Gettu betur-liðar reittu Creed aðdáendur til reiði Birgir Olgeirsson skrifar 1. febrúar 2020 11:01 Scott Tapp, söngvari Creed. Vísir/Getty Það varð uppi fótur og fit á samfélagsmiðlum þegar spurt var um grísku eyjuna Krít í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, í gær. Þar áttust við Tækniskólinn og Borgarholtsskóli. Í spurningunni voru ýmsar staðreyndir um eyjuna Krít raktar, þar á meðal að hún væri þröskuldur Evrópu vegna þess að hún liggur við mörk Evrópu, Asíu og Afríku, og að hún deildi nafni með „einni verstu hljómsveit sögunnar“, Creed. „Versta hljómsveit sögunnar að mati…,“ sagði Ingileif Friðriksdóttir annar dómar keppninnar og greip hinn dómarinn, Vilhelm Anton Jónsson, inn í og kláraði setninguna með því að segja: „Allra“. Þetta féll hreint ekki í kramið hjá einhverjum áhorfendum keppninnar. Þar á meðal Brynhildar Bolladóttur, upplýsingafulltrúa Rauða krossins. Þetta dæmi Villa Naglbíts að setja staðhæfingar sem eru hans eigin skoðanir í spurningar í Gettu betur er svo pirrandi og athyglissjúkt að ég get eiginlega ekki horft á þáttinn. #gettubetur— Brynhildur Bollad. (@brynhildurbolla) January 31, 2020 Í ljós kom að þar var Vilhelm Anton hafður fyrir rangri sök. Einn af spurningahöfundum keppninnar steig fram og gekkst við að hafa samið þessa spurningu. Sagðist hann styðjast við vísindaleg gögn þess efnis og vitnaði í könnun sem bandaríska tímaritið Rolling Stone gerði á meðal lesenda sinna. Lesendurnir völdu reyndar Creed ekki verstu hljómsveit sögunnar, heldur verstu hljómsveit tíunda áratugar síðustu aldar. Set engar staðhæfingar í spurningu án þess að hafa heimidir fyrir því https://t.co/n5MqbZCuTT— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) January 31, 2020 Spyrill keppninnar, Kristjana Arnardóttir, ákvað svo að taka af allan vafa um hennar skoðun á hjómsveitinni. Friðheimar eru bestir og Creed er drasl — Kristjana Arnarsdóttir (@kristjanaarnars) January 31, 2020 Þessi staðhæfing um hljómsveitina í Gettu betur vakti nokkra reiði hjá Creed-aðdáendum á Íslandi. Daníel Geir Moritz, formaður knattspyrnuráðs ÍBV, harmaði orð Gettu betur-liða: Við Creed aðdáendur hörmum orð forystufólks Gettu betur um að Creed sé annaðhvort versta hljómsveit heims eða ekki góð hljómsveit. #Creedsamfélagið— Daníel Geir Moritz (@DanelGeirMoritz) January 31, 2020 Mosfellingurinn Ásgeir Jónsson játaði ást sína á sveitinni: Ef þú hefur ekki knee slide-að á þykku teppi í partíi í heimahúsi og sungið viðlagið í Arms wide open, þá hefurðu ekki lifað https://t.co/TpGxGfZrKO— Ásgeir Jónsson (@sonurjons) February 1, 2020 Þá taldi Tómas Steindórsson sig eiga ýmislegt sökótt við Vilhelm Anton Jónsson en þarf víst víst að beina óánægju sinni að Sævari Helga. var villi naglbítur að segja creed væri lélegt band? jæja hnefatilboð 1 coming up á hann, heimsent að sjalfsögðu— Tómas (@tommisteindors) January 31, 2020 Hljómsveitin Creed var stofnuð í Tallahassee í Flórída-ríki Bandaríkjanna árið 1993. Á ferli sínum hefur hljómsveitin gefið út fjórar plötur og selt yfir 53 milljónir eintaka á heimsvísu. Sveitin naut því mjög mikillar velgengni við lok síðustu aldar og upphaf þessarar. Gagnrýnendur hafa margir hverjir keppst við að tæta sveitina í sig og hefur hún áunnið sér nokkurt hatur meðal margra sem þola hreinlega ekki kraftballöðurnar þeirra og trúarlegar tengingar. Fjölmiðlar Reykjavík Gettu betur Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Það varð uppi fótur og fit á samfélagsmiðlum þegar spurt var um grísku eyjuna Krít í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, í gær. Þar áttust við Tækniskólinn og Borgarholtsskóli. Í spurningunni voru ýmsar staðreyndir um eyjuna Krít raktar, þar á meðal að hún væri þröskuldur Evrópu vegna þess að hún liggur við mörk Evrópu, Asíu og Afríku, og að hún deildi nafni með „einni verstu hljómsveit sögunnar“, Creed. „Versta hljómsveit sögunnar að mati…,“ sagði Ingileif Friðriksdóttir annar dómar keppninnar og greip hinn dómarinn, Vilhelm Anton Jónsson, inn í og kláraði setninguna með því að segja: „Allra“. Þetta féll hreint ekki í kramið hjá einhverjum áhorfendum keppninnar. Þar á meðal Brynhildar Bolladóttur, upplýsingafulltrúa Rauða krossins. Þetta dæmi Villa Naglbíts að setja staðhæfingar sem eru hans eigin skoðanir í spurningar í Gettu betur er svo pirrandi og athyglissjúkt að ég get eiginlega ekki horft á þáttinn. #gettubetur— Brynhildur Bollad. (@brynhildurbolla) January 31, 2020 Í ljós kom að þar var Vilhelm Anton hafður fyrir rangri sök. Einn af spurningahöfundum keppninnar steig fram og gekkst við að hafa samið þessa spurningu. Sagðist hann styðjast við vísindaleg gögn þess efnis og vitnaði í könnun sem bandaríska tímaritið Rolling Stone gerði á meðal lesenda sinna. Lesendurnir völdu reyndar Creed ekki verstu hljómsveit sögunnar, heldur verstu hljómsveit tíunda áratugar síðustu aldar. Set engar staðhæfingar í spurningu án þess að hafa heimidir fyrir því https://t.co/n5MqbZCuTT— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) January 31, 2020 Spyrill keppninnar, Kristjana Arnardóttir, ákvað svo að taka af allan vafa um hennar skoðun á hjómsveitinni. Friðheimar eru bestir og Creed er drasl — Kristjana Arnarsdóttir (@kristjanaarnars) January 31, 2020 Þessi staðhæfing um hljómsveitina í Gettu betur vakti nokkra reiði hjá Creed-aðdáendum á Íslandi. Daníel Geir Moritz, formaður knattspyrnuráðs ÍBV, harmaði orð Gettu betur-liða: Við Creed aðdáendur hörmum orð forystufólks Gettu betur um að Creed sé annaðhvort versta hljómsveit heims eða ekki góð hljómsveit. #Creedsamfélagið— Daníel Geir Moritz (@DanelGeirMoritz) January 31, 2020 Mosfellingurinn Ásgeir Jónsson játaði ást sína á sveitinni: Ef þú hefur ekki knee slide-að á þykku teppi í partíi í heimahúsi og sungið viðlagið í Arms wide open, þá hefurðu ekki lifað https://t.co/TpGxGfZrKO— Ásgeir Jónsson (@sonurjons) February 1, 2020 Þá taldi Tómas Steindórsson sig eiga ýmislegt sökótt við Vilhelm Anton Jónsson en þarf víst víst að beina óánægju sinni að Sævari Helga. var villi naglbítur að segja creed væri lélegt band? jæja hnefatilboð 1 coming up á hann, heimsent að sjalfsögðu— Tómas (@tommisteindors) January 31, 2020 Hljómsveitin Creed var stofnuð í Tallahassee í Flórída-ríki Bandaríkjanna árið 1993. Á ferli sínum hefur hljómsveitin gefið út fjórar plötur og selt yfir 53 milljónir eintaka á heimsvísu. Sveitin naut því mjög mikillar velgengni við lok síðustu aldar og upphaf þessarar. Gagnrýnendur hafa margir hverjir keppst við að tæta sveitina í sig og hefur hún áunnið sér nokkurt hatur meðal margra sem þola hreinlega ekki kraftballöðurnar þeirra og trúarlegar tengingar.
Fjölmiðlar Reykjavík Gettu betur Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira