiknilíkön sem munu hjálpa okkur að taka rétta ákvarðanir.“ Snæbjörn segir fólk þó ekki þurfa að óttast þessa þróun því sagan sýni að framfarir leiði af sér ný tækifæri. „Þó að það séu þessar spár að 80% starfa í heiminum eigi eftir að verða fyrir áhrifum tækninnar, þá er það engin dómsdagur, við erum búin að sjá þetta áður, það sem gerist er að það verða til ný störf, sem verða jafnvel meira spennandi og betur borguð.“ Við erum ekki að fara að stefna í meiriháttar atvinnuleysi.“ Því er spáð að á næstu árum verði til um 500 milljónir af nýjum öppum.Vísir/Getty Við eigum einnig eftir talavert meira af breytingum í ferðageiranum, bæði í sölu á ferðum veitingu þjónustu Horft til næstu 5 ára: Hvað mun breytast hraðast? Ekki er annað að heyra en að flestar atvinnugreinar muni taka miklum breytingum á næstu árum. Sumt er orðið sýnilegt nú þegar á meðan annað er í mikilli þróun. Hvaða atvinnugreinar telur þú að muni breytast hvað hraðast á til dæmis næstu fimm árunum? „Við erum að fara að sjá mestu breytinguna á næstu árum í störfum í afgreiðslu og þjónustu og í fjármálageiranum. Þarna eru þessar breytingar byrjaðar að vera sýnilegar sjáum til dæmis sjálfsafgreiðslukassa í stórmörkuðum og hraðbankaútibú. Við eigum einnig eftir talavert meira af breytingum í ferðageiranum, bæði í sölu á ferðum veitingu þjónustu. Öll framleiðsla er líka að taka stórstígum breytingum, þar sem þörfin eftir fólki standandi við færibandið fer minnkandi.“ 500 milljónir af öppum næstu fimm árin Það munu klárlega verða einhver ný störf sem snúa að sköpun, þjálfun og heilsu, bæði líkamlegri og andlegri Æ fleiri velta fyrir sér menntun með tilliti til framtíðarstarfa. Eins velta margir því fyrir sér hvort öruggasta starfsumhverfið felist í forritun þar sem framtíðin verður svo tæknivædd. Snæbjörn segir ekkert öruggt í þeim efnum frekar en mörgu öðru. „Það er ekki alveg víst að starfið forritari sé framtíðarstarf. Því mikið af því sem er verið að fást við í forritun er setja saman skipanir sem taka eitthvað inntak og skila einhverri niðurstöðu. Í dag er verið að gera allskonar tilraunir með róbóta sem gera þetta fyrir okkur. Tölvunarfræðingur framtíðarinnar mun fást við allt önnur og jafnvel meira spennandi verkefni en í dag og hugsanlega verður hlutverk tölvunarfræðingsins að hluta til einhver sköpun. Því er einnig haldið fram núna að á næstu fimm árum verði til um 500 milljón ný öpp en það er sami fjöldi hugbúnaðar og hefur verið þróaður síðastliðin 40 ár. Þó að forritun ein og sér sé ekki framtíðarstarf, þá liggja gríðarleg tækifæri í hugbúnaðargerð.“ Við heyrum af störfum sem hverfa, en getur þú nefnt okkur dæmi um ný störf sem verða til? „Allt í kring um okkur dag eru fólk að vinna störf sem voru ekki til fyrir stuttu síðan, App Developer, Youtuber, sérfræðingur í markaðssetningu á Internetinu, og fleiri störf. Það er kannski erfitt að segja hvaða ný störf verða til, við sjáum það kannski ekki fyrr en allt í einu. En nýlegt starf sem varð til með einni lagasetningu þegar 300.000 persónuverndarfulltrúar um alla Evrópu hófu störf. En það er einmitt svona hlutir sem munu hafa áhrif á þessa þróun. Stjórnvöld koma kannski með einhverja lagasetningu sem gerir það að verkum að ný störf verða til. Þá mun ný tækni kalla á ný störf og nýja þekkingu. Það munu klárlega verða einhver ný störf sem snúa að sköpun, þjálfun og heilsu, bæði líkamlegri og andlegri.“
Tengdar fréttir Sjálfvirknivæðingin: Það verður vont í smá tíma en síðan skapast ný tækifæri Ólafur Andri Ragnarson tölvunarfræðingur og aðjúnkt í Háskólanum í Reykjavík segir söguna kenna okkur að mörg ný tækifæri skapast í kjölfar tækniframfara. 5. febrúar 2020 10:00 Listi með 175 störfum: Munu róbótar taka yfir starfið þitt? Sum störf munu hverfa. Öðrum fækkar verulega. Enn önnur störf munu breytast og sum störf munu nýta sér tækniframfarir án þess að störfin sjálf teljist mjög næm fyrir tölvuvæðingunni. 5. febrúar 2020 08:00 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Sjálfvirknivæðingin: Það verður vont í smá tíma en síðan skapast ný tækifæri Ólafur Andri Ragnarson tölvunarfræðingur og aðjúnkt í Háskólanum í Reykjavík segir söguna kenna okkur að mörg ný tækifæri skapast í kjölfar tækniframfara. 5. febrúar 2020 10:00
Listi með 175 störfum: Munu róbótar taka yfir starfið þitt? Sum störf munu hverfa. Öðrum fækkar verulega. Enn önnur störf munu breytast og sum störf munu nýta sér tækniframfarir án þess að störfin sjálf teljist mjög næm fyrir tölvuvæðingunni. 5. febrúar 2020 08:00