Borche: Voru margir eins og prímadonnur í kvöld Árni Jóhannsson skrifar 2. febrúar 2020 21:31 Borche var vel reiður í kvöld. vísir/daníel Þjálfari ÍR var skiljanlega ekki ánægður með það að hans menn hafi tapað fyrir Haukum fyrr í kvöld 93-100 en hann var fúlari yfir því hvernig hans menn mættu í leikinn. Tuð og röfl var mikið og vildi hann meina að sumir höguðu sér eins og prímadonnur. „Ég held að við mættum ekki rétt í þennan leik og ekki með rétt hugarfar. Sumir leikmanna minna voru mjög pirraðir af einhverri ástæðu sem ég skil ekki. Þeir voru að væla í dómurunum allan tímann í stað þess að takast á við áskorunina og reyna að gera eins vel og þeir gátu. Við vorum margir eins og prímadonnur í kvöld og ég verð að vera harður við mína menn í kvöld. Þetta á að vera körfubolti og maður á að gera sitt besta en ekki að hugsa um dómarana, ef þú vinnur þá vinnur þú og ef þú tapar þá tapar þú. Þetta er ekki í fyrsta skipti og ekki í það síðasta sem þetta gerist. Ég er mjög reiður út í suma af mínum mönnum og er nú þegar búinn að benda þeim á það og mun gera það aftur í búningsherberginu“. „Ég þarf að óska Haukum til hamingju með leikinn. Þeir mættu með rétt hugarfar og rétta orku í leikinn og þegar við vorum komnir með 10 stiga forskot þá gerum við okkur seka um heimskulegar villur, sérstaklega sóknarvillur og sérstaklega frá Evan [Singletary]. Ég er ekki með annan leikstjórnanda í kvöld þar sem Daði er veikur og Georgi líka þannig við vorum manni færri. Evan þarf að stjórna sínum leik og enda hann á réttan hátt. Haukar náðu að spila sinn leik en við vorum ekki að hlusta á leikplanið og það sem við höfum verið að tala um í vikunni fyrir þennan leik. Ég er reiður, ekki endilega af því að við töpuðum, ég er reiður vegna þess að við vorum ekki með rétt hugarfar í kvöld. Það er að segja sumir af strákunum“. ÍR hefur fengið á sig 100 stig tvo leiki í röð og það hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir Borce. „Að sjálfsögðu er það áhyggjuefni. Ég vil ekki vera með afsakanir en það hefur vantað leikmenn hjá okkur í undanfarna leiki. Það er alltaf eitthvað að hjá okkur og sérstaklega í þessum mikilvægu leikjum. Við þurftum að vinna þennan leik í kvöld og nú þurfum við að bíða eftir einhverju öðru“. Þar sem að Þór frá Þorlákshöfn vann í kvöld þá minnkar munurinn á milli ÍR og Þórs í baráttunni um sjöunda og áttunda sætið í deildinni og var Borce beðinn um að meta það. „Allir eru að reyna að gera sitt besta í þessari baráttu. Við verðum að mæta með rétt hugarfar og ekki vera að tuða í dómurunum. Allir gera mistök og það á einnig við um dómarana. Við verðum að gera betur hjá okkur en sumir hjá okkur voru alltaf að kvarta og ég átti ekki von á þessu í kvöld“. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Haukar 93-100 | Haukar unnu fimmta leikinn í röð Haukar náðu í sterkan útisigur í Breiðholtinu og þar með fimmta sigurinn í röð. 2. febrúar 2020 22:00 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Enski boltinn Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Þjálfari ÍR var skiljanlega ekki ánægður með það að hans menn hafi tapað fyrir Haukum fyrr í kvöld 93-100 en hann var fúlari yfir því hvernig hans menn mættu í leikinn. Tuð og röfl var mikið og vildi hann meina að sumir höguðu sér eins og prímadonnur. „Ég held að við mættum ekki rétt í þennan leik og ekki með rétt hugarfar. Sumir leikmanna minna voru mjög pirraðir af einhverri ástæðu sem ég skil ekki. Þeir voru að væla í dómurunum allan tímann í stað þess að takast á við áskorunina og reyna að gera eins vel og þeir gátu. Við vorum margir eins og prímadonnur í kvöld og ég verð að vera harður við mína menn í kvöld. Þetta á að vera körfubolti og maður á að gera sitt besta en ekki að hugsa um dómarana, ef þú vinnur þá vinnur þú og ef þú tapar þá tapar þú. Þetta er ekki í fyrsta skipti og ekki í það síðasta sem þetta gerist. Ég er mjög reiður út í suma af mínum mönnum og er nú þegar búinn að benda þeim á það og mun gera það aftur í búningsherberginu“. „Ég þarf að óska Haukum til hamingju með leikinn. Þeir mættu með rétt hugarfar og rétta orku í leikinn og þegar við vorum komnir með 10 stiga forskot þá gerum við okkur seka um heimskulegar villur, sérstaklega sóknarvillur og sérstaklega frá Evan [Singletary]. Ég er ekki með annan leikstjórnanda í kvöld þar sem Daði er veikur og Georgi líka þannig við vorum manni færri. Evan þarf að stjórna sínum leik og enda hann á réttan hátt. Haukar náðu að spila sinn leik en við vorum ekki að hlusta á leikplanið og það sem við höfum verið að tala um í vikunni fyrir þennan leik. Ég er reiður, ekki endilega af því að við töpuðum, ég er reiður vegna þess að við vorum ekki með rétt hugarfar í kvöld. Það er að segja sumir af strákunum“. ÍR hefur fengið á sig 100 stig tvo leiki í röð og það hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir Borce. „Að sjálfsögðu er það áhyggjuefni. Ég vil ekki vera með afsakanir en það hefur vantað leikmenn hjá okkur í undanfarna leiki. Það er alltaf eitthvað að hjá okkur og sérstaklega í þessum mikilvægu leikjum. Við þurftum að vinna þennan leik í kvöld og nú þurfum við að bíða eftir einhverju öðru“. Þar sem að Þór frá Þorlákshöfn vann í kvöld þá minnkar munurinn á milli ÍR og Þórs í baráttunni um sjöunda og áttunda sætið í deildinni og var Borce beðinn um að meta það. „Allir eru að reyna að gera sitt besta í þessari baráttu. Við verðum að mæta með rétt hugarfar og ekki vera að tuða í dómurunum. Allir gera mistök og það á einnig við um dómarana. Við verðum að gera betur hjá okkur en sumir hjá okkur voru alltaf að kvarta og ég átti ekki von á þessu í kvöld“.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Haukar 93-100 | Haukar unnu fimmta leikinn í röð Haukar náðu í sterkan útisigur í Breiðholtinu og þar með fimmta sigurinn í röð. 2. febrúar 2020 22:00 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Enski boltinn Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Leik lokið: ÍR - Haukar 93-100 | Haukar unnu fimmta leikinn í röð Haukar náðu í sterkan útisigur í Breiðholtinu og þar með fimmta sigurinn í röð. 2. febrúar 2020 22:00