Sigvaldi Guðjónsson ætlar greinilega að kveðja norsku úrvalsdeildina með stæl en hann færir sig yfir til Kielce í Póllandi í sumar.
Sigvaldi skoraði sex mörk og var markahæsti leikmaður Elverum er liðið vann tólf marka sigur á Nærbø í dag, 34-22.
Elverum var bara einu marki yfir í hálfleik, 14-13, en vann síðari hálfleikinn með ellefu mörkum. Fengu einungis níu mörk á sig í síðari hálfleik.
Sigvaldi skoraði mörkin sex úr ellefu skotum en hann var markahæsti leikmaður vallarins.
Elverum er á toppi deildarinnar með fimm stiga forskot á Kolstad.

