Segir tilboð borgarinnar verra en lífskjarasamninginn Heimir Már Pétursson skrifar 4. febrúar 2020 11:44 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir aðgerðir félagsins sem hefjast nú í hádeginu ná til um 1.600 starfsmanna. vísir/vilhelm Formaður Eflingar segir aðgerðir félagsins sem hefjast í Reykjavík í dag eigi að þrýsta á að lægst launaða fólkið í samfélaginu fái leiðréttingu upp á 50 þúsund krónur á samningstímanum umfram lífskjarasamningana. Borgin bjóði félagsfólki Eflingar hins vegar minna en þeir samningar hafi falið í sér. Um 1.800 félagsmenn Eflingar, flestir konur, starfa hjá stofnunum Reykjavíkurborgar og þá aðallega á leikskólum. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir aðgerðir félagsins sem hefjast nú í hádeginu ná til um 1.600 starfsmanna. Undanþágur hafi verið gefnar til um tvö hundruð starfsmanna sem sinni þjónustu við eldri borgara. Aðgerðirnar í dag sem standa til miðbættis eru þær fyrstu sem boðaðar eru. „Þær eiga að ná því fram að borgin fallist á kröfur okkar um leiðréttingu til handa félagsmanna Eflingar sem eru tekjulægsti hópurinn á íslenskum vinnumarkaði. Þrátt fyrir að sinna algerum undirstöðustörfum í þessu samfélagi,“ segir Sólveig Anna. Krafan sé að þessi hópur fái að hámarki leiðréttingu upp á 50 þúsund krónur á mánuði á samningstímanum sem fjari út við 450 þúsund króna mánaðarlaun, umfram það sem samið hafi verið um í lífskjarasamningunum. En því miður hafi ekkert miðað áfram við samningaborðið. „Og ekki aðeins er ekkert að miðast áfam. Heldur er staðan einfaldlega sú að borgin er enn þá að bjóða okkur samning sem er verri en hinn svo kallaði lífskjarasamningur.“ Ljóst er að verkfall Eflingar á leikskólum Reykjavíkurborgar á morgun mun hafa víðtæk áhrif á starfsemi skólanna.vísir/vilhelm Þ annig a ð þ i ð telji ð a ð borgin s é ekki einu sinni a ð bj óð a l í fskjarasamninginn? „Hún er ekki einu sinni að bjóða okkur hann,“ segir formaður Eflingar. Sumir sem gagnrýnt hafa aðgerðirnar segja aðþær muni bitna mest áöðru félagsfólki í Eflingu. Sólveig Anna segir áhugavert að fylgjast meðþessum skyndilegu áhyggjum af tilveru félagsmanna Eflingar en alla jafna fari lítið fyrir þeim áhyggjum. Ef þessar aðgerðir sýni ekki forystu borgarinnar fram á mikilvægi þessarra starfa muni þær að minnsta kosti sýna borgarbúum hversu mikilvæg störfin séu. „Ég ætla nú bara að leyfa mér að fullyrða að þeir félagsmenn Eflingar sem sannarlega munu finna fyrir verkföllunum eins og annað fólk sem á börn á leikskólunum styðji baráttu okkar að fullu.“ Hún sé bjartsýn á að aðgerðirnar sýni mikilvægi þessara starfa og þrýsti þannig á borgaryfirvöld að þau geti ekki lengur falið sig á bakvið það að deilan komi þeim ekki við. „Það er náttúrlega með ólíkindum að borgarstjóri sem vill láta kalla sig æðsta yfirmann á þessum vinnustað sem Reykjavíkurborg er skuli enn ekki vera tilbúinn til að axla þá pólitísku ábyrgð sem hann sannarlega ber. Stíga fram og einfaldlega ganga í þessa einföldu réttlætisaðgerð,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir. Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Helmingur leikskólabarna sóttur í hádeginu Gera má ráð fyrir þungri umferð við leikskóla borgarinnar þegar verkfall Eflingarfólks hefst í hádeginu. 4. febrúar 2020 11:19 Sólveig Anna segir Björn Leví henda skít í láglaunakonur Björn Leví segir besta starf í heimi að vinna á leikskóla og hann væri þar enn ef launin væru ekki svo lág. 3. febrúar 2020 13:20 Samningafundi Eflingar og borgarinnar lokið án samkomulags Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkur lauk hjá sáttasemjara fyrir skemmstu án samkomulags. Er ljóst að verkfallsaðgerðir Eflingarfólks muni því hefjast á hádegi á morgun. 3. febrúar 2020 10:43 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Formaður Eflingar segir aðgerðir félagsins sem hefjast í Reykjavík í dag eigi að þrýsta á að lægst launaða fólkið í samfélaginu fái leiðréttingu upp á 50 þúsund krónur á samningstímanum umfram lífskjarasamningana. Borgin bjóði félagsfólki Eflingar hins vegar minna en þeir samningar hafi falið í sér. Um 1.800 félagsmenn Eflingar, flestir konur, starfa hjá stofnunum Reykjavíkurborgar og þá aðallega á leikskólum. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir aðgerðir félagsins sem hefjast nú í hádeginu ná til um 1.600 starfsmanna. Undanþágur hafi verið gefnar til um tvö hundruð starfsmanna sem sinni þjónustu við eldri borgara. Aðgerðirnar í dag sem standa til miðbættis eru þær fyrstu sem boðaðar eru. „Þær eiga að ná því fram að borgin fallist á kröfur okkar um leiðréttingu til handa félagsmanna Eflingar sem eru tekjulægsti hópurinn á íslenskum vinnumarkaði. Þrátt fyrir að sinna algerum undirstöðustörfum í þessu samfélagi,“ segir Sólveig Anna. Krafan sé að þessi hópur fái að hámarki leiðréttingu upp á 50 þúsund krónur á mánuði á samningstímanum sem fjari út við 450 þúsund króna mánaðarlaun, umfram það sem samið hafi verið um í lífskjarasamningunum. En því miður hafi ekkert miðað áfram við samningaborðið. „Og ekki aðeins er ekkert að miðast áfam. Heldur er staðan einfaldlega sú að borgin er enn þá að bjóða okkur samning sem er verri en hinn svo kallaði lífskjarasamningur.“ Ljóst er að verkfall Eflingar á leikskólum Reykjavíkurborgar á morgun mun hafa víðtæk áhrif á starfsemi skólanna.vísir/vilhelm Þ annig a ð þ i ð telji ð a ð borgin s é ekki einu sinni a ð bj óð a l í fskjarasamninginn? „Hún er ekki einu sinni að bjóða okkur hann,“ segir formaður Eflingar. Sumir sem gagnrýnt hafa aðgerðirnar segja aðþær muni bitna mest áöðru félagsfólki í Eflingu. Sólveig Anna segir áhugavert að fylgjast meðþessum skyndilegu áhyggjum af tilveru félagsmanna Eflingar en alla jafna fari lítið fyrir þeim áhyggjum. Ef þessar aðgerðir sýni ekki forystu borgarinnar fram á mikilvægi þessarra starfa muni þær að minnsta kosti sýna borgarbúum hversu mikilvæg störfin séu. „Ég ætla nú bara að leyfa mér að fullyrða að þeir félagsmenn Eflingar sem sannarlega munu finna fyrir verkföllunum eins og annað fólk sem á börn á leikskólunum styðji baráttu okkar að fullu.“ Hún sé bjartsýn á að aðgerðirnar sýni mikilvægi þessara starfa og þrýsti þannig á borgaryfirvöld að þau geti ekki lengur falið sig á bakvið það að deilan komi þeim ekki við. „Það er náttúrlega með ólíkindum að borgarstjóri sem vill láta kalla sig æðsta yfirmann á þessum vinnustað sem Reykjavíkurborg er skuli enn ekki vera tilbúinn til að axla þá pólitísku ábyrgð sem hann sannarlega ber. Stíga fram og einfaldlega ganga í þessa einföldu réttlætisaðgerð,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir.
Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Helmingur leikskólabarna sóttur í hádeginu Gera má ráð fyrir þungri umferð við leikskóla borgarinnar þegar verkfall Eflingarfólks hefst í hádeginu. 4. febrúar 2020 11:19 Sólveig Anna segir Björn Leví henda skít í láglaunakonur Björn Leví segir besta starf í heimi að vinna á leikskóla og hann væri þar enn ef launin væru ekki svo lág. 3. febrúar 2020 13:20 Samningafundi Eflingar og borgarinnar lokið án samkomulags Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkur lauk hjá sáttasemjara fyrir skemmstu án samkomulags. Er ljóst að verkfallsaðgerðir Eflingarfólks muni því hefjast á hádegi á morgun. 3. febrúar 2020 10:43 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Helmingur leikskólabarna sóttur í hádeginu Gera má ráð fyrir þungri umferð við leikskóla borgarinnar þegar verkfall Eflingarfólks hefst í hádeginu. 4. febrúar 2020 11:19
Sólveig Anna segir Björn Leví henda skít í láglaunakonur Björn Leví segir besta starf í heimi að vinna á leikskóla og hann væri þar enn ef launin væru ekki svo lág. 3. febrúar 2020 13:20
Samningafundi Eflingar og borgarinnar lokið án samkomulags Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkur lauk hjá sáttasemjara fyrir skemmstu án samkomulags. Er ljóst að verkfallsaðgerðir Eflingarfólks muni því hefjast á hádegi á morgun. 3. febrúar 2020 10:43